Reykjavík, borg tækifæranna Natan Kolbeinsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Reykjavík er borg tækifæra. Eitt stærsta verkefnið framundan fyrir okkur Reykvíkinga er að mæta breyttum tímum í atvinnulífinu – að takast á við breytta hugsun þegar kemur að atvinnulífi dagsins í dag. Það atvinnulíf sem við búum við núna kallar á sérfræðimenntun í tækni og nýsköpun. Fyrirtæki á borð við Össur og CCP sækjast eftir vel menntuðu ungu fólki til að koma með sér í nýsköpun á vöru og þjónustu sem skilar sér til samfélagsins í bættum lífskjörum. Við búum við næg tækifæri og höfum sýnt það og sannað að þegar við tökum höndum saman náum við árangri. Til að undirbúa ungt fólk undir nýja og spennandi tíma þarf m.a. að fara í róttækar breytingar á skólakerfinu. Það þarf að breyta kennsluháttum og hugsun okkar um menntun og sú breyting þarf að byrja hjá grunnskólanum þar sem við leggjum grunn að framtíðarmenntun nýrra kynslóða í dag. Og við þurfum að byrja sem fyrst. Ekki í takt við tímann Grunnskólinn í dag er ekki í takt við tímann og meira til þess gerður að undirbúa krakka undir bóknám á framhaldsskólastigi. Lítið sem ekkert svigrúm er fyrir nemendur sem hyggja á nám í forritun og/eða iðnnámi. Sú kennsla sem fer fram í verknámi innan veggja grunnskóla byggir á smíði og saumaskap sem segja má að sé í takt við það atvinnulíf sem var þegar kynslóðin sem nú situr við völd lærði fyrir. Þó vissulega sé þörf á félagsfræðingum, lögfræðingum, læknum og smiðum þá er það samt þannig að atvinnulífið kallar eftir fólki með fjölbreyttan bakgrunn í menntun svo sem forritun – fólki getur tekið þátt í þeirri nýsköpun sem á sér stað í dag. Þær breytingar sem ég vil fá tækifæri til að berjast fyrir á vettvangi borgarstjórnar eru ekki bara þess eðlis að þær gagnist atvinnulífinu. Þetta snýst líka um að gefa öllum tækifæri til þess finna sér þá braut í lífinu sem vænlegt er að ná árangri á. Sannleikurinn er sá að iðnnám nýtur ekki sannmælis í samfélaginu og skrifast það m.a. á þá staðreynd að ungt fólk fær takmarkað að kynnast því fyrr en það velur sér framhaldsskóla. Við þurfum fjölbreytileika í lífinu og þess vegna þarf grunnur að iðn- og tækninámi að vera raunhæfur kostur fyrir ungt fólk strax í grunnskóla. Með því að fara í breytingar á menntakerfinu getum við gert ungu fólki í Reykjavík kleift að takast á við nýja tíma í atvinnulífinu og fundið öllum farveg í menntakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Reykjavík er borg tækifæra. Eitt stærsta verkefnið framundan fyrir okkur Reykvíkinga er að mæta breyttum tímum í atvinnulífinu – að takast á við breytta hugsun þegar kemur að atvinnulífi dagsins í dag. Það atvinnulíf sem við búum við núna kallar á sérfræðimenntun í tækni og nýsköpun. Fyrirtæki á borð við Össur og CCP sækjast eftir vel menntuðu ungu fólki til að koma með sér í nýsköpun á vöru og þjónustu sem skilar sér til samfélagsins í bættum lífskjörum. Við búum við næg tækifæri og höfum sýnt það og sannað að þegar við tökum höndum saman náum við árangri. Til að undirbúa ungt fólk undir nýja og spennandi tíma þarf m.a. að fara í róttækar breytingar á skólakerfinu. Það þarf að breyta kennsluháttum og hugsun okkar um menntun og sú breyting þarf að byrja hjá grunnskólanum þar sem við leggjum grunn að framtíðarmenntun nýrra kynslóða í dag. Og við þurfum að byrja sem fyrst. Ekki í takt við tímann Grunnskólinn í dag er ekki í takt við tímann og meira til þess gerður að undirbúa krakka undir bóknám á framhaldsskólastigi. Lítið sem ekkert svigrúm er fyrir nemendur sem hyggja á nám í forritun og/eða iðnnámi. Sú kennsla sem fer fram í verknámi innan veggja grunnskóla byggir á smíði og saumaskap sem segja má að sé í takt við það atvinnulíf sem var þegar kynslóðin sem nú situr við völd lærði fyrir. Þó vissulega sé þörf á félagsfræðingum, lögfræðingum, læknum og smiðum þá er það samt þannig að atvinnulífið kallar eftir fólki með fjölbreyttan bakgrunn í menntun svo sem forritun – fólki getur tekið þátt í þeirri nýsköpun sem á sér stað í dag. Þær breytingar sem ég vil fá tækifæri til að berjast fyrir á vettvangi borgarstjórnar eru ekki bara þess eðlis að þær gagnist atvinnulífinu. Þetta snýst líka um að gefa öllum tækifæri til þess finna sér þá braut í lífinu sem vænlegt er að ná árangri á. Sannleikurinn er sá að iðnnám nýtur ekki sannmælis í samfélaginu og skrifast það m.a. á þá staðreynd að ungt fólk fær takmarkað að kynnast því fyrr en það velur sér framhaldsskóla. Við þurfum fjölbreytileika í lífinu og þess vegna þarf grunnur að iðn- og tækninámi að vera raunhæfur kostur fyrir ungt fólk strax í grunnskóla. Með því að fara í breytingar á menntakerfinu getum við gert ungu fólki í Reykjavík kleift að takast á við nýja tíma í atvinnulífinu og fundið öllum farveg í menntakerfinu.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun