Byggjum brýr Líf Magneudóttir skrifar 2. apríl 2014 07:00 Oft er snúið að koma sér aftur út í atvinnulífið eða í skólann eftir að fæðingarorlofi lýkur. Hingað til hafa einu úrræðin verið að koma börnum að hjá dagforeldrum eða inn á svokallaða ungbarnaleikskóla. Það fá ekki allir foreldrar tækifæri til þess. Félagsstofnun stúdenta tekur t.d. við börnum frá 6 mánaða aldri en til að fá pláss þarf viðkomandi að vera skráður í HÍ. Ekki geta allir nýtt sér þetta. Sum sveitarfélög niðurgreiða heldur ekki dagvistunarúrræði í öðrum sveitarfélögum þrátt fyrir að bjóða ekki upp á þjónustu við ung börn. Það getur því verið ærið kostnaðarsamt fyrir marga að nýta sér þjónustu við ung börn. Það sama gildir um dagforeldrakerfið. Biðlistar eru langir og svo er skortur á dagforeldrum í sumum hverfum. Dagvistargjaldið er einnig hærra í báðum tilvikum heldur en í borgarreknum leikskólum og getur foreldra munað um það því ýmiss konar útgjöld fylgja börnum. Vandinn sem blasir við er augljós. Þjónustan sem býðst foreldrum og ungum börnum er af skornum skammti og svo er fæðingarorlofið of stutt og þakið á greiðslum í því of lágt. Á síðasta kjörtímabili var stigið skref í rétta átt þegar Alþingi samþykkti lög um lengingu fæðingarorlofs. Á þessu kjörtímabili voru þau hins vegar afnumin af nýju þingi. Er það mikil afturför í málefnum barnafjölskyldna. Við vinstri græn höfum barist fyrir því að taka börn fyrr inn í borgarrekna leikskóla. Til þess þurfum við að leggja áherslu á þjónustu við ung börn og foreldra þeirra, stækka leikskólana og laða að fleiri leikskólakennara með því m.a. að bæta starfskjör þeirra. Því miður hefur ekki verið pólitískur vilji til að forgangsraða með þessum hætti. Skrefin hafa því ekki verið stigin. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að Reykjavíkurborg gangi fram fyrir skjöldu og hefji vinnuna við það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er ekki bara þjóðhagslega hagkvæmt og sjálfsögð þjónusta við borgarbúa heldur einnig liður í því að jafna stöðu kynjanna og létta fjárhagslegar byrðar barnafjölskyldna. Við vinstri græn höldum áfram að mæla fyrir þessu þar til brúin á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður byggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Líf Magneudóttir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Oft er snúið að koma sér aftur út í atvinnulífið eða í skólann eftir að fæðingarorlofi lýkur. Hingað til hafa einu úrræðin verið að koma börnum að hjá dagforeldrum eða inn á svokallaða ungbarnaleikskóla. Það fá ekki allir foreldrar tækifæri til þess. Félagsstofnun stúdenta tekur t.d. við börnum frá 6 mánaða aldri en til að fá pláss þarf viðkomandi að vera skráður í HÍ. Ekki geta allir nýtt sér þetta. Sum sveitarfélög niðurgreiða heldur ekki dagvistunarúrræði í öðrum sveitarfélögum þrátt fyrir að bjóða ekki upp á þjónustu við ung börn. Það getur því verið ærið kostnaðarsamt fyrir marga að nýta sér þjónustu við ung börn. Það sama gildir um dagforeldrakerfið. Biðlistar eru langir og svo er skortur á dagforeldrum í sumum hverfum. Dagvistargjaldið er einnig hærra í báðum tilvikum heldur en í borgarreknum leikskólum og getur foreldra munað um það því ýmiss konar útgjöld fylgja börnum. Vandinn sem blasir við er augljós. Þjónustan sem býðst foreldrum og ungum börnum er af skornum skammti og svo er fæðingarorlofið of stutt og þakið á greiðslum í því of lágt. Á síðasta kjörtímabili var stigið skref í rétta átt þegar Alþingi samþykkti lög um lengingu fæðingarorlofs. Á þessu kjörtímabili voru þau hins vegar afnumin af nýju þingi. Er það mikil afturför í málefnum barnafjölskyldna. Við vinstri græn höfum barist fyrir því að taka börn fyrr inn í borgarrekna leikskóla. Til þess þurfum við að leggja áherslu á þjónustu við ung börn og foreldra þeirra, stækka leikskólana og laða að fleiri leikskólakennara með því m.a. að bæta starfskjör þeirra. Því miður hefur ekki verið pólitískur vilji til að forgangsraða með þessum hætti. Skrefin hafa því ekki verið stigin. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að Reykjavíkurborg gangi fram fyrir skjöldu og hefji vinnuna við það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er ekki bara þjóðhagslega hagkvæmt og sjálfsögð þjónusta við borgarbúa heldur einnig liður í því að jafna stöðu kynjanna og létta fjárhagslegar byrðar barnafjölskyldna. Við vinstri græn höldum áfram að mæla fyrir þessu þar til brúin á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður byggð.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun