Borgardagur jarðar Hjálmar Sveinsson skrifar 22. apríl 2014 07:00 Haldið hefur verið upp á Dag Jarðar síðan 1970 þegar vitund almennings um mikilvægi umhverfismála var að vakna. Jarðardeginum, 22. apríl, er ætlað að efla þessa vitund. Milljónir manna í 190 löndum taka þátt í honum. Mikilvægi umhverfisverndar hefur líklega aldrei verið jafnmikið og í dag. Í nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að hlýnun jarðar af mannavöldum muni hafa alvarleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim. Jarðardagurinn er í ár helgaður borgunum á jörðinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum átaki sem kallast „Grænar borgir“. Markmiðið er að hvetja borgarbúa og borgaryfirvöld til að einbeita sér að því að skipuleggja borgirnar betur, minnka losun gróðurhúsalofttegunda og nota meira af endurnýjanlegri orku. Íslendingar geta ekki staðið álengdar, langt norður í Atlantshafi, og litið á yfirvofandi hörmungar sem tækifæri til að græða á. Í Reykjavík hefur náðst þverpólitísk sátt um nýtt aðalskipulag þar sem sett eru fram metnaðarfull markmið um að umhverfisgæði í Reykjavík verði til fyrirmyndar á heimsvísu. Í skipulaginu er sett fram áætlun um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35% til ársins 2030, meðal annars með því að nota vistvæna orku á bílaflotann í auknum mæli. Gert er ráð fyrir að stytta vegalengdir í borginni með því að þétta hana. Þéttingin er mikilvæg forsenda fyrir vistvænum úrbótum í samgöngumálum. Hlutdeild strætó í ferðum í og úr vinnu mun vaxa úr 4% í 12% og hlutdeild gangandi og hjólandi fer úr 19% í 30%. Rétt er að taka fram að náist þessi markmið, verðum við Reykvíkingar með svipað hlutfall vistvænna ferðamáta árið 2030 og íbúar í Þrándheimi í dag. Þrándheimur mun vera á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík og íbúar álíka margir. Við Reykvíkingar höfum alla möguleika til að skipuleggja vistvæna, og um leið heilsusamlega, hagkvæma og aðlaðandi borg. Umhverfið er á okkar ábyrgð. Okkar allra. Dagur Jarðar minnir okkur á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Loftslagsmál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Haldið hefur verið upp á Dag Jarðar síðan 1970 þegar vitund almennings um mikilvægi umhverfismála var að vakna. Jarðardeginum, 22. apríl, er ætlað að efla þessa vitund. Milljónir manna í 190 löndum taka þátt í honum. Mikilvægi umhverfisverndar hefur líklega aldrei verið jafnmikið og í dag. Í nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að hlýnun jarðar af mannavöldum muni hafa alvarleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim. Jarðardagurinn er í ár helgaður borgunum á jörðinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum átaki sem kallast „Grænar borgir“. Markmiðið er að hvetja borgarbúa og borgaryfirvöld til að einbeita sér að því að skipuleggja borgirnar betur, minnka losun gróðurhúsalofttegunda og nota meira af endurnýjanlegri orku. Íslendingar geta ekki staðið álengdar, langt norður í Atlantshafi, og litið á yfirvofandi hörmungar sem tækifæri til að græða á. Í Reykjavík hefur náðst þverpólitísk sátt um nýtt aðalskipulag þar sem sett eru fram metnaðarfull markmið um að umhverfisgæði í Reykjavík verði til fyrirmyndar á heimsvísu. Í skipulaginu er sett fram áætlun um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35% til ársins 2030, meðal annars með því að nota vistvæna orku á bílaflotann í auknum mæli. Gert er ráð fyrir að stytta vegalengdir í borginni með því að þétta hana. Þéttingin er mikilvæg forsenda fyrir vistvænum úrbótum í samgöngumálum. Hlutdeild strætó í ferðum í og úr vinnu mun vaxa úr 4% í 12% og hlutdeild gangandi og hjólandi fer úr 19% í 30%. Rétt er að taka fram að náist þessi markmið, verðum við Reykvíkingar með svipað hlutfall vistvænna ferðamáta árið 2030 og íbúar í Þrándheimi í dag. Þrándheimur mun vera á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík og íbúar álíka margir. Við Reykvíkingar höfum alla möguleika til að skipuleggja vistvæna, og um leið heilsusamlega, hagkvæma og aðlaðandi borg. Umhverfið er á okkar ábyrgð. Okkar allra. Dagur Jarðar minnir okkur á það.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar