Af fundarsetu bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi Margrét Lind Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2014 07:00 Það var aldeilis áhugaverð frétt í Morgunblaðinu sunnudaginn 29. mars um bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi en þar kemur fram að fundirnir séu yfirleitt mjög stuttir. Þetta er allt gott og blessað og er það svo að bæjarmál eru þess eðlis að meiri- og minnihluti vinna sameiginlega að hagsmunum bæjarbúa og eins og fram kemur þá fer mikið starf fram innan nefndanna. Við í Samfylkingunni fögnum því sem vel er gert og vinnum svo sannarlega með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Það er hins vegar ekki ávallt þannig að við séum sammála um málefni eða hvernig staðið er að þeim og þykir mér þessi fréttaflutningur ákaflega einhliða og óneitanlega veltir maður fyrir sér hvort tilgangurinn hefur verið sá einn að hampa meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness, þ.e. Sjálfstæðisflokknum, þar sem ekkert var rætt við minnihlutann við gerð þessarar fréttar. Það er í raun látið í það skína að við séum sammála um allt og að engin ágreiningsmál séu til staðar. Það er nú ekki alveg svo enda er berlega hægt að sjá það á fundargerðum bæjarins að tekist er á um hin ýmsu málefni bæjarins þegar svo ber undir og má til dæmis benda á að Samfylkingin sat hjá vegna fjárhagsáætlunar bæjarins 2014 og einnig þriggja ára fjárhagsáætlun og er hægt að lesa bókanir þar um og ótalmargt fleira. Það er rétt sem kemur fram í fréttinni að góð og mikilvæg vinna fer fram í nefndum bæjarins en þó er það svo að það eru ekki allar ákvarðanir teknar á nefndarfundum. Því miður hefur borið á því að nefndir hafa verið sniðgengnar um sum málefni og ákvarðanir verið teknar án þess að fyrir liggi samþykki nefnda þar um og afgreiðslan eftir því. Ég tel heillavænlegra að viðhafa þannig vinnubrögð að ákvarðanir séu byggðar á ígrunduðum faglegum vinnubrögðum og allar upplýsingar liggi fyrir til hagsbóta fyrir bæjarfélagið. Það er nefnilega svo margt sem gerist á vettvangi bæjarstjórnar og ætti umræðan að snúast um annað og meira en stuttar fundarsetur. Við sem störfum fyrir Samfylkinguna á Seltjarnarnesi höfum ávallt hagsmuni bæjarbúa og starfsmanna að leiðarljósi í öllu okkar starfi og umfram allt að fagleg vinnubrögð séu viðhöfð í hvívetna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Það var aldeilis áhugaverð frétt í Morgunblaðinu sunnudaginn 29. mars um bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi en þar kemur fram að fundirnir séu yfirleitt mjög stuttir. Þetta er allt gott og blessað og er það svo að bæjarmál eru þess eðlis að meiri- og minnihluti vinna sameiginlega að hagsmunum bæjarbúa og eins og fram kemur þá fer mikið starf fram innan nefndanna. Við í Samfylkingunni fögnum því sem vel er gert og vinnum svo sannarlega með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Það er hins vegar ekki ávallt þannig að við séum sammála um málefni eða hvernig staðið er að þeim og þykir mér þessi fréttaflutningur ákaflega einhliða og óneitanlega veltir maður fyrir sér hvort tilgangurinn hefur verið sá einn að hampa meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness, þ.e. Sjálfstæðisflokknum, þar sem ekkert var rætt við minnihlutann við gerð þessarar fréttar. Það er í raun látið í það skína að við séum sammála um allt og að engin ágreiningsmál séu til staðar. Það er nú ekki alveg svo enda er berlega hægt að sjá það á fundargerðum bæjarins að tekist er á um hin ýmsu málefni bæjarins þegar svo ber undir og má til dæmis benda á að Samfylkingin sat hjá vegna fjárhagsáætlunar bæjarins 2014 og einnig þriggja ára fjárhagsáætlun og er hægt að lesa bókanir þar um og ótalmargt fleira. Það er rétt sem kemur fram í fréttinni að góð og mikilvæg vinna fer fram í nefndum bæjarins en þó er það svo að það eru ekki allar ákvarðanir teknar á nefndarfundum. Því miður hefur borið á því að nefndir hafa verið sniðgengnar um sum málefni og ákvarðanir verið teknar án þess að fyrir liggi samþykki nefnda þar um og afgreiðslan eftir því. Ég tel heillavænlegra að viðhafa þannig vinnubrögð að ákvarðanir séu byggðar á ígrunduðum faglegum vinnubrögðum og allar upplýsingar liggi fyrir til hagsbóta fyrir bæjarfélagið. Það er nefnilega svo margt sem gerist á vettvangi bæjarstjórnar og ætti umræðan að snúast um annað og meira en stuttar fundarsetur. Við sem störfum fyrir Samfylkinguna á Seltjarnarnesi höfum ávallt hagsmuni bæjarbúa og starfsmanna að leiðarljósi í öllu okkar starfi og umfram allt að fagleg vinnubrögð séu viðhöfð í hvívetna.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun