Körfubolti

Snæfell pakkaði Grindavík saman og er eitt á toppnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hildur Sigurðardóttir skoraði 13 stig.
Hildur Sigurðardóttir skoraði 13 stig.
Íslandsmeistarar Snæfells unnu 24 stiga heimasigur á Grindavík, 80-56, í frestuðum leik í 12. umferð Dominos-deildar kvenna sem fram fór í kvöld.

Kristen Danise McCarthy var stigahæst hjá Snæfelli með 30 stig auk þess sem hún tók 14 fráköst, en leikstjórnandinn Hildur Sigurðardóttir skoraði 13 stig og gaf 10 stoðsendingar.

Rachel Tecca var atkvæðamest hjá gestunum með 29 stig og 14 stoðsendingar og María Ben Erlingsdóttir skoraði 11 stig og tók 6 fráköst.

Snæfell er nú eitt á toppnum með 22 stig eftir tólf umferðir, en liðið hefur unnið ellefu leiki og tapað aðeins einum. Grindavík er í fimmta sæti með tólf stig.

Snæfell-Grindavík 80-56 (26-17, 15-11, 19-20, 20-8)

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 30/14 fráköst/6 stolnir, Hildur Sigurðardóttir 13/10 fráköst/6 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 12/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 8/5 fráköst.

Grindavík: Rachel Tecca 29/14 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 11/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 8/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 6/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×