Markaðurinn hefur brugðist Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 1. maí 2014 07:00 Það dylst engum að ein helsta ástæðan fyrir núverandi vanda á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík er sú ofuráhersla sem lögð hefur verið á séreignarstefnuna. Afleiðing hennar er meðal annars að leigumarkaðurinn í borginni hefur verið mjög vanþróaður, sem birtist til dæmis í því að hér skortir hefð fyrir leigufélögum sem bjóða langtímaleigu á hagstæðum kjörum. Fyrir vikið einkennist leigumarkaðurinn af óöryggi, óstöðugleika og allt of hárri húsaleigu. Þetta er hvorki gott né heilbrigt og er ein helsta ástæða þess að 17,9% þeirra sem eru í leiguhúsnæði búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað, samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar.Reynslan er ekki góð Reynslan hefur sýnt að „markaðurinn“ virðist ekki geta leyst þetta vandamál, og því þurfum við að nálgast vandann úr nýjum áttum og á félagslegum forsendum. Hluti af lausninni er húsnæðissamvinnufélög, sem rekin eru í þágu almennings og bjóða öruggt leigu- og kaupleiguhúsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur á sanngjörnum kjörum. Þau gætu orðið mikilvæg viðbót við það sem nú býðst á íslenskum húsnæðismarkaði. Mikið hefur verið talað en minna hefur verið gert. Ljóst er að það þarf sameiginlegt átak ríkis, sveitarfélaga, leigufélaga, lífeyrissjóða og lánastofnana til að hugmyndir um stórfellda uppbyggingu leigumarkaðar geti orðið að veruleika.Engan pilsfaldakapítalisma Markaðurinn hefur ekki svör við öllum þeim vanda sem blasir við íslensku samfélagi. Í stað þess að borgin byði einkaaðilum lóðir til uppbyggingar leigufélaga á útsöluprís – og tryggði þannig hagnað verktaka og fasteignafélaga á kostnað almennings – ætti borgin að setja hagsmuni íbúanna í forgang. Reykjavíkurborg getur orðið hluthafi í nýjum leigufélögum gegn því að úthluta ákveðnu hlutfalli félagslegra íbúða inn í félögin. Þannig mætti vinna bug á biðlistum eftir félagslegu húsnæði og tryggja félagslega blöndun byggðar.Félagslegar lausnir En til þess að þessar hugmyndir geti orðið að veruleika þarf áframhaldandi aðkomu Vinstri grænna. Við höfum kjark og þor til að hugsa út fyrir rammann og tryggja það að uppbygging leigumarkaðar verði á félagslegum forsendum í formi húsnæðissamvinnufélaga og búseturéttaríbúða. Það er margsannað að ofuráhersla íslenskra stjórnvalda á séreignarkerfið er löngu úr sér gengin. Með sameiginlegu átaki getum við leyst þann húsnæðisvanda sem nú blasir við í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Það dylst engum að ein helsta ástæðan fyrir núverandi vanda á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík er sú ofuráhersla sem lögð hefur verið á séreignarstefnuna. Afleiðing hennar er meðal annars að leigumarkaðurinn í borginni hefur verið mjög vanþróaður, sem birtist til dæmis í því að hér skortir hefð fyrir leigufélögum sem bjóða langtímaleigu á hagstæðum kjörum. Fyrir vikið einkennist leigumarkaðurinn af óöryggi, óstöðugleika og allt of hárri húsaleigu. Þetta er hvorki gott né heilbrigt og er ein helsta ástæða þess að 17,9% þeirra sem eru í leiguhúsnæði búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað, samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar.Reynslan er ekki góð Reynslan hefur sýnt að „markaðurinn“ virðist ekki geta leyst þetta vandamál, og því þurfum við að nálgast vandann úr nýjum áttum og á félagslegum forsendum. Hluti af lausninni er húsnæðissamvinnufélög, sem rekin eru í þágu almennings og bjóða öruggt leigu- og kaupleiguhúsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur á sanngjörnum kjörum. Þau gætu orðið mikilvæg viðbót við það sem nú býðst á íslenskum húsnæðismarkaði. Mikið hefur verið talað en minna hefur verið gert. Ljóst er að það þarf sameiginlegt átak ríkis, sveitarfélaga, leigufélaga, lífeyrissjóða og lánastofnana til að hugmyndir um stórfellda uppbyggingu leigumarkaðar geti orðið að veruleika.Engan pilsfaldakapítalisma Markaðurinn hefur ekki svör við öllum þeim vanda sem blasir við íslensku samfélagi. Í stað þess að borgin byði einkaaðilum lóðir til uppbyggingar leigufélaga á útsöluprís – og tryggði þannig hagnað verktaka og fasteignafélaga á kostnað almennings – ætti borgin að setja hagsmuni íbúanna í forgang. Reykjavíkurborg getur orðið hluthafi í nýjum leigufélögum gegn því að úthluta ákveðnu hlutfalli félagslegra íbúða inn í félögin. Þannig mætti vinna bug á biðlistum eftir félagslegu húsnæði og tryggja félagslega blöndun byggðar.Félagslegar lausnir En til þess að þessar hugmyndir geti orðið að veruleika þarf áframhaldandi aðkomu Vinstri grænna. Við höfum kjark og þor til að hugsa út fyrir rammann og tryggja það að uppbygging leigumarkaðar verði á félagslegum forsendum í formi húsnæðissamvinnufélaga og búseturéttaríbúða. Það er margsannað að ofuráhersla íslenskra stjórnvalda á séreignarkerfið er löngu úr sér gengin. Með sameiginlegu átaki getum við leyst þann húsnæðisvanda sem nú blasir við í borginni.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun