Að gera hreint fyrir sínum dyrum Jón Bjarnason skrifar 9. apríl 2014 07:00 Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann og gæluverkefnastyrki úr sjóðum Evrópusambandsins? Hvert sveitarfélagið á fætur öðru ályktar nú um að áfram skuli haldið aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið. Á þessu eru þó sem betur fer heiðarlegar undantekningar. Fyrst var það stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga með borgarstjóraefnin Halldór Halldórsson og Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar. Stjórn sambandsins sendi út yfirlýsingu nú í febrúar um að umsóknarferlið væri gríðarlegt hagsmunamál sveitarfélaganna. Á eftir þeim kom svo Reykjavíkurborg sjálf með áskorun um að halda innlimunarferlinu áfram. Þá fylgdu Kópavogur og Hafnarfjörður á eftir sem ekki vildu vera minni menn í þessum efnum. Filippus Makedóníukonungur, faðir Alexanders mikla, sagði að engir borgarmúrar væri það háir að asni klyfjaður gulli kæmist ekki þar yfir. Það eru vafalaust orð að sönnu. Sveitarstjórnarfólkið sem nú er að álykta veit vel að umsóknin var komin í strand og ferlinu verður ekki haldið áfram nema Alþingi falli fyrst frá þeim fyrirvörum sem settir voru með umsókninni, þar á meðal fullveldi og forræði yfir fiskveiðiauðlindinni. Það er hins vegar ófrávíkjanleg krafa ESB að forræði fiskveiðiauðlindarinnar fari undir sameiginlega stjórn ESB í Brüssel. Krafa sveitarstjórnarmanna í þessum bæjarfélögunum um áframhald samninga er jafnframt krafa um að gefnir séu eftir þeir grundvallarfyrirvarar sem settir voru af Alþingi fyrir samningum í upphafi.Fullt af evrum í vasann Ég velti því fyrir mér hvort allur almenningur veit hvað hefur gengið stanslaust á síðustu misseri í utanferðum til Brüssel. Ótrúlegur fjöldi, heilar hópferðir sveitarstjórnarmanna, starfsmanna bæjarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka og fjölmiðla hafa streymt í svokallaðar „kynnisferðir“ til Brüssel. Það er „sendiráð“ Evrópusambandsins hér á landi sem hefur milligöngu um þessar heimsóknir samkvæmt sérstakri áætlun (European Union Visitors Program). Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu „sendiráðsins“ eru þessar heimsóknir fjármagnaðar af Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. En þar segir: „Markmiðið er að auka tengsl og gagnkvæma þekkingu á ESB og viðkomandi landi. Hver heimsókn stendur yfir í 5 til 8 daga og er sniðin að þörfum hvers og eins. ESB greiðir fyrir ferðir og uppihald.“ Og hverjir eru það sem geta tekið þátt og þegið þessi boð? Jú, þeir sem „starfa í stjórnmálum, stjórnsýslu, hjá fjölmiðlum, hagsmunasamtökum eða við fræðastörf“.„Asninn klyfjaður gulli“ Og hvað er í boði? Jú, frítt far frá heimastað til Brüssel, ókeypis dvöl á hóteli með morgunmat og nokkur hundruð evrur í eyðslufé, afhentar í umslagi við komuna til Brüssel. Ég veit um tiltekin dæmi, 340 evrur í vasann fyrir fjögurra daga ferð. Það væri fróðlegt að vita hve margir tugir ef ekki hundruð sveitarstjórnarmanna og starfsmanna á þeirra vegum svo og fjölmiðla og hagsmunasamtaka hafa fengið slík boð og þegið jafnvel oftar en einu sinni. Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann? Er að furða þótt borgarmúrarnir falli þegar gullið birtist?Geri hreint fyrir sínum dyrum Mér finnst það eðlileg lágmarkskrafa að þau sveitarfélög sem nú álykta um áframhald aðlögunarviðræðna við ESB upplýsi hvað þau og einstaka sveitarstjórnarmenn og starfsfólk á þeirra vegum hafa fengið í slíkum framlögum frá ESB. Jafnframt væri fróðlegt að vita hvað félagsmenn, starfsmenn og stjórnarmenn þeirra samtaka og fyrirtækja sem nú beita sér harðast fyrir áframhaldandi aðlögunarferli að ESB og inngöngu í sambandið hafa þegið í slíkum greiðslum. Fjölmiðlafólk er sérstaklega nefnt í „heimsóknaráætlun“ Evrópusambandsins. Kannski ætti það líka að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann og gæluverkefnastyrki úr sjóðum Evrópusambandsins? Hvert sveitarfélagið á fætur öðru ályktar nú um að áfram skuli haldið aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið. Á þessu eru þó sem betur fer heiðarlegar undantekningar. Fyrst var það stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga með borgarstjóraefnin Halldór Halldórsson og Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar. Stjórn sambandsins sendi út yfirlýsingu nú í febrúar um að umsóknarferlið væri gríðarlegt hagsmunamál sveitarfélaganna. Á eftir þeim kom svo Reykjavíkurborg sjálf með áskorun um að halda innlimunarferlinu áfram. Þá fylgdu Kópavogur og Hafnarfjörður á eftir sem ekki vildu vera minni menn í þessum efnum. Filippus Makedóníukonungur, faðir Alexanders mikla, sagði að engir borgarmúrar væri það háir að asni klyfjaður gulli kæmist ekki þar yfir. Það eru vafalaust orð að sönnu. Sveitarstjórnarfólkið sem nú er að álykta veit vel að umsóknin var komin í strand og ferlinu verður ekki haldið áfram nema Alþingi falli fyrst frá þeim fyrirvörum sem settir voru með umsókninni, þar á meðal fullveldi og forræði yfir fiskveiðiauðlindinni. Það er hins vegar ófrávíkjanleg krafa ESB að forræði fiskveiðiauðlindarinnar fari undir sameiginlega stjórn ESB í Brüssel. Krafa sveitarstjórnarmanna í þessum bæjarfélögunum um áframhald samninga er jafnframt krafa um að gefnir séu eftir þeir grundvallarfyrirvarar sem settir voru af Alþingi fyrir samningum í upphafi.Fullt af evrum í vasann Ég velti því fyrir mér hvort allur almenningur veit hvað hefur gengið stanslaust á síðustu misseri í utanferðum til Brüssel. Ótrúlegur fjöldi, heilar hópferðir sveitarstjórnarmanna, starfsmanna bæjarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka og fjölmiðla hafa streymt í svokallaðar „kynnisferðir“ til Brüssel. Það er „sendiráð“ Evrópusambandsins hér á landi sem hefur milligöngu um þessar heimsóknir samkvæmt sérstakri áætlun (European Union Visitors Program). Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu „sendiráðsins“ eru þessar heimsóknir fjármagnaðar af Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. En þar segir: „Markmiðið er að auka tengsl og gagnkvæma þekkingu á ESB og viðkomandi landi. Hver heimsókn stendur yfir í 5 til 8 daga og er sniðin að þörfum hvers og eins. ESB greiðir fyrir ferðir og uppihald.“ Og hverjir eru það sem geta tekið þátt og þegið þessi boð? Jú, þeir sem „starfa í stjórnmálum, stjórnsýslu, hjá fjölmiðlum, hagsmunasamtökum eða við fræðastörf“.„Asninn klyfjaður gulli“ Og hvað er í boði? Jú, frítt far frá heimastað til Brüssel, ókeypis dvöl á hóteli með morgunmat og nokkur hundruð evrur í eyðslufé, afhentar í umslagi við komuna til Brüssel. Ég veit um tiltekin dæmi, 340 evrur í vasann fyrir fjögurra daga ferð. Það væri fróðlegt að vita hve margir tugir ef ekki hundruð sveitarstjórnarmanna og starfsmanna á þeirra vegum svo og fjölmiðla og hagsmunasamtaka hafa fengið slík boð og þegið jafnvel oftar en einu sinni. Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann? Er að furða þótt borgarmúrarnir falli þegar gullið birtist?Geri hreint fyrir sínum dyrum Mér finnst það eðlileg lágmarkskrafa að þau sveitarfélög sem nú álykta um áframhald aðlögunarviðræðna við ESB upplýsi hvað þau og einstaka sveitarstjórnarmenn og starfsfólk á þeirra vegum hafa fengið í slíkum framlögum frá ESB. Jafnframt væri fróðlegt að vita hvað félagsmenn, starfsmenn og stjórnarmenn þeirra samtaka og fyrirtækja sem nú beita sér harðast fyrir áframhaldandi aðlögunarferli að ESB og inngöngu í sambandið hafa þegið í slíkum greiðslum. Fjölmiðlafólk er sérstaklega nefnt í „heimsóknaráætlun“ Evrópusambandsins. Kannski ætti það líka að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar