Spillingagildrur Oddný G. Harðardóttir skrifar 7. mars 2014 07:00 Forsætisráðherra virðist hafa úthlutað styrkjum, samtals 205 milljónum króna, til atvinnuskapandi verkefna í minjavernd án samráðs við landshlutasamtök eða sveitarfélög og án þess að auglýsa eftir umsóknum. Sveitarstjórnarmenn hafa lýst furðu sinni á þessu enda dæmi um að styrkveitingar hafi komið þeim í opna skjöldu. Sveitarfélagið Árborg fékk t.d. úthlutað 5 milljónum króna til að byggja grunn undir hús sem er í einkaeigu og Ísafjarðarbær 12 milljónum króna til verkefna sem bæjarstjórn hafði ekki óskað eftir. Þessar ákvarðanir forsætisráðherra eru ekki til þess fallnar að auka traust á því hvernig fjármunum ríkisins er úthlutað eða hvernig þeim er varið. Til staðar eru ágætir verkferlar og farvegir til að veita styrkjum úr ríkissjóði, t.d. ýmsir lögbundnir sjóðir og menningar- og vaxtarsamningar sveitarfélaga. Þá ferla hefði forsætisráherra betur nýtt sér. Fjárlaganefnd Alþingis hafði mikið fyrir því á síðasta kjörtímabili að breyta úthlutun á óskiptum liðum fjárlagafrumvarpsins. Fyrirkomulagið hafði verið gagnrýnt harðlega í mörg ár, m.a. af Ríkisendurskoðun og fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem töldu að þarna væri lögð spillingargildra fyrir alþingismenn sem mætti ekki vera til staðar. Orðrómur var um að þingmenn væru að hygla sínu fólki sérstaklega. Umbætur fjárlaganefndar gengu út á gegnsæi til að auka traust á því hvernig fjármunum ríkisins er skipt, á þarfagreiningu og eftirlit, bætta stjórnsýslu, yfirsýn yfir einstaka málaflokka og faglega umsýslu. Útgangspunkturinn var að fjárlaganefnd og fagnefndir geri tillögur um umfang einstakra fjárlagaliða en sjóðir, félagasamtök, menningarráð landshluta, vaxtarsamningar sveitarfélaga og ráðuneyti sjái um dreifingu til einstakra verkefna eftir ákveðnum viðmiðum. Ekki voru allir ánægðir með þetta umbótastarf fjárlaganefndar. Óánægðastir voru þeir sem höfðu greiðan aðgang að þingmönnum og fjárlaganefnd. Vinnulag forsætisráðherra virðist vera í anda þess sem fjárlaganefnd hefur hafnað. Stjórnsýslan er óljós og úthlutunin ekki gegnsæ. Munurinn er þó sá að ráðuneyti heyra undir stjórnsýslulög en það gerir Alþingi ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra virðist hafa úthlutað styrkjum, samtals 205 milljónum króna, til atvinnuskapandi verkefna í minjavernd án samráðs við landshlutasamtök eða sveitarfélög og án þess að auglýsa eftir umsóknum. Sveitarstjórnarmenn hafa lýst furðu sinni á þessu enda dæmi um að styrkveitingar hafi komið þeim í opna skjöldu. Sveitarfélagið Árborg fékk t.d. úthlutað 5 milljónum króna til að byggja grunn undir hús sem er í einkaeigu og Ísafjarðarbær 12 milljónum króna til verkefna sem bæjarstjórn hafði ekki óskað eftir. Þessar ákvarðanir forsætisráðherra eru ekki til þess fallnar að auka traust á því hvernig fjármunum ríkisins er úthlutað eða hvernig þeim er varið. Til staðar eru ágætir verkferlar og farvegir til að veita styrkjum úr ríkissjóði, t.d. ýmsir lögbundnir sjóðir og menningar- og vaxtarsamningar sveitarfélaga. Þá ferla hefði forsætisráherra betur nýtt sér. Fjárlaganefnd Alþingis hafði mikið fyrir því á síðasta kjörtímabili að breyta úthlutun á óskiptum liðum fjárlagafrumvarpsins. Fyrirkomulagið hafði verið gagnrýnt harðlega í mörg ár, m.a. af Ríkisendurskoðun og fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem töldu að þarna væri lögð spillingargildra fyrir alþingismenn sem mætti ekki vera til staðar. Orðrómur var um að þingmenn væru að hygla sínu fólki sérstaklega. Umbætur fjárlaganefndar gengu út á gegnsæi til að auka traust á því hvernig fjármunum ríkisins er skipt, á þarfagreiningu og eftirlit, bætta stjórnsýslu, yfirsýn yfir einstaka málaflokka og faglega umsýslu. Útgangspunkturinn var að fjárlaganefnd og fagnefndir geri tillögur um umfang einstakra fjárlagaliða en sjóðir, félagasamtök, menningarráð landshluta, vaxtarsamningar sveitarfélaga og ráðuneyti sjái um dreifingu til einstakra verkefna eftir ákveðnum viðmiðum. Ekki voru allir ánægðir með þetta umbótastarf fjárlaganefndar. Óánægðastir voru þeir sem höfðu greiðan aðgang að þingmönnum og fjárlaganefnd. Vinnulag forsætisráðherra virðist vera í anda þess sem fjárlaganefnd hefur hafnað. Stjórnsýslan er óljós og úthlutunin ekki gegnsæ. Munurinn er þó sá að ráðuneyti heyra undir stjórnsýslulög en það gerir Alþingi ekki.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar