Persónunjósnir sjálfstæðismanna í Kópavogi
Undanfarna daga hafa frambjóðendur Næstbestaflokksins í Kópavogi safnað um 120 undirskriftum frá kjósendum sem staðfesta þar með að þeir styðji okkur til framboðs. Við hétum þessu fólki trúnaði, að þessar upplýsingar kæmu hvergi fram nema hjá kjörstjórn sem myndi síðan eyða þeim að kosningum loknum. Að engin skuldbinding fælist í undirskriftinni og þær yrðu hvergi birtar opinberlega. Að framboð okkar tengdist ekki neinum af starfandi stjórnmálaflokkum. Að frambjóðendur Næstbestaflokksins hefðu engin bein hagsmunatengsl við einstök fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök í bænum. Að við vildum vinna fyrir alla í Kópavogi, en ekki fyrir fáa útvalda.
Fyrirgreiðslupólitík
Nú hefur það fáheyrða gerst, að umboðsmaður Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Bragi Michaelsson, óskar eftir því að fá afhenta meðmælendalista allra framboða til kosninganna í vor. Til hvers veit ég ekki. Eina skýringin sem hann gaf var sú að þetta hefði „alltaf verið gert“, sem er auðvitað firra. Stjórnmálaflokkar eru löngu hættir þessum ósið sem er ekkert annað en lágkúrulegar persónunjósnir. Það er nefnilega svo að sumir menn og flokkar telja sig „eiga“ atkvæði kjósenda í bænum og vilja fá að vita hverjir ætli að svíkjast undan merkjum. Þetta eru sömu mennirnir og telja sig eiga Kópavog, að þeir geti gengið í sjóði bæjarins, fengið verkefni, lóðir, djobb og fyrirgreiðslu eins og þeim hentar. Þetta er „gamli tíminn“ sem mætir nútímanum. Fyrirgreiðslupólitíkin sem abbast upp á heilbrigða skynsemi.
Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn fái aðgang að meðmælendalistum og upplýsingar um nöfn þeirra 120 íbúa sem þar er að finna. Byggingaverktakinn og skógræktarfrömuðurinn Bragi Michaelsson verður að finna þörf sinni til persónunjósna annan farveg. Hverjir styðja Næstbestaflokkinn til framboðs í kosningunum í vor er trúnaðarmál milli framboðsins og kjörstjórnar Kópavogs og verður það áfram. Það kemur hvorki Sjálfstæðisflokknum né Braga Michaelssyni nokkurn skapaðan hlut við.
Skoðun
Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Ferðalag sálna
Matthildur Björnsdóttir skrifar
Ekkert samráð – ekkert traust
Björg Eva Erlendsdóttir skrifar
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið
Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Að vera með BRCA-stökkbreytingu
Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar
Opið bréf til foreldra í Stakkaborg
Jónína Einarsdóttir skrifar
Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt
Mörður Árnason skrifar
Hvernig þjóð viljum við vera?
Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild
Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Opið bréf til Ingu Sæland
Ragnar Erling Hermannsson skrifar
Atvinnuþátttaka kvenna og karla
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Mannekla á leikskólum
Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins
Þórir Garðarsson skrifar
Heimur hins sterka og óvissan framundan
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála
Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Viðhorf
Leifur Helgi Konráðsson skrifar
Emma Lazarus og Frelsisstyttan
Atli Harðarson skrifar
Rétt tímasetning skiptir öllu máli
Ole Anton Bieltvedt skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Sjálfræðissvipting þjóðar
Ægir Örn Arnarson skrifar
Rangfeðranir
Sævar Þór Jónsson skrifar
Valkyrjur: Ekki falla á prófinu!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar
Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur
Ólafur Páll Jónsson skrifar
13,5 milljónir
Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Að vera léttvægur fundinn
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar
Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Er heimurinn á leið til helvítis?
Árni Sigurðsson skrifar
Vinnum í lausnum
Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir
Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Frelsi til sölu
Anton Guðmundsson skrifar