Jafningi meðal Evrópuþjóða Einar Benediktsson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Svo virðist að ríkistjórn Íslands hafi glímt við þá tilvistarlegu spurningu hvort Íslendingar séu Evrópuþjóð eins og þær 28 sem eru í Evrópusambandinu. Þar með erum við annaðhvort hæf eða vanhæf í samfélagi þeirra. Hið síðara varð greinilega niðurstaðan. Fyrir Evrópumenn eru slík heilabrot annaðhvort aðhlátursefni eða þeim til hryggðar. Hin sögulegu tengsl okkar frá því til forna þekkja allir og virða. Á seinni árum hefur okkur verið æ betur fagnað sem markverðri bókmenntaþjóð enda settir í heiðurssætið á stærstu bókmenntakynningu heims í Þýskalandi. Í stað Laxness, Gunnars Gunnarssonar, Kambans og Kristmanns er komin ný kynslóð íslenskra rithöfunda sem njóta mikilla vinsælda. Kvikmyndum okkar og tölvuleikjum er vel tekið af nágrönnum, að ekki sé talað um söng og tónlist frá frægð Bjarkar í Bretlandi til eins þess nýjasta, Of Monsters and Men. Þjóðfélag okkar lifir vel, einkum vegna sterkrar markaðsstöðu fyrir sjávarafurðir á frjálsum innri markaði ESB og flugfrelsi EES-samningsins. Það gerir flugfélögum okkar kleift að veita milljónum Evrópubúa góða og áreiðanlega þjónustu og kallar á þróun ferðaiðnaðar, þegar næst stærstu atvinnugreinar landsins. Af mörgu öðru má nefna tvennt í tengslum við Evrópu: Í fyrsta lagi er það svo að í röðum Evrópuþjóða hafa Íslendingar, þótt örþjóð væru, einir afrekað að varðveita forna norræna tungu og menningu. Íslendingasögurnar eru einstakt menningarafrek og skapa okkur sérstöðu í Evrópu. Heimskringla Snorra gerir Reykholt að Aþenu Norður-Evrópu og hann að jafningja Hómers. Án Íslands er Evrópusambandið þeim mun snauðara í menningarlegu tiliti. Í öðru lagi liggur það eftir Íslendinga á 20. öld að hafa verið leiðandi aðili í að semja þann nýja kafla þjóðaréttarins,sem tryggir strandríkjum fiskveiðar. Ruddar voru nýjar brautir án fordæma með einhliða útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 4 mílur 1952, 12 mílur 1961, 50 mílur 1972 og 200 mílur 1976. Þá urðu þorskastríðin við Breta, sem voru þeim jafngagnslaus og löndunarbönn. 200 mílna lögsagan varð alþjóðaréttur á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Við eigum þar vissulega drjúgan þátt og gleymum ekki hlutverki Hans G. Andersen sendiherra.Tímar breytinga Af hverju í ósköpunum þarf að gera því skóna, að ESB bíði eftir því einu að véla af Íslendingum nýtingu fiskstofna okkar fljótt eða síðar? Það er fráleitt en verður ekki upplýst í skvaldri á heimavettvangi því það er úrlausnarefni aðildarviðræðna. Með þeim hætti yrði úr því skorið hvort Ísland muni skipa sess sem fullgildur aðili að Evrópusambandinu, í stað sjálfskipaðrar stöðu húskarlsins sem situr í dyragættinni og þiggur það sem að er rétt, eins og EES-samningurinn leggur á okkur. Mikið átak var þegar gert af síðustu ríkistjórn að kynna okkar málstað og að íslenskt þjóðfélag, ólíkt í efnahagslegu tilliti, landhelgi og stærð, er ekki þar með dæmt úr leik í Evrópu. Og okkur var fagnandi og bróðurlega tekið í aðildarríkjum. Á nú að fara að vanvirða það, kasta á glæ og segja sjáumst kannski síðar? En það er í fleiri horn að líta í Evrópumálum en þau efnahags- og menningarlegu. NATO-heræfing var haldin hér dagana 27. janúar til 21. febrúar. Er það í fyrsta skipti að ESB-löndin Svíþjóð og Finnland koma til sameiginlegrar æfingar með NATO-löndum. Það var hluti af loftrýmisgæslu á Íslandi, sem fer fram nokkrum sinnum á ári. Að öðru leyti er Ísland eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins án stöðugra heimavarna. Stjórnvöld hafa réttilega lagt áherslu á samvinnu við Bandaríkin um öfluga björgunar- og leitarstoð í Keflavík. Nú er hins vegar ljóst að með brotthvarfi Bandaríkjahers frá Evrópu munu varnir færast að mestu í hendur viðkomandi ríkja, hugsanlega með breyttri starfsemi ESB. Nú eru tímar breytinga og lag til tryggja okkur það sem best býðst. Ekki bíður tíminn með aðgerðir í peningamálum til að losa landið úr hamlandi gjaldeyrishöftum vegna ónýts gjaldmiðils Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Svo virðist að ríkistjórn Íslands hafi glímt við þá tilvistarlegu spurningu hvort Íslendingar séu Evrópuþjóð eins og þær 28 sem eru í Evrópusambandinu. Þar með erum við annaðhvort hæf eða vanhæf í samfélagi þeirra. Hið síðara varð greinilega niðurstaðan. Fyrir Evrópumenn eru slík heilabrot annaðhvort aðhlátursefni eða þeim til hryggðar. Hin sögulegu tengsl okkar frá því til forna þekkja allir og virða. Á seinni árum hefur okkur verið æ betur fagnað sem markverðri bókmenntaþjóð enda settir í heiðurssætið á stærstu bókmenntakynningu heims í Þýskalandi. Í stað Laxness, Gunnars Gunnarssonar, Kambans og Kristmanns er komin ný kynslóð íslenskra rithöfunda sem njóta mikilla vinsælda. Kvikmyndum okkar og tölvuleikjum er vel tekið af nágrönnum, að ekki sé talað um söng og tónlist frá frægð Bjarkar í Bretlandi til eins þess nýjasta, Of Monsters and Men. Þjóðfélag okkar lifir vel, einkum vegna sterkrar markaðsstöðu fyrir sjávarafurðir á frjálsum innri markaði ESB og flugfrelsi EES-samningsins. Það gerir flugfélögum okkar kleift að veita milljónum Evrópubúa góða og áreiðanlega þjónustu og kallar á þróun ferðaiðnaðar, þegar næst stærstu atvinnugreinar landsins. Af mörgu öðru má nefna tvennt í tengslum við Evrópu: Í fyrsta lagi er það svo að í röðum Evrópuþjóða hafa Íslendingar, þótt örþjóð væru, einir afrekað að varðveita forna norræna tungu og menningu. Íslendingasögurnar eru einstakt menningarafrek og skapa okkur sérstöðu í Evrópu. Heimskringla Snorra gerir Reykholt að Aþenu Norður-Evrópu og hann að jafningja Hómers. Án Íslands er Evrópusambandið þeim mun snauðara í menningarlegu tiliti. Í öðru lagi liggur það eftir Íslendinga á 20. öld að hafa verið leiðandi aðili í að semja þann nýja kafla þjóðaréttarins,sem tryggir strandríkjum fiskveiðar. Ruddar voru nýjar brautir án fordæma með einhliða útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 4 mílur 1952, 12 mílur 1961, 50 mílur 1972 og 200 mílur 1976. Þá urðu þorskastríðin við Breta, sem voru þeim jafngagnslaus og löndunarbönn. 200 mílna lögsagan varð alþjóðaréttur á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Við eigum þar vissulega drjúgan þátt og gleymum ekki hlutverki Hans G. Andersen sendiherra.Tímar breytinga Af hverju í ósköpunum þarf að gera því skóna, að ESB bíði eftir því einu að véla af Íslendingum nýtingu fiskstofna okkar fljótt eða síðar? Það er fráleitt en verður ekki upplýst í skvaldri á heimavettvangi því það er úrlausnarefni aðildarviðræðna. Með þeim hætti yrði úr því skorið hvort Ísland muni skipa sess sem fullgildur aðili að Evrópusambandinu, í stað sjálfskipaðrar stöðu húskarlsins sem situr í dyragættinni og þiggur það sem að er rétt, eins og EES-samningurinn leggur á okkur. Mikið átak var þegar gert af síðustu ríkistjórn að kynna okkar málstað og að íslenskt þjóðfélag, ólíkt í efnahagslegu tilliti, landhelgi og stærð, er ekki þar með dæmt úr leik í Evrópu. Og okkur var fagnandi og bróðurlega tekið í aðildarríkjum. Á nú að fara að vanvirða það, kasta á glæ og segja sjáumst kannski síðar? En það er í fleiri horn að líta í Evrópumálum en þau efnahags- og menningarlegu. NATO-heræfing var haldin hér dagana 27. janúar til 21. febrúar. Er það í fyrsta skipti að ESB-löndin Svíþjóð og Finnland koma til sameiginlegrar æfingar með NATO-löndum. Það var hluti af loftrýmisgæslu á Íslandi, sem fer fram nokkrum sinnum á ári. Að öðru leyti er Ísland eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins án stöðugra heimavarna. Stjórnvöld hafa réttilega lagt áherslu á samvinnu við Bandaríkin um öfluga björgunar- og leitarstoð í Keflavík. Nú er hins vegar ljóst að með brotthvarfi Bandaríkjahers frá Evrópu munu varnir færast að mestu í hendur viðkomandi ríkja, hugsanlega með breyttri starfsemi ESB. Nú eru tímar breytinga og lag til tryggja okkur það sem best býðst. Ekki bíður tíminn með aðgerðir í peningamálum til að losa landið úr hamlandi gjaldeyrishöftum vegna ónýts gjaldmiðils
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar