Hvað fæ ég í skerðingar vegna lífeyrissjóðs míns? Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 22. febrúar 2014 06:00 Þann 16. janúar sl. skrifaði Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni. „Hvað fæ ég frá lífeyrissjóðnum mínum“. Þar skrifar hún að stundum heyrist sagt að við fáum „ekkert“ út úr lífeyrissjóðunum og tekur dæmi um sjóðsfélaga með að jafnaði 400 þúsund króna mánaðarlaun yfir starfsævina sem fái um 256 þúsund krónur á mánuði ævilangt eftir 67 ára aldur. Það sem vantar í grein hennar er hvað skerðingar vegna lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ríkinu í gegnum Tryggingastofnunina eru fáránlega miklar. Sjóðsfélaginn verður skertur fjárhagslega í svelt og í mínus þegar skerðingarnar ná hæstu hæðum. Það er allt skert hjá TR nema grunnlífeyrir og að fá bara 12% hækkun á heildarbætur örorkulífeyrisins frá Tryggingastofnun ríkisins og Lífeyrissjóði verslunarmana frá 2008-2013 eru gróf svik við veikt fólk. En þeir sem eru með yfir 700 þúsund krónur í laun á mánuði og fá 350 þúsund krónur lífeyrisgreiðslur á mánuði eftir starfslok eða örorku, sleppa við Tryggingastofnun ríkisins og allar skerðingarnar sem láglaunaþeginn verður fyrir. Á sama tíma hækkuðu lágmarkslaun um 54%. Bætur þeirra sem eingöngu fá greitt frá Tryggingastofnun ríkisins hækkuðu um 29%. Þá er einnig lögvarða skylduhækkunin á verðbótum upp á um 35% tekin af lífeyrisþeganum. Þetta er lögbrot og svik ríkisins og verkalýðsfélaga við lífeyrisþega. Það vantar um 100 þúsund krónur upp á löglega hækkun á bætur mínar á mánuði fyrir skatt eða 63 þúsund krónur eftir skatt.Eignaupptaka Bætur almannatrygginga „skuli“ breytast árlega í samræmi við launaþróun, þó þannig að hækkun þeirra sé „aldrei“ minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem var 47% á þeim 5 árum sem hér er um rætt. Allt svikið með bráðabirgðaákvæðum og bæturnar skertar til fátæktar. Hvað eru lífeyrissjóðsgreiðslur? Eru þær bætur eða tekjur? Þær eru lögþvingaður lögvarinn sparnaður sem ekki er hægt að ganga að við gjaldþrot. Þess vegna má ekki skerða hann og skerðing á honum ekkert annað en lögbrot. Hvers vegna er honum stolið með skerðingum og það án þess að verkalýðsfélögin stoppi það? Svaraðu því, Ásta Rut, og um lögin á öryrkja hjá VR, lög um að öryrkjar væru annars flokks fólk sem ekki ætti heima í trúnaðarráði VR eða í framboði til stjórnar. Frítekjumark hjá Tryggingastofnun ríkisins er um 110 þúsund á mánuði og gildir ekki um lífeyrissjóðsgreiðslurnar. Hvers vegna ekki ef þær eru tekjur? Skerðingin er um 1,5 milljónir króna á ári hjá TR á lífeyrinum. Bara 12% hækkun á lífeyrinum mínum í stað 47% gerir tap upp á um 750 þúsund krónur á ári og við það getur bæst um 700 þúsund króna tap á húsaleigubótum. Þá skerðir TR orlofsuppbót og jólabónus vegna lífeyrissjóðsgreiðslna. Samtals geta 2 milljóna króna árstekjur eftir skatt frá lífeyrissjóðum orðið að skerðingum upp á rúmlega 3 milljónir króna á ári. Það er ekki í lagi með þetta kerfi og það ber að fara með það fyrir dóm strax, því þetta er ekkert annað en eignaupptaka og brot á stjórnarskránni. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. janúar sl. skrifaði Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni. „Hvað fæ ég frá lífeyrissjóðnum mínum“. Þar skrifar hún að stundum heyrist sagt að við fáum „ekkert“ út úr lífeyrissjóðunum og tekur dæmi um sjóðsfélaga með að jafnaði 400 þúsund króna mánaðarlaun yfir starfsævina sem fái um 256 þúsund krónur á mánuði ævilangt eftir 67 ára aldur. Það sem vantar í grein hennar er hvað skerðingar vegna lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ríkinu í gegnum Tryggingastofnunina eru fáránlega miklar. Sjóðsfélaginn verður skertur fjárhagslega í svelt og í mínus þegar skerðingarnar ná hæstu hæðum. Það er allt skert hjá TR nema grunnlífeyrir og að fá bara 12% hækkun á heildarbætur örorkulífeyrisins frá Tryggingastofnun ríkisins og Lífeyrissjóði verslunarmana frá 2008-2013 eru gróf svik við veikt fólk. En þeir sem eru með yfir 700 þúsund krónur í laun á mánuði og fá 350 þúsund krónur lífeyrisgreiðslur á mánuði eftir starfslok eða örorku, sleppa við Tryggingastofnun ríkisins og allar skerðingarnar sem láglaunaþeginn verður fyrir. Á sama tíma hækkuðu lágmarkslaun um 54%. Bætur þeirra sem eingöngu fá greitt frá Tryggingastofnun ríkisins hækkuðu um 29%. Þá er einnig lögvarða skylduhækkunin á verðbótum upp á um 35% tekin af lífeyrisþeganum. Þetta er lögbrot og svik ríkisins og verkalýðsfélaga við lífeyrisþega. Það vantar um 100 þúsund krónur upp á löglega hækkun á bætur mínar á mánuði fyrir skatt eða 63 þúsund krónur eftir skatt.Eignaupptaka Bætur almannatrygginga „skuli“ breytast árlega í samræmi við launaþróun, þó þannig að hækkun þeirra sé „aldrei“ minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem var 47% á þeim 5 árum sem hér er um rætt. Allt svikið með bráðabirgðaákvæðum og bæturnar skertar til fátæktar. Hvað eru lífeyrissjóðsgreiðslur? Eru þær bætur eða tekjur? Þær eru lögþvingaður lögvarinn sparnaður sem ekki er hægt að ganga að við gjaldþrot. Þess vegna má ekki skerða hann og skerðing á honum ekkert annað en lögbrot. Hvers vegna er honum stolið með skerðingum og það án þess að verkalýðsfélögin stoppi það? Svaraðu því, Ásta Rut, og um lögin á öryrkja hjá VR, lög um að öryrkjar væru annars flokks fólk sem ekki ætti heima í trúnaðarráði VR eða í framboði til stjórnar. Frítekjumark hjá Tryggingastofnun ríkisins er um 110 þúsund á mánuði og gildir ekki um lífeyrissjóðsgreiðslurnar. Hvers vegna ekki ef þær eru tekjur? Skerðingin er um 1,5 milljónir króna á ári hjá TR á lífeyrinum. Bara 12% hækkun á lífeyrinum mínum í stað 47% gerir tap upp á um 750 þúsund krónur á ári og við það getur bæst um 700 þúsund króna tap á húsaleigubótum. Þá skerðir TR orlofsuppbót og jólabónus vegna lífeyrissjóðsgreiðslna. Samtals geta 2 milljóna króna árstekjur eftir skatt frá lífeyrissjóðum orðið að skerðingum upp á rúmlega 3 milljónir króna á ári. Það er ekki í lagi með þetta kerfi og það ber að fara með það fyrir dóm strax, því þetta er ekkert annað en eignaupptaka og brot á stjórnarskránni. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun