Útvötnuð kærunefnd Halla Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp innanríkisráðherra til breytinga á lögum um útlendinga. Þar er meðal annars kveðið á um sjálfstæða kærunefnd sem mun fjalla um kærumál á grundvelli útlendingalaga, í stað innanríkisráðuneytisins líkt og nú er. Það er jákvætt ef myndast getur þverpólitísk samstaða um að koma slíkri kærunefnd á laggirnar, enda hafa íslensk stjórnvöld ítrekað sætt gagnrýni fyrir núverandi fyrirkomulag, einkum vegna málsmeðferðar hælisumsókna. Hins vegar vekur furðu hve ráðherrann hefur útvatnað fyrri tillögur sem lágu fyrir í innanríkisráðuneytinu, bæði í skýrsluformi og frumvarpsformi. Gagnrýni frá Flóttamannastofnun Forsaga málsins er sú að Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, skipaði starfshóp árið 2011 sem var falið að gera tillögur að breytingum á lögum er lúta að aðgengi útlendinga utan EES að landinu. Undirrituð fór fyrir þeim starfshópi. Eitt af þeim verkefnum sem hópurinn tókst á við var að meta að nýju hvort setja skyldi á laggirnar sjálfstæða kærunefnd í útlendingamálum, einkum hælismálum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað komið þeirri gagnrýni á framfæri við íslensk stjórnvöld að ráðuneytið geti ekki talist óháður úrskurðaraðili þar sem undirstofnun þess (það er Útlendingastofnun) tekur hina kæranlegu ákvörðun. Hér vegur þungt að ákvörðun um veitingu hælis er vandasöm og erfitt getur verið að leggja heildarmat á aðstæður einstaklings. Þessi ákvörðun hefur jafnframt úrslitaáhrif á líf viðkomandi, sem hefur ekki alltaf gögn til að sanna mál sitt og getur því þurft að sýna fram á trúverðugleika sinn með öðrum hætti. Ítarleg útfærsla Starfshópurinn kynnti sér ítarlega fyrirkomulag kærumála á Norðurlöndunum, einkum í Noregi og Danmörku þar sem lagaumhverfi er svipað því íslenska. Var það eindregin niðurstaða nefndarinnar að setja ætti á laggirnar sjálfstæða kærunefnd, a.m.k. í málefnum hælisleitenda. Sérstaklega var tekið fram að hælisleitendur ættu að eiga þess kost að koma fyrir nefndina til að tala máli sínu. Í frumvarpi sem unnið var á grunni skýrslu nefndarinnar var því kveðið á um slíka kærunefnd og útfært með ítarlegum hætti hvernig hún skyldi skipuð. Þannig var gert ráð fyrir að staða formanns væri auglýst í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Var það gert að skilyrði að umsækjendur uppfylltu starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Þriggja manna nefnd mæti síðan hæfi umsækjenda og ráðherra væri óheimilt að víkja frá því mati. Hinir nefndarmennirnir skyldu skipaðir eftir tilnefningum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Annar skyldi hafa sérþekkingu á flóttamannamálum og hælismálum og hinn á útlendingamálum í breiðari skilningi. Raunveruleg réttarbót Í frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er enga slíka útfærslu að finna. Staða formanns skal auglýst og nægir að hann hafi lokið fullnaðarprófi í lögum. Hina nefndarmennina skipar ráðherra og hvergi kemur fram hvernig þeirri skipun skuli háttað. Það er jákvætt að núverandi innanríkisráðherra haldi á lofti þeim tillögum að breytingum á útlendingalögum sem náðist víðtæk sátt um á síðasta kjörtímabili. Forsenda þess að setja á laggirnar sjálfstæða kærunefnd er hins vegar að hún sé óháð ráðuneytinu. Með þessu móti er því þveröfugt farið. Tveir af þremur fulltrúum verða skipaðir af ráðherra einum og hafa þar af leiðandi úrslitaáhrif í öllum málum sem nefndin fær til meðferðar. Þetta fyrirkomulag kemur ekki til móts við þá gagnrýni sem íslensk stjórnvöld hafa sætt á alþjóðavettvangi. Hanna Birna Kristjánsdóttir þarf því að skýra hvers vegna þessi leið er farin. Alþingi breytir frumvarpinu vonandi til betri vegar þannig að réttarbótin sem það kveður á um verði raunveruleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp innanríkisráðherra til breytinga á lögum um útlendinga. Þar er meðal annars kveðið á um sjálfstæða kærunefnd sem mun fjalla um kærumál á grundvelli útlendingalaga, í stað innanríkisráðuneytisins líkt og nú er. Það er jákvætt ef myndast getur þverpólitísk samstaða um að koma slíkri kærunefnd á laggirnar, enda hafa íslensk stjórnvöld ítrekað sætt gagnrýni fyrir núverandi fyrirkomulag, einkum vegna málsmeðferðar hælisumsókna. Hins vegar vekur furðu hve ráðherrann hefur útvatnað fyrri tillögur sem lágu fyrir í innanríkisráðuneytinu, bæði í skýrsluformi og frumvarpsformi. Gagnrýni frá Flóttamannastofnun Forsaga málsins er sú að Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, skipaði starfshóp árið 2011 sem var falið að gera tillögur að breytingum á lögum er lúta að aðgengi útlendinga utan EES að landinu. Undirrituð fór fyrir þeim starfshópi. Eitt af þeim verkefnum sem hópurinn tókst á við var að meta að nýju hvort setja skyldi á laggirnar sjálfstæða kærunefnd í útlendingamálum, einkum hælismálum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað komið þeirri gagnrýni á framfæri við íslensk stjórnvöld að ráðuneytið geti ekki talist óháður úrskurðaraðili þar sem undirstofnun þess (það er Útlendingastofnun) tekur hina kæranlegu ákvörðun. Hér vegur þungt að ákvörðun um veitingu hælis er vandasöm og erfitt getur verið að leggja heildarmat á aðstæður einstaklings. Þessi ákvörðun hefur jafnframt úrslitaáhrif á líf viðkomandi, sem hefur ekki alltaf gögn til að sanna mál sitt og getur því þurft að sýna fram á trúverðugleika sinn með öðrum hætti. Ítarleg útfærsla Starfshópurinn kynnti sér ítarlega fyrirkomulag kærumála á Norðurlöndunum, einkum í Noregi og Danmörku þar sem lagaumhverfi er svipað því íslenska. Var það eindregin niðurstaða nefndarinnar að setja ætti á laggirnar sjálfstæða kærunefnd, a.m.k. í málefnum hælisleitenda. Sérstaklega var tekið fram að hælisleitendur ættu að eiga þess kost að koma fyrir nefndina til að tala máli sínu. Í frumvarpi sem unnið var á grunni skýrslu nefndarinnar var því kveðið á um slíka kærunefnd og útfært með ítarlegum hætti hvernig hún skyldi skipuð. Þannig var gert ráð fyrir að staða formanns væri auglýst í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Var það gert að skilyrði að umsækjendur uppfylltu starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Þriggja manna nefnd mæti síðan hæfi umsækjenda og ráðherra væri óheimilt að víkja frá því mati. Hinir nefndarmennirnir skyldu skipaðir eftir tilnefningum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Annar skyldi hafa sérþekkingu á flóttamannamálum og hælismálum og hinn á útlendingamálum í breiðari skilningi. Raunveruleg réttarbót Í frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er enga slíka útfærslu að finna. Staða formanns skal auglýst og nægir að hann hafi lokið fullnaðarprófi í lögum. Hina nefndarmennina skipar ráðherra og hvergi kemur fram hvernig þeirri skipun skuli háttað. Það er jákvætt að núverandi innanríkisráðherra haldi á lofti þeim tillögum að breytingum á útlendingalögum sem náðist víðtæk sátt um á síðasta kjörtímabili. Forsenda þess að setja á laggirnar sjálfstæða kærunefnd er hins vegar að hún sé óháð ráðuneytinu. Með þessu móti er því þveröfugt farið. Tveir af þremur fulltrúum verða skipaðir af ráðherra einum og hafa þar af leiðandi úrslitaáhrif í öllum málum sem nefndin fær til meðferðar. Þetta fyrirkomulag kemur ekki til móts við þá gagnrýni sem íslensk stjórnvöld hafa sætt á alþjóðavettvangi. Hanna Birna Kristjánsdóttir þarf því að skýra hvers vegna þessi leið er farin. Alþingi breytir frumvarpinu vonandi til betri vegar þannig að réttarbótin sem það kveður á um verði raunveruleg.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun