Mannréttindaborgin Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 7. maí 2014 07:00 Reykjavík er og á að vera til fyrirmyndar í mannréttindamálum. Borg þar sem allir íbúar hafa tækifæri til að taka þátt á sínum forsendum, þroskast, læra og gefa af sér til samfélagsins. Borg þar sem hver og einn íbúi finnur að á hann er hlustað og að hann skiptir jafn miklu máli og allir aðrir íbúar.Burtu með fordóma Með fordómaleysi hefur Reykjavík fyrir löngu skapað sér verðugan sess sem borg hinsegin fólks, margbreytileikinn er Reykjavík mikils virði. Öll vitum við að innflytjendur eru auðlind fyrir samfélagið en það eru líka öryrkjar, aldraðir og fatlað fólk og það er okkar hlutverk að gera þessum hópum kleift að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum.Lífsgæði allra Fólk sem glímir við áskoranir eins og langvinna sjúkdóma og atvinnuleysi getur einnig þurft á stuðningi að halda til að bæta lífsgæði sín og tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt er að Reykjavík leiti fjölbreyttra leiða í samstarfi við atvinnulífið til að virkja fólk til þátttöku á vinnumarkaði í samræmi við aðstæður og hæfni. Eldri borgarar eiga eins og aðrir að ráða sem mestu um eigin aðstæður. Hafa val eins lengi og kostur er um búsetuform, atvinnuþátttöku, hreyfingu og innihaldsríkar tómstundir. Þegar á reynir þarf eldri borgurum einnig að standa til boða öruggur stuðningur og umönnun í samræmi við þarfir hvers og eins.Konur jafnt sem karlar Konur og karlar eiga að njóta sömu réttinda, verndar og tækifæra í Reykjavík, annað er með öllu óásættanlegt. Við viljum að Reykjavíkurborg fái jafnlaunavottun á komandi kjörtímabili sem tryggingu fyrir því að launamunur kynjanna verði leiðréttur í eitt skipti fyrir öll. Við viljum fræða börn og borgara á öllum aldri um jafnrétti. Börnin okkar eiga það skilið að við hjálpum þeim að takast á við brenglaðar staðalmyndir kynjanna sem birtast okkur daglega. Reykjavík á að vinna markvisst gegn öllu ofbeldi en ekki síst kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og huga sérstaklega að þörfum barna í því samhengi. Við viljum innleiða barnasáttmála SÞ inn í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og virkja ungmennaráð, öldungaráð og fjölmenningarráð með beinum hætti við þróun borgarinnar.XS fyrir mannréttindi Mannréttindi koma ekki af sjálfu sér. Það er okkar hlutverk að setja þau á dagskrá og tryggja að stjórnmálin snúist um baráttuna fyrir réttindum og lífsgæðum þeirra sem standa höllum fæti. Samfylkingin ætlar áfram að beita sér í mannréttindamálum og tryggja að borgin okkar verði áfram mannréttindaborgin Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Reykjavík er og á að vera til fyrirmyndar í mannréttindamálum. Borg þar sem allir íbúar hafa tækifæri til að taka þátt á sínum forsendum, þroskast, læra og gefa af sér til samfélagsins. Borg þar sem hver og einn íbúi finnur að á hann er hlustað og að hann skiptir jafn miklu máli og allir aðrir íbúar.Burtu með fordóma Með fordómaleysi hefur Reykjavík fyrir löngu skapað sér verðugan sess sem borg hinsegin fólks, margbreytileikinn er Reykjavík mikils virði. Öll vitum við að innflytjendur eru auðlind fyrir samfélagið en það eru líka öryrkjar, aldraðir og fatlað fólk og það er okkar hlutverk að gera þessum hópum kleift að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum.Lífsgæði allra Fólk sem glímir við áskoranir eins og langvinna sjúkdóma og atvinnuleysi getur einnig þurft á stuðningi að halda til að bæta lífsgæði sín og tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt er að Reykjavík leiti fjölbreyttra leiða í samstarfi við atvinnulífið til að virkja fólk til þátttöku á vinnumarkaði í samræmi við aðstæður og hæfni. Eldri borgarar eiga eins og aðrir að ráða sem mestu um eigin aðstæður. Hafa val eins lengi og kostur er um búsetuform, atvinnuþátttöku, hreyfingu og innihaldsríkar tómstundir. Þegar á reynir þarf eldri borgurum einnig að standa til boða öruggur stuðningur og umönnun í samræmi við þarfir hvers og eins.Konur jafnt sem karlar Konur og karlar eiga að njóta sömu réttinda, verndar og tækifæra í Reykjavík, annað er með öllu óásættanlegt. Við viljum að Reykjavíkurborg fái jafnlaunavottun á komandi kjörtímabili sem tryggingu fyrir því að launamunur kynjanna verði leiðréttur í eitt skipti fyrir öll. Við viljum fræða börn og borgara á öllum aldri um jafnrétti. Börnin okkar eiga það skilið að við hjálpum þeim að takast á við brenglaðar staðalmyndir kynjanna sem birtast okkur daglega. Reykjavík á að vinna markvisst gegn öllu ofbeldi en ekki síst kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og huga sérstaklega að þörfum barna í því samhengi. Við viljum innleiða barnasáttmála SÞ inn í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og virkja ungmennaráð, öldungaráð og fjölmenningarráð með beinum hætti við þróun borgarinnar.XS fyrir mannréttindi Mannréttindi koma ekki af sjálfu sér. Það er okkar hlutverk að setja þau á dagskrá og tryggja að stjórnmálin snúist um baráttuna fyrir réttindum og lífsgæðum þeirra sem standa höllum fæti. Samfylkingin ætlar áfram að beita sér í mannréttindamálum og tryggja að borgin okkar verði áfram mannréttindaborgin Reykjavík.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun