Af hverju? Einar Benediktsson skrifar 10. maí 2014 10:00 Líta verður til ESB-aðildar í víðara samhengi en þrálátu karpi um niðurstöður aðildarsamnings, þar sem Íslendingar semja við sig sjálfa. Evrópusambandið stendur með Atlantshafsbandalaginu í að tryggja landamæri Evrópusambandsins við Rússland gegn frekari ágangi en orðinn er í Úkraínu. Áður fyrr var talað um nytsama sakleysingja, en pólskur sérfræðingur, Slawomir Sierakowski, segir í grein í International New York Times, þá Vesturlandabúa sem líta fram hjá hættunni af yfirgangi Rússa vera „Putin"s useful idiots“. En varðandi norðurmörk Evrópu er því miður um stefnu- og áhugaleysi að ræða í varnar- og öryggismálum Vesturlanda og ræður þar miklu brottför Bandaríkjamanna frá Keflavík 2006. Það var eitt fyrsta merki hins sögulega fráhvarfs Bandaríkjahers frá Evrópu, sem nú er ótvíræð stefna þings og þjóðar vestan hafs. Spurt er af hverju aðild að Evrópusambandinu er hagsmunamál Íslands. Svarið er meðal annars að með því að vera innan landamæra sambandsins er sinnt þjóðaröryggi okkar. Íslendingar búa við vaxandi ógn vegna hervæðingar Rússa við Íshafið. Sama má segja um fyrirætlanir Kínverja, þótt þær birtist ekki í bráðina sem hernaðarleg ógn heldur yfirþyrmandi efnahagsleg umsvif. Þeir segjast munu fjárfesta fyrir 500 milljarða dollara erlendis með ótilteknu meira fjármagni til Íslands, væntanlega m.a. í risahöfn í Finnafirði, olíuvinnslu á Drekasvæðinu af CNOOC og áformum Huangs Nubo. Ísland gæti víst verið heimsvæðingarsetur Kína, miðstöð leitar og björgunarstarfsemi og þjálfunar. Stórfjárfestingar Kínverja í okkar litla landi fela í sér efnahagslega áþján en aðild að Evrópusambandinu tryggingu til hins gagnstæða. Afnám haftanna verður eitt helsta samningsatriðið en ESB og Evrópski seðlabankinn hafa þegar gefið ádrátt um frumkvæði um stofnun vinnuhóps um afnám hafta. Yrði þá vonandi fundin leið til að rjúfa þá hættustöðu, sem Ísland hefur ratað í vegna kröfuhafa í slitabú föllnu bankanna. Með því að forðast að þvinga föllnu bankana í gjaldþrot gegn vilja kröfuhafa yrði komist hjá erfiðum og langdrægum málaferlum samfara einangrun frá fjármálmörkuðum, sem sí fátækari Argentína hefur mátt búa við af sömu ástæðum. Afnám gjaldeyrishafta er liður í aðild að Myntbandalaginu og upptöku evru sem felur í sér gríðarlegan velferðarábata fyrir Ísland. Á árunum 1989 til 2001 studdist Ísland við fastgengi og uppfyllti Maastricht-skilyrðin. Sú staðreynd og reynsla átta smáríkja sem tekið hafa upp evru með aðild að ERM II, bendir til þess að Ísland ætti að geta gengið í gegnum það ferli á lágmarkstíma eða 2-3 árum, eftir að höftin hafa verið afnumin og jafnvægisgengi fengið. Það ríkir einhver óskiljanleg tregða hjá stjórnvöldum að þjóðin fái vitneskju um hvað býr á bak við endurteknar yfirlýsingar Evrópuleiðtoga að við séum velkomnir í ESB. Allt tal um aðrar leiðir en trygga stöðu í Evrópu með aðildarsamningi, er fullkomlega út í bláinn. En málum er þar með ekki lokið varðandi þá framtíðarmöguleika sem ESB-aðild boðar. Samningar milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um Sáttmálann um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Pact – TTIP) hófust 2013. Fjórðu samningalotunni er nýlokið. Sem staðfastur umsækjandi hefur Ísland þá stöðu, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, að geta fylgst með samningunum; þeir snerta viðskiptahagsmuni okkar, sérstaklega líka vegna mótunar umhverfis fyrir erlenda fjárfesta. TTIP er annar grunnur framtíðar Íslands. Hann nýtur stuðnings öflugustu hagsmunasamtaka austan hafs og vestan. Vonandi er það liðin tíð, að einhverjum Íslendingum hugnist að hleypa Kínverjum hér inn á gafl í frekari fjárfestingar, sem væntanlega kemur upp ef aðildarsamningnum er klúðrað. Þá gætu þeir vafalaust séð sér hag í stórfjárfestingum í atvinnuvegum og bankakerfinu í landi miðstýringar með höftum. Hin hliðin á þeim pening yrði herbækistöð og þá má minnast þeirra orða Churchills, að sá sem ræður Íslandi hefur stjórn á Atlantshafi. Yrði það þá ekki rökrétt framlenging af hervæðingu Rússa við Íshafið, að næst kæmi Norðurslóðabandalag þessara einræðisríkja með sögulegan grunn í kommúnismanum? Er ekki mál til komið að Íslendingar svari kalli fortíðar sinnar sem öflugur hlekkur í vörnum hins vestræna heims um að tryggja öryggið með endurvöktu varnarsamstarfi við Bandaríkin í Keflavík og aðild að Evrópusambandinu. Nú þarf að koma til frumkvæði Íslendinga. Af hverju er auðsætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Líta verður til ESB-aðildar í víðara samhengi en þrálátu karpi um niðurstöður aðildarsamnings, þar sem Íslendingar semja við sig sjálfa. Evrópusambandið stendur með Atlantshafsbandalaginu í að tryggja landamæri Evrópusambandsins við Rússland gegn frekari ágangi en orðinn er í Úkraínu. Áður fyrr var talað um nytsama sakleysingja, en pólskur sérfræðingur, Slawomir Sierakowski, segir í grein í International New York Times, þá Vesturlandabúa sem líta fram hjá hættunni af yfirgangi Rússa vera „Putin"s useful idiots“. En varðandi norðurmörk Evrópu er því miður um stefnu- og áhugaleysi að ræða í varnar- og öryggismálum Vesturlanda og ræður þar miklu brottför Bandaríkjamanna frá Keflavík 2006. Það var eitt fyrsta merki hins sögulega fráhvarfs Bandaríkjahers frá Evrópu, sem nú er ótvíræð stefna þings og þjóðar vestan hafs. Spurt er af hverju aðild að Evrópusambandinu er hagsmunamál Íslands. Svarið er meðal annars að með því að vera innan landamæra sambandsins er sinnt þjóðaröryggi okkar. Íslendingar búa við vaxandi ógn vegna hervæðingar Rússa við Íshafið. Sama má segja um fyrirætlanir Kínverja, þótt þær birtist ekki í bráðina sem hernaðarleg ógn heldur yfirþyrmandi efnahagsleg umsvif. Þeir segjast munu fjárfesta fyrir 500 milljarða dollara erlendis með ótilteknu meira fjármagni til Íslands, væntanlega m.a. í risahöfn í Finnafirði, olíuvinnslu á Drekasvæðinu af CNOOC og áformum Huangs Nubo. Ísland gæti víst verið heimsvæðingarsetur Kína, miðstöð leitar og björgunarstarfsemi og þjálfunar. Stórfjárfestingar Kínverja í okkar litla landi fela í sér efnahagslega áþján en aðild að Evrópusambandinu tryggingu til hins gagnstæða. Afnám haftanna verður eitt helsta samningsatriðið en ESB og Evrópski seðlabankinn hafa þegar gefið ádrátt um frumkvæði um stofnun vinnuhóps um afnám hafta. Yrði þá vonandi fundin leið til að rjúfa þá hættustöðu, sem Ísland hefur ratað í vegna kröfuhafa í slitabú föllnu bankanna. Með því að forðast að þvinga föllnu bankana í gjaldþrot gegn vilja kröfuhafa yrði komist hjá erfiðum og langdrægum málaferlum samfara einangrun frá fjármálmörkuðum, sem sí fátækari Argentína hefur mátt búa við af sömu ástæðum. Afnám gjaldeyrishafta er liður í aðild að Myntbandalaginu og upptöku evru sem felur í sér gríðarlegan velferðarábata fyrir Ísland. Á árunum 1989 til 2001 studdist Ísland við fastgengi og uppfyllti Maastricht-skilyrðin. Sú staðreynd og reynsla átta smáríkja sem tekið hafa upp evru með aðild að ERM II, bendir til þess að Ísland ætti að geta gengið í gegnum það ferli á lágmarkstíma eða 2-3 árum, eftir að höftin hafa verið afnumin og jafnvægisgengi fengið. Það ríkir einhver óskiljanleg tregða hjá stjórnvöldum að þjóðin fái vitneskju um hvað býr á bak við endurteknar yfirlýsingar Evrópuleiðtoga að við séum velkomnir í ESB. Allt tal um aðrar leiðir en trygga stöðu í Evrópu með aðildarsamningi, er fullkomlega út í bláinn. En málum er þar með ekki lokið varðandi þá framtíðarmöguleika sem ESB-aðild boðar. Samningar milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um Sáttmálann um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Pact – TTIP) hófust 2013. Fjórðu samningalotunni er nýlokið. Sem staðfastur umsækjandi hefur Ísland þá stöðu, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, að geta fylgst með samningunum; þeir snerta viðskiptahagsmuni okkar, sérstaklega líka vegna mótunar umhverfis fyrir erlenda fjárfesta. TTIP er annar grunnur framtíðar Íslands. Hann nýtur stuðnings öflugustu hagsmunasamtaka austan hafs og vestan. Vonandi er það liðin tíð, að einhverjum Íslendingum hugnist að hleypa Kínverjum hér inn á gafl í frekari fjárfestingar, sem væntanlega kemur upp ef aðildarsamningnum er klúðrað. Þá gætu þeir vafalaust séð sér hag í stórfjárfestingum í atvinnuvegum og bankakerfinu í landi miðstýringar með höftum. Hin hliðin á þeim pening yrði herbækistöð og þá má minnast þeirra orða Churchills, að sá sem ræður Íslandi hefur stjórn á Atlantshafi. Yrði það þá ekki rökrétt framlenging af hervæðingu Rússa við Íshafið, að næst kæmi Norðurslóðabandalag þessara einræðisríkja með sögulegan grunn í kommúnismanum? Er ekki mál til komið að Íslendingar svari kalli fortíðar sinnar sem öflugur hlekkur í vörnum hins vestræna heims um að tryggja öryggið með endurvöktu varnarsamstarfi við Bandaríkin í Keflavík og aðild að Evrópusambandinu. Nú þarf að koma til frumkvæði Íslendinga. Af hverju er auðsætt.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun