Þykir þér vænt um börnin þín? Úrsúla Jünemann skrifar 3. apríl 2014 07:00 Börnin okkar munu erfa landið. Við sem ráðum núna ferðinni að einhverju leyti höfum mikið um það að segja í hvaða ástandi jörðin mun verða þegar börnin og barnabörnin okkar taka við. Munu börnin okkar taka við góðu búi eða er þeim ætlað að glíma við fullt af óleystum vandamálum sem við nennum ekki að reyna að leysa og ýtum bara á undan okkur yfir á næstu kynslóðir. Gjörið þið svo vel, nú eigið þið leik! Og komið þessu nú í lag! Það er eðlilegt bæði mönnum og dýrum að þykja vænt um afkvæmin sín. Mér þykir líka vænt um börnin mín og ég verð hrygg þegar ég hugsa um framtíð þeirra. Það eru svo mörg vandamál sem hrúgast upp og munu skella með fullum þunga á næstu kynslóðir. Ég ætla alls ekki að mála skrattann á vegginn en við getum ekki lengur horft fram hjá því að alvarlegar breytingar eiga sér stað á okkar ástkæru jörð: Mannkyninu fer fjölgandi hratt og allir þurfa lífsrými, mat og sérstaklega gott neysluvatn. En ennþá eru menn að menga ár og vötn eins og enginn sé morgundagurinn. Jörðin okkar er að hitna sökum þess að við sleppum allt of miklu af koltvísýringi út í andrúmsloftið með því að brenna jarðeldsneyti og þá sérstaklega olíu. En samt renna menn hýrum augum til þess möguleika að olíu sé að finna á Drekasvæðinu í staðinn fyrir að þróa aðra vistvænni orkugjafa. Það er verið að ganga á skóglendi víða um heim og eyðing hitabeltisfrumskóga er þar sérlega ógnvænleg því að þar á sér stað mikil kolefnisbinding sem vinnur á móti gróðurhúsaáhrifum og hnattrænni hitaaukningu. Jörðin okkar er að drukkna í úrgangi og rusli sem við nennum ekki að vinna úr og endurnýta. Ennþá virðist „hagkvæmara“ að búa til nýtt úr grunnhráefnum heldur en að endurnýta og endurvinna. Heimshöfin eru að súrna sökum of mikils magns af koltvísýringi. Það þýðir að margar lífverur eiga erfitt með að lifa af. Til dæmis eru skeldýr og kóralar í mikilli hættu sökum þess að kalkefnin eyðast í of súrum sjó. Þetta hefur auðvitað alvarlegar afleiðingar á fiskistofna. Þetta allt gerist ekki í óráðinni framtíð heldur er að gerast NÚNA! Og heldur áfram að gerast ef við bregðumst ekki við. Hvernig getum við þá brugðist við? Er þetta ekki vonlaust? Ráðum við einhverju? Við getum gert margt Lesendur góðir, þið sem hafið nennt að lesa þetta hingað til, hvað getið þið gert? Jú, það er margt sem þið og ég getum gert: Við getum sagt stopp við stjórnvöld sem sinna ekki umhverfismálum. Við getum mótmælt því að fallega landið okkar verði eyðilagt í þágu einhverrar gróðahyggju. Við getum sagt stopp við frekari stóriðju og virkjunarframkvæmdum, gleymum ekki Drekasvæðinu og varhugaverðum plönum um olíuvinnslu þar. Við getum kennt börnunum okkar að umgangast náttúruna af virðingu og varkárni. Mörg íslensk börn eru vön að valsa um, brjóta og bramla í leikjum sínum án þess að virða afgirt svæði og viðkvæman gróður. Við getum notað almenningssamgöngur, hjólað eða gengið stuttar vegalengdir og hvílt bílinn þannig um stund. Og við getum skipulagt okkur betur, sameinast í ferðir og tengt mörg erindi saman í sömu ferð. Við getum örugglega sleppt því að kaupa plastpoka í hverri búðarferð og koma frekar með margnota innkaupapoka eða nota pappakassa sem falla til í búðinni. Undir ruslið heima er hægt að kaupa vistvæna poka sem eyðast skjótt. Þeir kosta ekki meira en venjulegir innkaupaplastpokar sem verða eftir í náttúrunni í meira en hundrað ár. Við getum breytt neysluvenjum okkar pínulítið. Við getum keypt vistvænar vörur. Við getum nýtt matvörurnar betur og látið það stundum vera að kaupa alltaf það nýjasta og flottasta. Hugsum hnattrænt en framkvæmum í okkar nánasta umhverfi. Hver og einn getur lagt sitt lóð á vogarskálina til að börnin fái jörðina afhenta í ekki lakara ástandi en hún er í nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Börnin okkar munu erfa landið. Við sem ráðum núna ferðinni að einhverju leyti höfum mikið um það að segja í hvaða ástandi jörðin mun verða þegar börnin og barnabörnin okkar taka við. Munu börnin okkar taka við góðu búi eða er þeim ætlað að glíma við fullt af óleystum vandamálum sem við nennum ekki að reyna að leysa og ýtum bara á undan okkur yfir á næstu kynslóðir. Gjörið þið svo vel, nú eigið þið leik! Og komið þessu nú í lag! Það er eðlilegt bæði mönnum og dýrum að þykja vænt um afkvæmin sín. Mér þykir líka vænt um börnin mín og ég verð hrygg þegar ég hugsa um framtíð þeirra. Það eru svo mörg vandamál sem hrúgast upp og munu skella með fullum þunga á næstu kynslóðir. Ég ætla alls ekki að mála skrattann á vegginn en við getum ekki lengur horft fram hjá því að alvarlegar breytingar eiga sér stað á okkar ástkæru jörð: Mannkyninu fer fjölgandi hratt og allir þurfa lífsrými, mat og sérstaklega gott neysluvatn. En ennþá eru menn að menga ár og vötn eins og enginn sé morgundagurinn. Jörðin okkar er að hitna sökum þess að við sleppum allt of miklu af koltvísýringi út í andrúmsloftið með því að brenna jarðeldsneyti og þá sérstaklega olíu. En samt renna menn hýrum augum til þess möguleika að olíu sé að finna á Drekasvæðinu í staðinn fyrir að þróa aðra vistvænni orkugjafa. Það er verið að ganga á skóglendi víða um heim og eyðing hitabeltisfrumskóga er þar sérlega ógnvænleg því að þar á sér stað mikil kolefnisbinding sem vinnur á móti gróðurhúsaáhrifum og hnattrænni hitaaukningu. Jörðin okkar er að drukkna í úrgangi og rusli sem við nennum ekki að vinna úr og endurnýta. Ennþá virðist „hagkvæmara“ að búa til nýtt úr grunnhráefnum heldur en að endurnýta og endurvinna. Heimshöfin eru að súrna sökum of mikils magns af koltvísýringi. Það þýðir að margar lífverur eiga erfitt með að lifa af. Til dæmis eru skeldýr og kóralar í mikilli hættu sökum þess að kalkefnin eyðast í of súrum sjó. Þetta hefur auðvitað alvarlegar afleiðingar á fiskistofna. Þetta allt gerist ekki í óráðinni framtíð heldur er að gerast NÚNA! Og heldur áfram að gerast ef við bregðumst ekki við. Hvernig getum við þá brugðist við? Er þetta ekki vonlaust? Ráðum við einhverju? Við getum gert margt Lesendur góðir, þið sem hafið nennt að lesa þetta hingað til, hvað getið þið gert? Jú, það er margt sem þið og ég getum gert: Við getum sagt stopp við stjórnvöld sem sinna ekki umhverfismálum. Við getum mótmælt því að fallega landið okkar verði eyðilagt í þágu einhverrar gróðahyggju. Við getum sagt stopp við frekari stóriðju og virkjunarframkvæmdum, gleymum ekki Drekasvæðinu og varhugaverðum plönum um olíuvinnslu þar. Við getum kennt börnunum okkar að umgangast náttúruna af virðingu og varkárni. Mörg íslensk börn eru vön að valsa um, brjóta og bramla í leikjum sínum án þess að virða afgirt svæði og viðkvæman gróður. Við getum notað almenningssamgöngur, hjólað eða gengið stuttar vegalengdir og hvílt bílinn þannig um stund. Og við getum skipulagt okkur betur, sameinast í ferðir og tengt mörg erindi saman í sömu ferð. Við getum örugglega sleppt því að kaupa plastpoka í hverri búðarferð og koma frekar með margnota innkaupapoka eða nota pappakassa sem falla til í búðinni. Undir ruslið heima er hægt að kaupa vistvæna poka sem eyðast skjótt. Þeir kosta ekki meira en venjulegir innkaupaplastpokar sem verða eftir í náttúrunni í meira en hundrað ár. Við getum breytt neysluvenjum okkar pínulítið. Við getum keypt vistvænar vörur. Við getum nýtt matvörurnar betur og látið það stundum vera að kaupa alltaf það nýjasta og flottasta. Hugsum hnattrænt en framkvæmum í okkar nánasta umhverfi. Hver og einn getur lagt sitt lóð á vogarskálina til að börnin fái jörðina afhenta í ekki lakara ástandi en hún er í nú.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun