Skammhlaup í Orkustofnun! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 27. mars 2014 07:00 Framlag Orkustofnunar á dögunum til frekari vinnu á sviði verndar annars vegar og mögulegrar nýtingar hins vegar á virkjunarkostum vekur furðu manns hvernig sem á það er litið. Reyndar er of veikt til orða tekið, a.m.k. í mínu tilviki, að tala um furðu. Mér er þetta frumhlaup óskiljanlegt og skapi næst að líta svo á að orðið hafi einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar sem er auðvitað neyðarlegt samanber nafnið. Tillögur Orkustofnunar um 27 nýja virkjanakosti inn í vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun í viðbót við kröfur virkjunaraðila um að halda til streitu svæðum sem þegar hafa verið flokkuð í vernd eru ekkert annað en tilræði. Tilræði við þá viðleitni undangenginna ára að þróa umræðu og aðferðir í þessum vandasama málaflokki í átt til aukinnar sáttar. Afrakstri vinnu að rammaáætlun undangengin ár, staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er einfaldlega gefið langt nef. Flokkun í verndarflokk sem hlotið hefur staðfestingu Alþingis hefur samkvæmt þessu ekkert gildi, ekki einu sinni þegar Orkustofnun á í hlut. Ef Orkustofnun er þeirrar skoðunar að hún geti, eða jafnvel að henni sé skylt eins og allt eins hefur mátt ráða af talsmönnum stofnunarinnar, sent að hennar dómi álitlega virkjunarkosti sem þegar hafa verið flokkaðir í vernd til mats eða endurmats hjá verkefnisstjórn, hvar dregur stofnunin þá mörkin? Af hverju er þá ekki bara allt sem virkjanlegt er alltaf til mats? Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvað þá er orðið um einhverja sátt í þessum efnum.Hafralónsá efri og neðri Frumlegust er þó Orkustofnun þegar hún dregur fram tuttugu ára gamla hvítbók iðnaðarráðuneytisins um hvað sé mögulegt að virkja og gerir að biblíu dagsins eins og ekkert hafi breyst síðan (sjá; Innlendar orkulindir til vinnslu raforku, iðnaðarráðuneytið, 1994). Þaðan fær Orkustofnun þá snjöllu hugmynd að láta nú verkefnisstjórn meta kosti þess að hjóla í Vatnsdalsá, Hofsá og Hafralónsá. Hvað eru þrjár af perlum bergvatnsánna og rómaðar laxveiðiár milli vina? En, reyndar fleiri en þrjár ef betur er að gáð. Í tilviki Hafralónsár er talað um efri og neðri virkjunarkosti. Samkvæmt áðurnefndri hvítbók frá 1994 er Hafralónsá neðri ekki bara Hafralónsá. Nei; heldur var þá hugmyndin og er væntanlega enn, því mér er ekki kunnugt um neinar nýrri hugmyndir um útfærslu, að veita þvert á heiðar vatni úr þremur af fimm laxveiðiám Þistilfjarðar, þ.e. Svalbarðsá, Sandá og Hölkná austur til Hafralónsár ásamt vatni úr Miðfjarðará, helstu laxveiðiá á Langanesströnd um Litlu Kverká vestur til Hafralónsár og virkja þar allt saman. Færu þá fyrir lítið Stórifoss og Dimmugljúfur sem og Stórugljúfur Hafralónsár og laxveiðin, a.m.k. í ánum sem veitt yrði úr og sumar nánast þurrkaðar upp eins og Sandá. Að ógleymdu svo öllu raskinu sem yfir 40 ferkílómetra uppistöðu- og miðlunarlónum og gríðarlegum veituskurðum þvert á heiðarnar myndi fylgja. Virkjun kennd við Hofsá er svipuð steypa. Þannig átti að taka um 40% af rennsli Selár og þriðjung af rennsli Vesturdalsár og skutla austur í Hofsá samkvæmt hvítbókinni. Bilaðar sem þessar hugmyndir voru 1994 hljóta þær að teljast óðs manns æði 2014 og Orkustofnun til lítils sóma að reyna að vekja þær upp úr gröfinni. Er nema von að manni detti í hug skammhlaup. (Höfundur tekur fram að hann á rætur sínar á bökkum Hafralónsár.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Framlag Orkustofnunar á dögunum til frekari vinnu á sviði verndar annars vegar og mögulegrar nýtingar hins vegar á virkjunarkostum vekur furðu manns hvernig sem á það er litið. Reyndar er of veikt til orða tekið, a.m.k. í mínu tilviki, að tala um furðu. Mér er þetta frumhlaup óskiljanlegt og skapi næst að líta svo á að orðið hafi einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar sem er auðvitað neyðarlegt samanber nafnið. Tillögur Orkustofnunar um 27 nýja virkjanakosti inn í vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun í viðbót við kröfur virkjunaraðila um að halda til streitu svæðum sem þegar hafa verið flokkuð í vernd eru ekkert annað en tilræði. Tilræði við þá viðleitni undangenginna ára að þróa umræðu og aðferðir í þessum vandasama málaflokki í átt til aukinnar sáttar. Afrakstri vinnu að rammaáætlun undangengin ár, staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er einfaldlega gefið langt nef. Flokkun í verndarflokk sem hlotið hefur staðfestingu Alþingis hefur samkvæmt þessu ekkert gildi, ekki einu sinni þegar Orkustofnun á í hlut. Ef Orkustofnun er þeirrar skoðunar að hún geti, eða jafnvel að henni sé skylt eins og allt eins hefur mátt ráða af talsmönnum stofnunarinnar, sent að hennar dómi álitlega virkjunarkosti sem þegar hafa verið flokkaðir í vernd til mats eða endurmats hjá verkefnisstjórn, hvar dregur stofnunin þá mörkin? Af hverju er þá ekki bara allt sem virkjanlegt er alltaf til mats? Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvað þá er orðið um einhverja sátt í þessum efnum.Hafralónsá efri og neðri Frumlegust er þó Orkustofnun þegar hún dregur fram tuttugu ára gamla hvítbók iðnaðarráðuneytisins um hvað sé mögulegt að virkja og gerir að biblíu dagsins eins og ekkert hafi breyst síðan (sjá; Innlendar orkulindir til vinnslu raforku, iðnaðarráðuneytið, 1994). Þaðan fær Orkustofnun þá snjöllu hugmynd að láta nú verkefnisstjórn meta kosti þess að hjóla í Vatnsdalsá, Hofsá og Hafralónsá. Hvað eru þrjár af perlum bergvatnsánna og rómaðar laxveiðiár milli vina? En, reyndar fleiri en þrjár ef betur er að gáð. Í tilviki Hafralónsár er talað um efri og neðri virkjunarkosti. Samkvæmt áðurnefndri hvítbók frá 1994 er Hafralónsá neðri ekki bara Hafralónsá. Nei; heldur var þá hugmyndin og er væntanlega enn, því mér er ekki kunnugt um neinar nýrri hugmyndir um útfærslu, að veita þvert á heiðar vatni úr þremur af fimm laxveiðiám Þistilfjarðar, þ.e. Svalbarðsá, Sandá og Hölkná austur til Hafralónsár ásamt vatni úr Miðfjarðará, helstu laxveiðiá á Langanesströnd um Litlu Kverká vestur til Hafralónsár og virkja þar allt saman. Færu þá fyrir lítið Stórifoss og Dimmugljúfur sem og Stórugljúfur Hafralónsár og laxveiðin, a.m.k. í ánum sem veitt yrði úr og sumar nánast þurrkaðar upp eins og Sandá. Að ógleymdu svo öllu raskinu sem yfir 40 ferkílómetra uppistöðu- og miðlunarlónum og gríðarlegum veituskurðum þvert á heiðarnar myndi fylgja. Virkjun kennd við Hofsá er svipuð steypa. Þannig átti að taka um 40% af rennsli Selár og þriðjung af rennsli Vesturdalsár og skutla austur í Hofsá samkvæmt hvítbókinni. Bilaðar sem þessar hugmyndir voru 1994 hljóta þær að teljast óðs manns æði 2014 og Orkustofnun til lítils sóma að reyna að vekja þær upp úr gröfinni. Er nema von að manni detti í hug skammhlaup. (Höfundur tekur fram að hann á rætur sínar á bökkum Hafralónsár.)
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun