Okkur vantar upplýsingar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Ég verð vonandi seint sakaður um að vera lítill áhugamaður um umhverfis- og náttúruvernd. Þegar kemur að deilunum um veitumannvirki sunnan við Þjórsárver og að lagaumhverfinu, ákvarðanaferlinu og fleiru skyldu, fallast mér þó hendur. Ég átta mig á litlum hluta málefnisins. Mig grunar að þannig fari fyrir flestum. Sérfræðingar um orkumál hafa sín álit á miðlun vatns í virkjanir sem fyrir eru og hagkvæmni framkvæmda á umræddu svæði, jarðvísindamenn hafa sín á afrennsli frá Hofsjökli og verunum í Þjórsá og fleiru skyldu, og lífvísindamenn segja sitt um áhrifin á lífríkið. Svo koma þeir til sem íhuga landslagsheildir og hrein sjónræn áhrif mannvirkja, loks stjórnmálamennirnir og þannig mætti áfram telja. Óháð nýjustu breytingum á friðlandsmörkum og hugsanlegri endurskoðun Rammaáætlunar, tel ég eitt og annað vanta í opinberu umræðuna, þ.e. fyrst og fremst upplýsingar handa öllum þeim er ekki standa djúpum fótum í henni.Staðreyndir á borðið Hvað er veitulónið stórt ef af verður (sennilega mismunandi útfærslur)? Hvar væri það niður komið? Hefur það lítil, miðlungs eða mikil áhrif á tiltekna landslagsheild? Nákvæmlega hvers konar land færi undir vatn; vel gróið, lítt gróið, með öllu gróðurvana? Hvernig mannvirki þarf og hvar (sennilega mismunandi útfærslur sem auðvelt er að sýna)? Hver eru sjónrænu áhrifin (sæmilega sýnd með tölvulíkönum)? Hver eru fyrirsjáanleg áhrif á fossana í Þjórsá (sem innheldur bæði jökulvatn og lindar- og yfirborðsvatn)? Þá á ég ekki við ágiskanir heldur útreiknuð áhrif á sennilegu magnbili og eftir árstíðum. Minnkar rennslið í Dynk um 5%, 15% eða 50%? Er verið að eyðileggja alla fossana, eins og fréttamaður einn komst að orði? Í hverju felst hagkvæmnin? Öllum er til gagns, hver sem afstaða þeirra er nú, að fá staðreyndir á borðið. Þannig verður mikilvæg umræða um friðlýsingar, orkumál, ferðamennsku eða hvaðeina að öðru en þeim loftkenndu skylmingum sem hún er í allt of mörgum tilvikum. Því miður finnst mér því þannig varið nú um stundir og hef raunar áður minnst á skort á upplýsingum og staðreyndum í átökum og umræðum um náttúruvernd og náttúrunytjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Skoðun Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég verð vonandi seint sakaður um að vera lítill áhugamaður um umhverfis- og náttúruvernd. Þegar kemur að deilunum um veitumannvirki sunnan við Þjórsárver og að lagaumhverfinu, ákvarðanaferlinu og fleiru skyldu, fallast mér þó hendur. Ég átta mig á litlum hluta málefnisins. Mig grunar að þannig fari fyrir flestum. Sérfræðingar um orkumál hafa sín álit á miðlun vatns í virkjanir sem fyrir eru og hagkvæmni framkvæmda á umræddu svæði, jarðvísindamenn hafa sín á afrennsli frá Hofsjökli og verunum í Þjórsá og fleiru skyldu, og lífvísindamenn segja sitt um áhrifin á lífríkið. Svo koma þeir til sem íhuga landslagsheildir og hrein sjónræn áhrif mannvirkja, loks stjórnmálamennirnir og þannig mætti áfram telja. Óháð nýjustu breytingum á friðlandsmörkum og hugsanlegri endurskoðun Rammaáætlunar, tel ég eitt og annað vanta í opinberu umræðuna, þ.e. fyrst og fremst upplýsingar handa öllum þeim er ekki standa djúpum fótum í henni.Staðreyndir á borðið Hvað er veitulónið stórt ef af verður (sennilega mismunandi útfærslur)? Hvar væri það niður komið? Hefur það lítil, miðlungs eða mikil áhrif á tiltekna landslagsheild? Nákvæmlega hvers konar land færi undir vatn; vel gróið, lítt gróið, með öllu gróðurvana? Hvernig mannvirki þarf og hvar (sennilega mismunandi útfærslur sem auðvelt er að sýna)? Hver eru sjónrænu áhrifin (sæmilega sýnd með tölvulíkönum)? Hver eru fyrirsjáanleg áhrif á fossana í Þjórsá (sem innheldur bæði jökulvatn og lindar- og yfirborðsvatn)? Þá á ég ekki við ágiskanir heldur útreiknuð áhrif á sennilegu magnbili og eftir árstíðum. Minnkar rennslið í Dynk um 5%, 15% eða 50%? Er verið að eyðileggja alla fossana, eins og fréttamaður einn komst að orði? Í hverju felst hagkvæmnin? Öllum er til gagns, hver sem afstaða þeirra er nú, að fá staðreyndir á borðið. Þannig verður mikilvæg umræða um friðlýsingar, orkumál, ferðamennsku eða hvaðeina að öðru en þeim loftkenndu skylmingum sem hún er í allt of mörgum tilvikum. Því miður finnst mér því þannig varið nú um stundir og hef raunar áður minnst á skort á upplýsingum og staðreyndum í átökum og umræðum um náttúruvernd og náttúrunytjar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar