Að flytja lík, fanga og flugvelli Hjálmtýr Heiðdal skrifar 31. janúar 2014 06:00 Fimmtudaginn 23. janúar skoðaði ég gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu ásamt hópi áhugafólks. Leiðsögn var í höndum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings og Heimis Janusarsonar, umsjónarmanns garðsins. Stórskemmtileg og fróðleg ganga sem Félag þjóðfræðinga skipulagði. Það eina sem truflaði þessar 80 sálir sem mættu var stöðugur flugvélagnýr, annaðhvort yfir hausamótum okkar eða frá flugvellinum þegar vélarnar voru að undirbúa flugtak. Niðurstaða mín er sú að það er ekki gott að halda svona samkomu í miðborg Reykjavíkur nema með hljóðmögnun. Í frásögn Sólveigar kom fram að upphaflega var kirkjugarður Reykvíkinga í sjálfri Kvosinni við Aðalstræti. Eftir 800 ár var hann fullur og nýi garðurinn við Suðurgötu var tekinn í notkun 1838. Síðan fylltist hann og eftir það varð til Fossvogsgarður og síðar Grafarvogsgarður. Út fyrir byggð Í borgum Evrópu sáu menn fljótt að kirkjugarðar voru ekki vel settir í miðbæjum og þeir því fluttir út fyrir byggð eftir því sem kostur var. Nýja garðinum við Suðurgötu var því valinn staður fyrir utan bæinn. (Til gamans má geta þess að þegar staðsetningin var kynnt fyrir Reykvíkingum komu fram mótmælaraddir; Leiðin frá Dómkirkjunni væri allt of löng.) Byggðin þróaðist og Suðurgötugarðurinn er nú inni í miðri borg. Flugvéladynurinn vakti hjá mér ýmsar hugsanir. Stjórnarráð Íslands við Lækjartorg var eitt sinn fangelsi. Það var staðsett fyrir austan Læk, fyrir utan bæinn sem þá var lítið meira en byggðin kringum Aðalstræti. Byggðin þróaðist og brátt var þörf fyrir nýtt fangelsi og því var valinn staður fyrir utan bæinn; Við Skólavörðustíg. Og bærinn elti það uppi og ný fangelsi voru byggð við Litla-Hraun og Síðumúla, langt fyrir utan miðbæinn. Fangelsið við Skólavörðustíg er að vísu enn notað, það er búið að vera á undanþágu í marga áratugi og bíður eftir Hólmsheiðarfangelsinu sem nú er í byggingu – fyrir utan borgina. Og þá kemur flugvélagnýrinn aftur til sögunnar. Kirkjugarðar og fangelsi eiga ekki heima í miðborgum og er valinn staður samkvæmt því. Flugvellir eiga ekki heima í miðborgum en samt sitja Reykvíkingar uppi með þennan hávaðavald. Þjófar, lík og flugvélar eiga ekki heima í miðborg Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 23. janúar skoðaði ég gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu ásamt hópi áhugafólks. Leiðsögn var í höndum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings og Heimis Janusarsonar, umsjónarmanns garðsins. Stórskemmtileg og fróðleg ganga sem Félag þjóðfræðinga skipulagði. Það eina sem truflaði þessar 80 sálir sem mættu var stöðugur flugvélagnýr, annaðhvort yfir hausamótum okkar eða frá flugvellinum þegar vélarnar voru að undirbúa flugtak. Niðurstaða mín er sú að það er ekki gott að halda svona samkomu í miðborg Reykjavíkur nema með hljóðmögnun. Í frásögn Sólveigar kom fram að upphaflega var kirkjugarður Reykvíkinga í sjálfri Kvosinni við Aðalstræti. Eftir 800 ár var hann fullur og nýi garðurinn við Suðurgötu var tekinn í notkun 1838. Síðan fylltist hann og eftir það varð til Fossvogsgarður og síðar Grafarvogsgarður. Út fyrir byggð Í borgum Evrópu sáu menn fljótt að kirkjugarðar voru ekki vel settir í miðbæjum og þeir því fluttir út fyrir byggð eftir því sem kostur var. Nýja garðinum við Suðurgötu var því valinn staður fyrir utan bæinn. (Til gamans má geta þess að þegar staðsetningin var kynnt fyrir Reykvíkingum komu fram mótmælaraddir; Leiðin frá Dómkirkjunni væri allt of löng.) Byggðin þróaðist og Suðurgötugarðurinn er nú inni í miðri borg. Flugvéladynurinn vakti hjá mér ýmsar hugsanir. Stjórnarráð Íslands við Lækjartorg var eitt sinn fangelsi. Það var staðsett fyrir austan Læk, fyrir utan bæinn sem þá var lítið meira en byggðin kringum Aðalstræti. Byggðin þróaðist og brátt var þörf fyrir nýtt fangelsi og því var valinn staður fyrir utan bæinn; Við Skólavörðustíg. Og bærinn elti það uppi og ný fangelsi voru byggð við Litla-Hraun og Síðumúla, langt fyrir utan miðbæinn. Fangelsið við Skólavörðustíg er að vísu enn notað, það er búið að vera á undanþágu í marga áratugi og bíður eftir Hólmsheiðarfangelsinu sem nú er í byggingu – fyrir utan borgina. Og þá kemur flugvélagnýrinn aftur til sögunnar. Kirkjugarðar og fangelsi eiga ekki heima í miðborgum og er valinn staður samkvæmt því. Flugvellir eiga ekki heima í miðborgum en samt sitja Reykvíkingar uppi með þennan hávaðavald. Þjófar, lík og flugvélar eiga ekki heima í miðborg Reykjavíkur.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar