Ekki kasta því góða fyrir róða Ingimar Einarsson skrifar 15. apríl 2014 07:00 Mikið fagnaðarefni er hversu skipulegri stefnumótun og áætlanagerð er nú gert hærra undir höfði í þjóðfélaginu en áður var. Á það ekki aðeins við í atvinnulífinu heldur hafa mikil umskipti orðið hjá hinu opinbera í þessum efnum. Nýlega gaf Stjórnarráð Íslands út sérstaka handbók um stefnumótun og áætlanagerð sem örugglega á eftir að nýtast vel einstökum ráðuneytum. Í heilbrigðismálum hefur verið hefð fyrir langtímastefnumótun og hver heilbrigðisáætlunin leyst aðra af hólmi á liðnum áratugum. Þannig hefur heilbrigðisáætlun til ársins 2020 verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Mikilvægt er að ný áætlun hafi einhver tengsl við fyrri áætlanir og er því nauðsynlegt að gera grein fyrir þróuninni síðustu áratugi.Heilbrigði allra árið 2000 Árið 1977 samþykkti Alþjóðaheilbrigðisþingið ályktunina um „Heilbrigði allra árið 2000“, sem ári síðar lá til grundvallar Alma Ata-yfirlýsingunni, þar sem megináherslan er lögð á grunnþjónustuna. Þessar ályktanir lágu síðan til grundvallar þeim 38 heilbrigðismarkmiðum sem Evrópuríki settu sér árið 1984. Árið 1987 var lögð fram þingsályktunartillaga á Alþingi um íslenska heilbrigðisáætlun, en hún hlaut ekki samþykki þingsins fyrr en á árinu 1991. Á þeim tíma var lítill skilningur á því að ráðast í gerð heilbrigðisáætlunar og það var ekki fyrr en forstjóri WHO, Dr. Halfdan Mahler, kom á Heilbrigðisþing á Íslandi árið 1988 að ráðamönnum varð ljóst að þeir yrðu að taka sig á í þessum efnum.Áætlun til 2010 Á tíunda áratugnum var mikil umræða um forgangsröðun og stefnumótun í heilbrigðismálum. Tveimur nefndum var komið á fót. Annars vegar nefnd um forgangsröðun í heilbrigðismálum, og hins vegar nefnd sem falið var að endurskoða heilbrigðisáætlunina í samræmi við breytingar á heilbrigðisþjónustu innanlands sem utan. Afraksturinn af þeirri vinnu var ný heilbrigðisáætlun til ársins 2010 sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001. Sú heilbrigðisáætlun markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru um leið innleidd mælanleg markmið, þannig að á gildistímabili áætlunarinnar var auðveldara en áður að fylgjast með framvindunni og í lokin meta árangurinn af framkvæmd hennar.Heilsa 2020 Heilbrigðisáætlunin til ársins 2010 rann sitt skeið í lok fyrsta áratugar aldarinnar og um svipað leyti hófst vinna við gerð nýrrar áætlunar til ársins 2020. Í byrjun var aðallega horft til skýrslu nefndar WHO frá 2008 um félagslega áhrifavalda heilsu og þar næst stefnumörkunar Evrópudeildar WHO í heilbrigðismálum til ársins 2020 (Health 2020). Í þeirri stefnu er lögð áhersla á að aðildarríkin vinni sérstaklega að bættri heilsu og vellíðan fólks, dragi úr ójöfnuði, styrki lýðheilsu og tryggi notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi, sem er um leið almennt, sanngjarnt og sjálfbært og uppfyllir einnig ýtrustu gæðakröfur. Til viðbótar hefur greining ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group á íslensku heilbrigðiskerfi verið lögð til grundvallar frekari útfærslu á afmörkuðum verkefnum.Úrbætur Í úttekt Boston Consulting Group var reynt að draga fram megineinkenni heilbrigðiskerfisins og þau borin saman við fyrirkomulag heilbrigðismála í nágrannalöndunum. Alþjóðlegur samanburður sýnir að árangur heilbrigðisþjónustu á Íslandi er með því besta sem gerist í heiminum. Erlendu ráðgjafarnir töldu þó að ýmislegt mætti betur fara og hefur þegar verið ráðist í verkefni sem gengur undir heitinu Betri heilbrigðisþjónusta 2013-2017 og falla þar undir þjónustustýring, hagræðing í rekstri, greiðsluþátttaka einstaklinga, samtengd rafræn sjúkraskrá o.fl. Vandi heilbrigðiskerfisins er engu að síður mikill og kallar á víðtækar úrbætur og reyndar endurskipulagningu helstu þjónustuþátta. Það verður að tryggja betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu. Heilsugæsla verður að geta sinnt hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustunni og sjúkrahúsin verða að geta annað flestum verkefnum sínum innan tiltekinna tímamarka. Jafnframt þarf að koma á betra skipulagi á sérfræðiþjónustu lækna utan sjúkrahúsa. Þetta kallar óhjákvæmilega á að mótuð verði skýrari heildarsýn og stefnumörkun til lengri tíma. Heilbrigðisáætlunum verður einfaldlega ekki kastað fyrir róða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikið fagnaðarefni er hversu skipulegri stefnumótun og áætlanagerð er nú gert hærra undir höfði í þjóðfélaginu en áður var. Á það ekki aðeins við í atvinnulífinu heldur hafa mikil umskipti orðið hjá hinu opinbera í þessum efnum. Nýlega gaf Stjórnarráð Íslands út sérstaka handbók um stefnumótun og áætlanagerð sem örugglega á eftir að nýtast vel einstökum ráðuneytum. Í heilbrigðismálum hefur verið hefð fyrir langtímastefnumótun og hver heilbrigðisáætlunin leyst aðra af hólmi á liðnum áratugum. Þannig hefur heilbrigðisáætlun til ársins 2020 verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Mikilvægt er að ný áætlun hafi einhver tengsl við fyrri áætlanir og er því nauðsynlegt að gera grein fyrir þróuninni síðustu áratugi.Heilbrigði allra árið 2000 Árið 1977 samþykkti Alþjóðaheilbrigðisþingið ályktunina um „Heilbrigði allra árið 2000“, sem ári síðar lá til grundvallar Alma Ata-yfirlýsingunni, þar sem megináherslan er lögð á grunnþjónustuna. Þessar ályktanir lágu síðan til grundvallar þeim 38 heilbrigðismarkmiðum sem Evrópuríki settu sér árið 1984. Árið 1987 var lögð fram þingsályktunartillaga á Alþingi um íslenska heilbrigðisáætlun, en hún hlaut ekki samþykki þingsins fyrr en á árinu 1991. Á þeim tíma var lítill skilningur á því að ráðast í gerð heilbrigðisáætlunar og það var ekki fyrr en forstjóri WHO, Dr. Halfdan Mahler, kom á Heilbrigðisþing á Íslandi árið 1988 að ráðamönnum varð ljóst að þeir yrðu að taka sig á í þessum efnum.Áætlun til 2010 Á tíunda áratugnum var mikil umræða um forgangsröðun og stefnumótun í heilbrigðismálum. Tveimur nefndum var komið á fót. Annars vegar nefnd um forgangsröðun í heilbrigðismálum, og hins vegar nefnd sem falið var að endurskoða heilbrigðisáætlunina í samræmi við breytingar á heilbrigðisþjónustu innanlands sem utan. Afraksturinn af þeirri vinnu var ný heilbrigðisáætlun til ársins 2010 sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001. Sú heilbrigðisáætlun markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru um leið innleidd mælanleg markmið, þannig að á gildistímabili áætlunarinnar var auðveldara en áður að fylgjast með framvindunni og í lokin meta árangurinn af framkvæmd hennar.Heilsa 2020 Heilbrigðisáætlunin til ársins 2010 rann sitt skeið í lok fyrsta áratugar aldarinnar og um svipað leyti hófst vinna við gerð nýrrar áætlunar til ársins 2020. Í byrjun var aðallega horft til skýrslu nefndar WHO frá 2008 um félagslega áhrifavalda heilsu og þar næst stefnumörkunar Evrópudeildar WHO í heilbrigðismálum til ársins 2020 (Health 2020). Í þeirri stefnu er lögð áhersla á að aðildarríkin vinni sérstaklega að bættri heilsu og vellíðan fólks, dragi úr ójöfnuði, styrki lýðheilsu og tryggi notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi, sem er um leið almennt, sanngjarnt og sjálfbært og uppfyllir einnig ýtrustu gæðakröfur. Til viðbótar hefur greining ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group á íslensku heilbrigðiskerfi verið lögð til grundvallar frekari útfærslu á afmörkuðum verkefnum.Úrbætur Í úttekt Boston Consulting Group var reynt að draga fram megineinkenni heilbrigðiskerfisins og þau borin saman við fyrirkomulag heilbrigðismála í nágrannalöndunum. Alþjóðlegur samanburður sýnir að árangur heilbrigðisþjónustu á Íslandi er með því besta sem gerist í heiminum. Erlendu ráðgjafarnir töldu þó að ýmislegt mætti betur fara og hefur þegar verið ráðist í verkefni sem gengur undir heitinu Betri heilbrigðisþjónusta 2013-2017 og falla þar undir þjónustustýring, hagræðing í rekstri, greiðsluþátttaka einstaklinga, samtengd rafræn sjúkraskrá o.fl. Vandi heilbrigðiskerfisins er engu að síður mikill og kallar á víðtækar úrbætur og reyndar endurskipulagningu helstu þjónustuþátta. Það verður að tryggja betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu. Heilsugæsla verður að geta sinnt hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustunni og sjúkrahúsin verða að geta annað flestum verkefnum sínum innan tiltekinna tímamarka. Jafnframt þarf að koma á betra skipulagi á sérfræðiþjónustu lækna utan sjúkrahúsa. Þetta kallar óhjákvæmilega á að mótuð verði skýrari heildarsýn og stefnumörkun til lengri tíma. Heilbrigðisáætlunum verður einfaldlega ekki kastað fyrir róða.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun