Nokkur orð um styttingu námstíma til stúdentsprófs Guðríður Arnardóttir skrifar 14. janúar 2014 06:00 Sú umræða er að verða háværari í samfélaginu að námstími til stúdentsprófs á Íslandi sé of langur í samanburði við nágrannalönd okkar. Ýmsir álitsgjafar og fastapennar á ritvellinum hafa tekið undir vangaveltur menntamálaráðherra og rennir mig í grun að leikmenn sem ekki þekkja til innan framhaldsskólans séu að draga ályktanir út frá röngum forsendum. Á Íslandi er skólaganga frá grunnskóla til stúdentsprófs 14 ár á meðan umrædd viðmið á Norðurlöndunum eru 13 ár. ann rennir í grun hvers vegna umræða um styttingu er hávær þessi síðustu misseri, hér er tækifæri til að spara í skólakerfinu sem nemur heildarskostnaði heils skólaárs. Það er þó heldur verra að umræðan um málið er á villigötum, mikilvæg gögn vantar og heildarsamhengi skortir. Þá hafa sumir jafnvel beint spjótum sínum að framhaldsskólakennurum og sagt kjarasamninga þeirra standa í vegi fyrir eðlilegri skólaþróun. Í umræðunni er að íslenskt skólakerfi sé með því dýrasta í OECD ríkjunum, íslenskir kennarar verji minni tíma með nemendum sínum en kollegar þeirra í nágrannalöndum okkar, brottfall úr framhaldsskóla sé meira á Íslandi en í OECD ríkjunum að meðaltali og Ísland sé í hópi landa eins og Ítalíu, Grikklands og Tyrklands þegar kemur að því hversu stórt hlutfall nemenda lýkur framhaldsskólaprófi. Skoðum málið nánar og höfum staðreyndir á hreinu. Efnahags og framfarastofnunin OECD gefur árlega út skýrslu um stöðu menntamála í aðildarríkjum stofnunarinnar. Þar má nálgast lykiltölur og samanburð um ýmsa þætti er varðar menntun á öllum skólastigum. Þar t.d. kemur fram að kostnaður við hvern framhaldsskólanemanda á Íslandi er 16% lægri en í OECD ríkjunum að meðaltali. Ekki bara það, kostnaður við framhaldsskóla er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Íslenskir framhaldsskólakennarar kenna nokkurn veginn jafnmargar klukkustundir á ársgrundvelli og flestir kollegar þeirra á Norðurlöndunum og það er ástæða til þess að nefna sérstaklega að danskir framhaldsskólakennarar kenna 30% færri klukkustundir á ári en þeir íslensku. Það vekur auk þess athygli að frá aldamótum hafa kenndar stundir íslenskra framhaldsskólakennara á ársgrundvelli aukist um 17%. Og árlegur starfstími framhaldsskóla er mismunandi eftir löndum. Á Íslandi eru 35 kennsluvikur á ári, á meðan þær eru t.d. 42 í Danmörku og á öllum Norðurlöndunum er skólaárið lengra en það er á Íslandi. Svona mætti halda lengi áfram og benda á mismunandi uppbyggingu framhaldsskólans í OECD ríkjunum. En þá komum við að því sem skiptir ekki hvað síst máli en það er mismunandi menning innan þeirra landa sem við kjósum að bera okkur saman við. Atvinnuþátttaka framhaldsskólanema er nefnilega mjög mikil á Íslandi og skipta vinnandi hendur framhaldsskólanemenda verulegu máli í íslensku atvinnulífi yfir sumartímann. Á Íslandi flykkjast framhaldsskólanemendur á atvinnumarkaðinn á vorin og leysa af í hinum ýmsu störfum, svo ekki sé talað um sívaxandi ferðaþjónustu á Íslandi sem að hluta til er mönnuð af framhaldsskólanemendum yfir sumartímann. Það er ekki eðlilegt að handpikka út einstaka þætti á hátíðis- og tyllidögum og benda á til samanburðar eigi það að styðja við fyrirfram ákveðna niðurstöðu eins og t.d. styttingu námstíma til stúdentsprófs. Einföld stytting úr fjórum árum í þrjú að öðru óbreyttu getur engan veginn átt sér stað án þess að skerða innihaldið. Stúdentspróf er nefnilega ekki bara undirbúningur fyrir háskólanám, það felur í sér undirbúning einstaklinga fyrir líf og starf í lýðræðissamfélagi og er þáttur í því að auka víðsýni og almenna þekkingu. Með þessu greinarkorni er ég ekki að slá hugmyndir um styttingu námstíma til stúdentsprófs út af borðinu, ég er einfaldlega að benda á ef við ætlum að feta í spor frænda okkar, t.d. í Danmörku eins og oft hefur verið nefnt í umræðunni, verður að skoða uppbyggingu skólakerfisins í heild sinni. Ef við ætlum okkur að stytta námstíma til stúdentsprófs um eitt ár, verðum við einfaldlega að lengja skólaárið svo innihaldið skerðist ekki. Og það er engin smáræðs breyting. Erum til tilbúin til þess að lengja skólaárið um 7 vikur á ári? Það er ekki einkamál kennara, nemenda, foreldra eða ráðherra, það er stór efnahagsleg aðgerð sem hefur áhrif á íslenskt hagkerfi og varðar samfélagið allt. Nemendur hafa þannig færri bjargir um fjármögnun framhaldsskólanámsins (sem kostar því miður allt of mikið á Íslandi) með íþyngjandi efnahagslegum áhrifum á íslensk heimili. Hverjir eiga þá að ganga í sumarstörfin ef framhaldsskólanemendur eru uppteknir á skólabekk út júní og ágúst? Það er ekki mitt að svara þessum spurningum, það verðum við gera saman sem samfélag. Ég geri ekki ráð fyrir að framhaldsskólakennarar muni standa í vegi fyrir slíkum breytingum frekar en hver annar, en auðvitað mundi vikuleg kennsluskylda þeirra lækka samhliða lengingu skólaársins þar sem vinna þeirra myndi dreifast yfir lengri tíma. Þetta eru allt tæknilegar útfærslur og leysanlegar með samkomulagi. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að í íslenskum framhaldsskólum er veitt fyrirtaksþjónusta fyrir lítinn pening. Námstími til stúdentsprófs er sveigjanlegur í anda einstaklingsmiðaðrar nálgunar þar sem nemendur geta lokið stúdentsprófi á styttri eða lengri tíma, allt eftir getu og vilja hvers og eins. Framhaldsskólakennarar eru ekki dragbítar á skólaþróun með skýrt afmörkuðum kjarasamningum. Um allt má semja. En framhaldsskólakennarar munu aftur á móti standa vörð um gæði og innihald íslenska stúdentsprófsins af einurð og hörku. Framhaldsskólakennarar vita einfaldlega betur en sjálfskipaðir sérfræðingar í málefnum framhaldsskólans, því það að hafa setið á skólabekk gerir menn ekkert að sérfræðingum í skólamálum, frekar en sá sem hefur farið í uppskurð verður sérfræðingur í skurðlækningum. Ég skora á ráðamenn og íslenskt samfélag að fjalla um þessi mál af yfirvegun og sanngirni, vanda til verka og það sem mestu skiptir að fara rétt með staðreyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Sú umræða er að verða háværari í samfélaginu að námstími til stúdentsprófs á Íslandi sé of langur í samanburði við nágrannalönd okkar. Ýmsir álitsgjafar og fastapennar á ritvellinum hafa tekið undir vangaveltur menntamálaráðherra og rennir mig í grun að leikmenn sem ekki þekkja til innan framhaldsskólans séu að draga ályktanir út frá röngum forsendum. Á Íslandi er skólaganga frá grunnskóla til stúdentsprófs 14 ár á meðan umrædd viðmið á Norðurlöndunum eru 13 ár. ann rennir í grun hvers vegna umræða um styttingu er hávær þessi síðustu misseri, hér er tækifæri til að spara í skólakerfinu sem nemur heildarskostnaði heils skólaárs. Það er þó heldur verra að umræðan um málið er á villigötum, mikilvæg gögn vantar og heildarsamhengi skortir. Þá hafa sumir jafnvel beint spjótum sínum að framhaldsskólakennurum og sagt kjarasamninga þeirra standa í vegi fyrir eðlilegri skólaþróun. Í umræðunni er að íslenskt skólakerfi sé með því dýrasta í OECD ríkjunum, íslenskir kennarar verji minni tíma með nemendum sínum en kollegar þeirra í nágrannalöndum okkar, brottfall úr framhaldsskóla sé meira á Íslandi en í OECD ríkjunum að meðaltali og Ísland sé í hópi landa eins og Ítalíu, Grikklands og Tyrklands þegar kemur að því hversu stórt hlutfall nemenda lýkur framhaldsskólaprófi. Skoðum málið nánar og höfum staðreyndir á hreinu. Efnahags og framfarastofnunin OECD gefur árlega út skýrslu um stöðu menntamála í aðildarríkjum stofnunarinnar. Þar má nálgast lykiltölur og samanburð um ýmsa þætti er varðar menntun á öllum skólastigum. Þar t.d. kemur fram að kostnaður við hvern framhaldsskólanemanda á Íslandi er 16% lægri en í OECD ríkjunum að meðaltali. Ekki bara það, kostnaður við framhaldsskóla er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Íslenskir framhaldsskólakennarar kenna nokkurn veginn jafnmargar klukkustundir á ársgrundvelli og flestir kollegar þeirra á Norðurlöndunum og það er ástæða til þess að nefna sérstaklega að danskir framhaldsskólakennarar kenna 30% færri klukkustundir á ári en þeir íslensku. Það vekur auk þess athygli að frá aldamótum hafa kenndar stundir íslenskra framhaldsskólakennara á ársgrundvelli aukist um 17%. Og árlegur starfstími framhaldsskóla er mismunandi eftir löndum. Á Íslandi eru 35 kennsluvikur á ári, á meðan þær eru t.d. 42 í Danmörku og á öllum Norðurlöndunum er skólaárið lengra en það er á Íslandi. Svona mætti halda lengi áfram og benda á mismunandi uppbyggingu framhaldsskólans í OECD ríkjunum. En þá komum við að því sem skiptir ekki hvað síst máli en það er mismunandi menning innan þeirra landa sem við kjósum að bera okkur saman við. Atvinnuþátttaka framhaldsskólanema er nefnilega mjög mikil á Íslandi og skipta vinnandi hendur framhaldsskólanemenda verulegu máli í íslensku atvinnulífi yfir sumartímann. Á Íslandi flykkjast framhaldsskólanemendur á atvinnumarkaðinn á vorin og leysa af í hinum ýmsu störfum, svo ekki sé talað um sívaxandi ferðaþjónustu á Íslandi sem að hluta til er mönnuð af framhaldsskólanemendum yfir sumartímann. Það er ekki eðlilegt að handpikka út einstaka þætti á hátíðis- og tyllidögum og benda á til samanburðar eigi það að styðja við fyrirfram ákveðna niðurstöðu eins og t.d. styttingu námstíma til stúdentsprófs. Einföld stytting úr fjórum árum í þrjú að öðru óbreyttu getur engan veginn átt sér stað án þess að skerða innihaldið. Stúdentspróf er nefnilega ekki bara undirbúningur fyrir háskólanám, það felur í sér undirbúning einstaklinga fyrir líf og starf í lýðræðissamfélagi og er þáttur í því að auka víðsýni og almenna þekkingu. Með þessu greinarkorni er ég ekki að slá hugmyndir um styttingu námstíma til stúdentsprófs út af borðinu, ég er einfaldlega að benda á ef við ætlum að feta í spor frænda okkar, t.d. í Danmörku eins og oft hefur verið nefnt í umræðunni, verður að skoða uppbyggingu skólakerfisins í heild sinni. Ef við ætlum okkur að stytta námstíma til stúdentsprófs um eitt ár, verðum við einfaldlega að lengja skólaárið svo innihaldið skerðist ekki. Og það er engin smáræðs breyting. Erum til tilbúin til þess að lengja skólaárið um 7 vikur á ári? Það er ekki einkamál kennara, nemenda, foreldra eða ráðherra, það er stór efnahagsleg aðgerð sem hefur áhrif á íslenskt hagkerfi og varðar samfélagið allt. Nemendur hafa þannig færri bjargir um fjármögnun framhaldsskólanámsins (sem kostar því miður allt of mikið á Íslandi) með íþyngjandi efnahagslegum áhrifum á íslensk heimili. Hverjir eiga þá að ganga í sumarstörfin ef framhaldsskólanemendur eru uppteknir á skólabekk út júní og ágúst? Það er ekki mitt að svara þessum spurningum, það verðum við gera saman sem samfélag. Ég geri ekki ráð fyrir að framhaldsskólakennarar muni standa í vegi fyrir slíkum breytingum frekar en hver annar, en auðvitað mundi vikuleg kennsluskylda þeirra lækka samhliða lengingu skólaársins þar sem vinna þeirra myndi dreifast yfir lengri tíma. Þetta eru allt tæknilegar útfærslur og leysanlegar með samkomulagi. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að í íslenskum framhaldsskólum er veitt fyrirtaksþjónusta fyrir lítinn pening. Námstími til stúdentsprófs er sveigjanlegur í anda einstaklingsmiðaðrar nálgunar þar sem nemendur geta lokið stúdentsprófi á styttri eða lengri tíma, allt eftir getu og vilja hvers og eins. Framhaldsskólakennarar eru ekki dragbítar á skólaþróun með skýrt afmörkuðum kjarasamningum. Um allt má semja. En framhaldsskólakennarar munu aftur á móti standa vörð um gæði og innihald íslenska stúdentsprófsins af einurð og hörku. Framhaldsskólakennarar vita einfaldlega betur en sjálfskipaðir sérfræðingar í málefnum framhaldsskólans, því það að hafa setið á skólabekk gerir menn ekkert að sérfræðingum í skólamálum, frekar en sá sem hefur farið í uppskurð verður sérfræðingur í skurðlækningum. Ég skora á ráðamenn og íslenskt samfélag að fjalla um þessi mál af yfirvegun og sanngirni, vanda til verka og það sem mestu skiptir að fara rétt með staðreyndir.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun