Nokkur orð um styttingu námstíma til stúdentsprófs Guðríður Arnardóttir skrifar 14. janúar 2014 06:00 Sú umræða er að verða háværari í samfélaginu að námstími til stúdentsprófs á Íslandi sé of langur í samanburði við nágrannalönd okkar. Ýmsir álitsgjafar og fastapennar á ritvellinum hafa tekið undir vangaveltur menntamálaráðherra og rennir mig í grun að leikmenn sem ekki þekkja til innan framhaldsskólans séu að draga ályktanir út frá röngum forsendum. Á Íslandi er skólaganga frá grunnskóla til stúdentsprófs 14 ár á meðan umrædd viðmið á Norðurlöndunum eru 13 ár. ann rennir í grun hvers vegna umræða um styttingu er hávær þessi síðustu misseri, hér er tækifæri til að spara í skólakerfinu sem nemur heildarskostnaði heils skólaárs. Það er þó heldur verra að umræðan um málið er á villigötum, mikilvæg gögn vantar og heildarsamhengi skortir. Þá hafa sumir jafnvel beint spjótum sínum að framhaldsskólakennurum og sagt kjarasamninga þeirra standa í vegi fyrir eðlilegri skólaþróun. Í umræðunni er að íslenskt skólakerfi sé með því dýrasta í OECD ríkjunum, íslenskir kennarar verji minni tíma með nemendum sínum en kollegar þeirra í nágrannalöndum okkar, brottfall úr framhaldsskóla sé meira á Íslandi en í OECD ríkjunum að meðaltali og Ísland sé í hópi landa eins og Ítalíu, Grikklands og Tyrklands þegar kemur að því hversu stórt hlutfall nemenda lýkur framhaldsskólaprófi. Skoðum málið nánar og höfum staðreyndir á hreinu. Efnahags og framfarastofnunin OECD gefur árlega út skýrslu um stöðu menntamála í aðildarríkjum stofnunarinnar. Þar má nálgast lykiltölur og samanburð um ýmsa þætti er varðar menntun á öllum skólastigum. Þar t.d. kemur fram að kostnaður við hvern framhaldsskólanemanda á Íslandi er 16% lægri en í OECD ríkjunum að meðaltali. Ekki bara það, kostnaður við framhaldsskóla er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Íslenskir framhaldsskólakennarar kenna nokkurn veginn jafnmargar klukkustundir á ársgrundvelli og flestir kollegar þeirra á Norðurlöndunum og það er ástæða til þess að nefna sérstaklega að danskir framhaldsskólakennarar kenna 30% færri klukkustundir á ári en þeir íslensku. Það vekur auk þess athygli að frá aldamótum hafa kenndar stundir íslenskra framhaldsskólakennara á ársgrundvelli aukist um 17%. Og árlegur starfstími framhaldsskóla er mismunandi eftir löndum. Á Íslandi eru 35 kennsluvikur á ári, á meðan þær eru t.d. 42 í Danmörku og á öllum Norðurlöndunum er skólaárið lengra en það er á Íslandi. Svona mætti halda lengi áfram og benda á mismunandi uppbyggingu framhaldsskólans í OECD ríkjunum. En þá komum við að því sem skiptir ekki hvað síst máli en það er mismunandi menning innan þeirra landa sem við kjósum að bera okkur saman við. Atvinnuþátttaka framhaldsskólanema er nefnilega mjög mikil á Íslandi og skipta vinnandi hendur framhaldsskólanemenda verulegu máli í íslensku atvinnulífi yfir sumartímann. Á Íslandi flykkjast framhaldsskólanemendur á atvinnumarkaðinn á vorin og leysa af í hinum ýmsu störfum, svo ekki sé talað um sívaxandi ferðaþjónustu á Íslandi sem að hluta til er mönnuð af framhaldsskólanemendum yfir sumartímann. Það er ekki eðlilegt að handpikka út einstaka þætti á hátíðis- og tyllidögum og benda á til samanburðar eigi það að styðja við fyrirfram ákveðna niðurstöðu eins og t.d. styttingu námstíma til stúdentsprófs. Einföld stytting úr fjórum árum í þrjú að öðru óbreyttu getur engan veginn átt sér stað án þess að skerða innihaldið. Stúdentspróf er nefnilega ekki bara undirbúningur fyrir háskólanám, það felur í sér undirbúning einstaklinga fyrir líf og starf í lýðræðissamfélagi og er þáttur í því að auka víðsýni og almenna þekkingu. Með þessu greinarkorni er ég ekki að slá hugmyndir um styttingu námstíma til stúdentsprófs út af borðinu, ég er einfaldlega að benda á ef við ætlum að feta í spor frænda okkar, t.d. í Danmörku eins og oft hefur verið nefnt í umræðunni, verður að skoða uppbyggingu skólakerfisins í heild sinni. Ef við ætlum okkur að stytta námstíma til stúdentsprófs um eitt ár, verðum við einfaldlega að lengja skólaárið svo innihaldið skerðist ekki. Og það er engin smáræðs breyting. Erum til tilbúin til þess að lengja skólaárið um 7 vikur á ári? Það er ekki einkamál kennara, nemenda, foreldra eða ráðherra, það er stór efnahagsleg aðgerð sem hefur áhrif á íslenskt hagkerfi og varðar samfélagið allt. Nemendur hafa þannig færri bjargir um fjármögnun framhaldsskólanámsins (sem kostar því miður allt of mikið á Íslandi) með íþyngjandi efnahagslegum áhrifum á íslensk heimili. Hverjir eiga þá að ganga í sumarstörfin ef framhaldsskólanemendur eru uppteknir á skólabekk út júní og ágúst? Það er ekki mitt að svara þessum spurningum, það verðum við gera saman sem samfélag. Ég geri ekki ráð fyrir að framhaldsskólakennarar muni standa í vegi fyrir slíkum breytingum frekar en hver annar, en auðvitað mundi vikuleg kennsluskylda þeirra lækka samhliða lengingu skólaársins þar sem vinna þeirra myndi dreifast yfir lengri tíma. Þetta eru allt tæknilegar útfærslur og leysanlegar með samkomulagi. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að í íslenskum framhaldsskólum er veitt fyrirtaksþjónusta fyrir lítinn pening. Námstími til stúdentsprófs er sveigjanlegur í anda einstaklingsmiðaðrar nálgunar þar sem nemendur geta lokið stúdentsprófi á styttri eða lengri tíma, allt eftir getu og vilja hvers og eins. Framhaldsskólakennarar eru ekki dragbítar á skólaþróun með skýrt afmörkuðum kjarasamningum. Um allt má semja. En framhaldsskólakennarar munu aftur á móti standa vörð um gæði og innihald íslenska stúdentsprófsins af einurð og hörku. Framhaldsskólakennarar vita einfaldlega betur en sjálfskipaðir sérfræðingar í málefnum framhaldsskólans, því það að hafa setið á skólabekk gerir menn ekkert að sérfræðingum í skólamálum, frekar en sá sem hefur farið í uppskurð verður sérfræðingur í skurðlækningum. Ég skora á ráðamenn og íslenskt samfélag að fjalla um þessi mál af yfirvegun og sanngirni, vanda til verka og það sem mestu skiptir að fara rétt með staðreyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Sú umræða er að verða háværari í samfélaginu að námstími til stúdentsprófs á Íslandi sé of langur í samanburði við nágrannalönd okkar. Ýmsir álitsgjafar og fastapennar á ritvellinum hafa tekið undir vangaveltur menntamálaráðherra og rennir mig í grun að leikmenn sem ekki þekkja til innan framhaldsskólans séu að draga ályktanir út frá röngum forsendum. Á Íslandi er skólaganga frá grunnskóla til stúdentsprófs 14 ár á meðan umrædd viðmið á Norðurlöndunum eru 13 ár. ann rennir í grun hvers vegna umræða um styttingu er hávær þessi síðustu misseri, hér er tækifæri til að spara í skólakerfinu sem nemur heildarskostnaði heils skólaárs. Það er þó heldur verra að umræðan um málið er á villigötum, mikilvæg gögn vantar og heildarsamhengi skortir. Þá hafa sumir jafnvel beint spjótum sínum að framhaldsskólakennurum og sagt kjarasamninga þeirra standa í vegi fyrir eðlilegri skólaþróun. Í umræðunni er að íslenskt skólakerfi sé með því dýrasta í OECD ríkjunum, íslenskir kennarar verji minni tíma með nemendum sínum en kollegar þeirra í nágrannalöndum okkar, brottfall úr framhaldsskóla sé meira á Íslandi en í OECD ríkjunum að meðaltali og Ísland sé í hópi landa eins og Ítalíu, Grikklands og Tyrklands þegar kemur að því hversu stórt hlutfall nemenda lýkur framhaldsskólaprófi. Skoðum málið nánar og höfum staðreyndir á hreinu. Efnahags og framfarastofnunin OECD gefur árlega út skýrslu um stöðu menntamála í aðildarríkjum stofnunarinnar. Þar má nálgast lykiltölur og samanburð um ýmsa þætti er varðar menntun á öllum skólastigum. Þar t.d. kemur fram að kostnaður við hvern framhaldsskólanemanda á Íslandi er 16% lægri en í OECD ríkjunum að meðaltali. Ekki bara það, kostnaður við framhaldsskóla er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Íslenskir framhaldsskólakennarar kenna nokkurn veginn jafnmargar klukkustundir á ársgrundvelli og flestir kollegar þeirra á Norðurlöndunum og það er ástæða til þess að nefna sérstaklega að danskir framhaldsskólakennarar kenna 30% færri klukkustundir á ári en þeir íslensku. Það vekur auk þess athygli að frá aldamótum hafa kenndar stundir íslenskra framhaldsskólakennara á ársgrundvelli aukist um 17%. Og árlegur starfstími framhaldsskóla er mismunandi eftir löndum. Á Íslandi eru 35 kennsluvikur á ári, á meðan þær eru t.d. 42 í Danmörku og á öllum Norðurlöndunum er skólaárið lengra en það er á Íslandi. Svona mætti halda lengi áfram og benda á mismunandi uppbyggingu framhaldsskólans í OECD ríkjunum. En þá komum við að því sem skiptir ekki hvað síst máli en það er mismunandi menning innan þeirra landa sem við kjósum að bera okkur saman við. Atvinnuþátttaka framhaldsskólanema er nefnilega mjög mikil á Íslandi og skipta vinnandi hendur framhaldsskólanemenda verulegu máli í íslensku atvinnulífi yfir sumartímann. Á Íslandi flykkjast framhaldsskólanemendur á atvinnumarkaðinn á vorin og leysa af í hinum ýmsu störfum, svo ekki sé talað um sívaxandi ferðaþjónustu á Íslandi sem að hluta til er mönnuð af framhaldsskólanemendum yfir sumartímann. Það er ekki eðlilegt að handpikka út einstaka þætti á hátíðis- og tyllidögum og benda á til samanburðar eigi það að styðja við fyrirfram ákveðna niðurstöðu eins og t.d. styttingu námstíma til stúdentsprófs. Einföld stytting úr fjórum árum í þrjú að öðru óbreyttu getur engan veginn átt sér stað án þess að skerða innihaldið. Stúdentspróf er nefnilega ekki bara undirbúningur fyrir háskólanám, það felur í sér undirbúning einstaklinga fyrir líf og starf í lýðræðissamfélagi og er þáttur í því að auka víðsýni og almenna þekkingu. Með þessu greinarkorni er ég ekki að slá hugmyndir um styttingu námstíma til stúdentsprófs út af borðinu, ég er einfaldlega að benda á ef við ætlum að feta í spor frænda okkar, t.d. í Danmörku eins og oft hefur verið nefnt í umræðunni, verður að skoða uppbyggingu skólakerfisins í heild sinni. Ef við ætlum okkur að stytta námstíma til stúdentsprófs um eitt ár, verðum við einfaldlega að lengja skólaárið svo innihaldið skerðist ekki. Og það er engin smáræðs breyting. Erum til tilbúin til þess að lengja skólaárið um 7 vikur á ári? Það er ekki einkamál kennara, nemenda, foreldra eða ráðherra, það er stór efnahagsleg aðgerð sem hefur áhrif á íslenskt hagkerfi og varðar samfélagið allt. Nemendur hafa þannig færri bjargir um fjármögnun framhaldsskólanámsins (sem kostar því miður allt of mikið á Íslandi) með íþyngjandi efnahagslegum áhrifum á íslensk heimili. Hverjir eiga þá að ganga í sumarstörfin ef framhaldsskólanemendur eru uppteknir á skólabekk út júní og ágúst? Það er ekki mitt að svara þessum spurningum, það verðum við gera saman sem samfélag. Ég geri ekki ráð fyrir að framhaldsskólakennarar muni standa í vegi fyrir slíkum breytingum frekar en hver annar, en auðvitað mundi vikuleg kennsluskylda þeirra lækka samhliða lengingu skólaársins þar sem vinna þeirra myndi dreifast yfir lengri tíma. Þetta eru allt tæknilegar útfærslur og leysanlegar með samkomulagi. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að í íslenskum framhaldsskólum er veitt fyrirtaksþjónusta fyrir lítinn pening. Námstími til stúdentsprófs er sveigjanlegur í anda einstaklingsmiðaðrar nálgunar þar sem nemendur geta lokið stúdentsprófi á styttri eða lengri tíma, allt eftir getu og vilja hvers og eins. Framhaldsskólakennarar eru ekki dragbítar á skólaþróun með skýrt afmörkuðum kjarasamningum. Um allt má semja. En framhaldsskólakennarar munu aftur á móti standa vörð um gæði og innihald íslenska stúdentsprófsins af einurð og hörku. Framhaldsskólakennarar vita einfaldlega betur en sjálfskipaðir sérfræðingar í málefnum framhaldsskólans, því það að hafa setið á skólabekk gerir menn ekkert að sérfræðingum í skólamálum, frekar en sá sem hefur farið í uppskurð verður sérfræðingur í skurðlækningum. Ég skora á ráðamenn og íslenskt samfélag að fjalla um þessi mál af yfirvegun og sanngirni, vanda til verka og það sem mestu skiptir að fara rétt með staðreyndir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar