Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson skrifar 17. maí 2014 07:00 Framsóknarflokkurinn og Flugvallarvinir vilja vernda Reykjavíkurflugvöll og koma í veg fyrir lokun neyðarflugbrautar sem samkvæmt samkomulagi borgarstjóra og innanríkisráðherra á að loka eins fljótt og hægt er. Framsókn og Flugvallarvinir vilja tryggja nægt lóðaframboð fyrir íbúa og fyrirtæki í Reykjavík án þess að fórna Reykjavíkurflugvelli. Það skortir ekki byggingarland í Reykjavík. Rétt eins og aðrir flugvellir þá skapar Reykjavíkurflugvöllur störf og laðar að sér fólk og viðskipti. Þar að auki stunda fjölmargir flugnám á flugvellinum. Flugvöllurinn er mikilvægur hlekkur í atvinnustarfsemi landsins og ég trúi að það séu samfélagsleg og efnahagsleg mistök að leggja hann niður.Rándýrar íbúðir fyrir hverja? Að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og byggja húsnæði í Vatnsmýrinni verður dýrt. Ég velti fyrir mér hverjir hafi efni á því að kaupa sér nýja íbúð þar. Það er kostnaðarsamara að byggja í mýri en á klöpp og giska ég á að meðalfermetraverð fyrir íbúðarhúsnæði verði vart undir 600 þúsund krónum. Það eru 60 milljónir fyrir 100 fermetra íbúð. Ég tel að þetta sé varlega áætlað. Laun á Íslandi eru ekki nógu há til að raunhæft sé að meðal Jón og Gunna fari í slíka fjárfestingu. Til að koma til móts við vilja þeirra sem vilja byggð í Vatnsmýri er vel hægt að byggja í kringum flugvöllinn án þess að þjarma að honum eða leggja hann niður.Virðum vilja borgarbúa Samkvæmt skoðanakönnun vilja u.þ.b. 70% borgarbúa og 80% landsmanna flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Það eru mikil verðmæti fólgin í flugvellinum sem óskynsamlegt er að kasta á glæ. Ég hvet þig, kjósandi góður, til að leggja málstaðnum lið og kjósa Framsókn og Flugvallarvini í Reykjavík. X-B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn og Flugvallarvinir vilja vernda Reykjavíkurflugvöll og koma í veg fyrir lokun neyðarflugbrautar sem samkvæmt samkomulagi borgarstjóra og innanríkisráðherra á að loka eins fljótt og hægt er. Framsókn og Flugvallarvinir vilja tryggja nægt lóðaframboð fyrir íbúa og fyrirtæki í Reykjavík án þess að fórna Reykjavíkurflugvelli. Það skortir ekki byggingarland í Reykjavík. Rétt eins og aðrir flugvellir þá skapar Reykjavíkurflugvöllur störf og laðar að sér fólk og viðskipti. Þar að auki stunda fjölmargir flugnám á flugvellinum. Flugvöllurinn er mikilvægur hlekkur í atvinnustarfsemi landsins og ég trúi að það séu samfélagsleg og efnahagsleg mistök að leggja hann niður.Rándýrar íbúðir fyrir hverja? Að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og byggja húsnæði í Vatnsmýrinni verður dýrt. Ég velti fyrir mér hverjir hafi efni á því að kaupa sér nýja íbúð þar. Það er kostnaðarsamara að byggja í mýri en á klöpp og giska ég á að meðalfermetraverð fyrir íbúðarhúsnæði verði vart undir 600 þúsund krónum. Það eru 60 milljónir fyrir 100 fermetra íbúð. Ég tel að þetta sé varlega áætlað. Laun á Íslandi eru ekki nógu há til að raunhæft sé að meðal Jón og Gunna fari í slíka fjárfestingu. Til að koma til móts við vilja þeirra sem vilja byggð í Vatnsmýri er vel hægt að byggja í kringum flugvöllinn án þess að þjarma að honum eða leggja hann niður.Virðum vilja borgarbúa Samkvæmt skoðanakönnun vilja u.þ.b. 70% borgarbúa og 80% landsmanna flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Það eru mikil verðmæti fólgin í flugvellinum sem óskynsamlegt er að kasta á glæ. Ég hvet þig, kjósandi góður, til að leggja málstaðnum lið og kjósa Framsókn og Flugvallarvini í Reykjavík. X-B.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar