Borgardagur jarðar Hjálmar Sveinsson skrifar 22. apríl 2014 07:00 Haldið hefur verið upp á Dag Jarðar síðan 1970 þegar vitund almennings um mikilvægi umhverfismála var að vakna. Jarðardeginum, 22. apríl, er ætlað að efla þessa vitund. Milljónir manna í 190 löndum taka þátt í honum. Mikilvægi umhverfisverndar hefur líklega aldrei verið jafnmikið og í dag. Í nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að hlýnun jarðar af mannavöldum muni hafa alvarleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim. Jarðardagurinn er í ár helgaður borgunum á jörðinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum átaki sem kallast „Grænar borgir“. Markmiðið er að hvetja borgarbúa og borgaryfirvöld til að einbeita sér að því að skipuleggja borgirnar betur, minnka losun gróðurhúsalofttegunda og nota meira af endurnýjanlegri orku. Íslendingar geta ekki staðið álengdar, langt norður í Atlantshafi, og litið á yfirvofandi hörmungar sem tækifæri til að græða á. Í Reykjavík hefur náðst þverpólitísk sátt um nýtt aðalskipulag þar sem sett eru fram metnaðarfull markmið um að umhverfisgæði í Reykjavík verði til fyrirmyndar á heimsvísu. Í skipulaginu er sett fram áætlun um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35% til ársins 2030, meðal annars með því að nota vistvæna orku á bílaflotann í auknum mæli. Gert er ráð fyrir að stytta vegalengdir í borginni með því að þétta hana. Þéttingin er mikilvæg forsenda fyrir vistvænum úrbótum í samgöngumálum. Hlutdeild strætó í ferðum í og úr vinnu mun vaxa úr 4% í 12% og hlutdeild gangandi og hjólandi fer úr 19% í 30%. Rétt er að taka fram að náist þessi markmið, verðum við Reykvíkingar með svipað hlutfall vistvænna ferðamáta árið 2030 og íbúar í Þrándheimi í dag. Þrándheimur mun vera á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík og íbúar álíka margir. Við Reykvíkingar höfum alla möguleika til að skipuleggja vistvæna, og um leið heilsusamlega, hagkvæma og aðlaðandi borg. Umhverfið er á okkar ábyrgð. Okkar allra. Dagur Jarðar minnir okkur á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Loftslagsmál Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Haldið hefur verið upp á Dag Jarðar síðan 1970 þegar vitund almennings um mikilvægi umhverfismála var að vakna. Jarðardeginum, 22. apríl, er ætlað að efla þessa vitund. Milljónir manna í 190 löndum taka þátt í honum. Mikilvægi umhverfisverndar hefur líklega aldrei verið jafnmikið og í dag. Í nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að hlýnun jarðar af mannavöldum muni hafa alvarleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim. Jarðardagurinn er í ár helgaður borgunum á jörðinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum átaki sem kallast „Grænar borgir“. Markmiðið er að hvetja borgarbúa og borgaryfirvöld til að einbeita sér að því að skipuleggja borgirnar betur, minnka losun gróðurhúsalofttegunda og nota meira af endurnýjanlegri orku. Íslendingar geta ekki staðið álengdar, langt norður í Atlantshafi, og litið á yfirvofandi hörmungar sem tækifæri til að græða á. Í Reykjavík hefur náðst þverpólitísk sátt um nýtt aðalskipulag þar sem sett eru fram metnaðarfull markmið um að umhverfisgæði í Reykjavík verði til fyrirmyndar á heimsvísu. Í skipulaginu er sett fram áætlun um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35% til ársins 2030, meðal annars með því að nota vistvæna orku á bílaflotann í auknum mæli. Gert er ráð fyrir að stytta vegalengdir í borginni með því að þétta hana. Þéttingin er mikilvæg forsenda fyrir vistvænum úrbótum í samgöngumálum. Hlutdeild strætó í ferðum í og úr vinnu mun vaxa úr 4% í 12% og hlutdeild gangandi og hjólandi fer úr 19% í 30%. Rétt er að taka fram að náist þessi markmið, verðum við Reykvíkingar með svipað hlutfall vistvænna ferðamáta árið 2030 og íbúar í Þrándheimi í dag. Þrándheimur mun vera á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík og íbúar álíka margir. Við Reykvíkingar höfum alla möguleika til að skipuleggja vistvæna, og um leið heilsusamlega, hagkvæma og aðlaðandi borg. Umhverfið er á okkar ábyrgð. Okkar allra. Dagur Jarðar minnir okkur á það.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar