Fyrir hrun Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 12. nóvember 2014 14:02 Mörgum finnst hægt ganga að rétta þjóðarskútuna við eftir hrun og telja að ýmsir hefðbundnir mælikvarðar sýni verri stöðu en áður var. Fyrir hrun var neyslan vissulega mun auðveldari með ofurkrónu og ótakmarkað aðgengi að lánsfé. Með þessum skrifum er ekki ætlunin að stinga sér á kaf í pólitík heldur velta upp nokkrum atriðum sem sjaldnast eru skoðuð í dægurþrasi stjórnmálanna. Þegar rýnt er í ýmsa óhefðbundna mælikvarða fyrir og eftir hrun kemur ýmislegt í ljós. Fyrir hrun voru hjólreiðar áhugamál örfárra, í dag eru hjólreiðar gildur samgöngumáti fjölmargra. Fyrir hrun fóru allt of fáir með Strætó, í dag er fjöldinn komin yfir 10 milljón farþega á ári. Fyrir hrun voru eyðslugildi nýskráðra bifreiða yfir 8 L/100 km, Í dag er það rúmlega 5 L/100 km. Fyrir hrun var nánast enginn rafbíll á Íslandi, í dag eru þeir yfir 200 og fer fjölgandi. Fyrir hrun var metangas einungis framleitt í Reykjavík, í dag er það líka framleitt á Akureyri. Fyrir hrun var bara ein metanafgreiðslustöð, í dag eru þær nokkrar. Fyrir hrun var ekkert metanól framleitt á Íslandi, í dag er metanólverksmiðja starfandi við Svartsengi. Fyrir hrun var ekki til íslenskur lífdísill, í dag er lífdísilverksmiðja á Akureyri. Fyrir hrun lögðust strandflutningar af, í dag eru þeir byrjaðir aftur. Fyrir hrun var græn raforkuframleiðsla á Íslandi 10 GWst, í dag er hún 18 GWst. Samt hefur raforkunotkun á hverja íbúð dregist saman úr 4,9 MWst fyrir hrun í 4,4 MWst í dag. Fyrir hrun notaði nánast enginn varmadælur, í dag eru þær mörg hundruð með tilheyrandi raforkusparnaði, Fyrir hrun var glóperan allsráðandi, í dag nota flestir betri ljóstækni með tilheyrandi raforkusparnaði. Fyrir hrun var Ísland eina Evrópulandið án vindmylla, í dag er afl vindorku komið yfir 4 MW. Fyrir hrun notuðu allir bensínsláttuvélar í garðinum, í dag skipta sífellt fleiri yfir í rafmagnssláttuvélar. Fyrir hrun keyrðu flestar fiskimjölsverksmiðjur á olíu, í dag hafa nánast allar skipt yfir í innlent rafmagn. Fyrir hrun var ekkert gagnaver Ísland, í dag eru þau nokkur. Fyrir hrun, 2007, var heildarmagn úrgangs móttekið af Sorpu 217 þúsund tonn, eftir hrun, 2013, var það 152 þúsund tonn. Fyrir hrun var allur lífrænn úrgangur í Eyjafirði urðaður, í dag er þar framleidd umhverfisvæn molta með tilheyrandi útblástursparnaði. Fyrir hrun var flokkun og endurvinnsla undantekning á landsbyggðinni, í dag er hún mikil og almenn. Fyrir hrun var eftirmarkaður með notaða hluti veikur, í dag er hægt að endurselja flest. Fyrir hrun voru plastpokar allsráðandi, í dag eru þeir á útleið. Fyrir hrun voru flest samskipti við stofnanir á útprentuðum bréfum, í dag eru þau að mestu rafræn. Fyrir hrun voru þrjú fyrirtæki Svansvottuð, í dag eru þau um 30. Árið 2007 fengu 4 fyrirtæki ISO 14001 umhverfisvottun, 2013 fengu 38 fyrirtæki slíka vottun. Þó að samfélagið sé í kröggum í ýmsum málaflokkum, þá hefur það samt sem áður þokast í rétta átt á mörgum sviðum. Frá hruni hefur nánast allt pólitíska litrófið skipt með sér valdataumunum, þannig að ætla má að þverpólitísk samstaða sé um að halda áfram á sömu braut. Í umhverfismálum erum við með öðrum orðum komin af stað sem samfélag en þurfum bara að fara miklu hraðar og lengra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mörgum finnst hægt ganga að rétta þjóðarskútuna við eftir hrun og telja að ýmsir hefðbundnir mælikvarðar sýni verri stöðu en áður var. Fyrir hrun var neyslan vissulega mun auðveldari með ofurkrónu og ótakmarkað aðgengi að lánsfé. Með þessum skrifum er ekki ætlunin að stinga sér á kaf í pólitík heldur velta upp nokkrum atriðum sem sjaldnast eru skoðuð í dægurþrasi stjórnmálanna. Þegar rýnt er í ýmsa óhefðbundna mælikvarða fyrir og eftir hrun kemur ýmislegt í ljós. Fyrir hrun voru hjólreiðar áhugamál örfárra, í dag eru hjólreiðar gildur samgöngumáti fjölmargra. Fyrir hrun fóru allt of fáir með Strætó, í dag er fjöldinn komin yfir 10 milljón farþega á ári. Fyrir hrun voru eyðslugildi nýskráðra bifreiða yfir 8 L/100 km, Í dag er það rúmlega 5 L/100 km. Fyrir hrun var nánast enginn rafbíll á Íslandi, í dag eru þeir yfir 200 og fer fjölgandi. Fyrir hrun var metangas einungis framleitt í Reykjavík, í dag er það líka framleitt á Akureyri. Fyrir hrun var bara ein metanafgreiðslustöð, í dag eru þær nokkrar. Fyrir hrun var ekkert metanól framleitt á Íslandi, í dag er metanólverksmiðja starfandi við Svartsengi. Fyrir hrun var ekki til íslenskur lífdísill, í dag er lífdísilverksmiðja á Akureyri. Fyrir hrun lögðust strandflutningar af, í dag eru þeir byrjaðir aftur. Fyrir hrun var græn raforkuframleiðsla á Íslandi 10 GWst, í dag er hún 18 GWst. Samt hefur raforkunotkun á hverja íbúð dregist saman úr 4,9 MWst fyrir hrun í 4,4 MWst í dag. Fyrir hrun notaði nánast enginn varmadælur, í dag eru þær mörg hundruð með tilheyrandi raforkusparnaði, Fyrir hrun var glóperan allsráðandi, í dag nota flestir betri ljóstækni með tilheyrandi raforkusparnaði. Fyrir hrun var Ísland eina Evrópulandið án vindmylla, í dag er afl vindorku komið yfir 4 MW. Fyrir hrun notuðu allir bensínsláttuvélar í garðinum, í dag skipta sífellt fleiri yfir í rafmagnssláttuvélar. Fyrir hrun keyrðu flestar fiskimjölsverksmiðjur á olíu, í dag hafa nánast allar skipt yfir í innlent rafmagn. Fyrir hrun var ekkert gagnaver Ísland, í dag eru þau nokkur. Fyrir hrun, 2007, var heildarmagn úrgangs móttekið af Sorpu 217 þúsund tonn, eftir hrun, 2013, var það 152 þúsund tonn. Fyrir hrun var allur lífrænn úrgangur í Eyjafirði urðaður, í dag er þar framleidd umhverfisvæn molta með tilheyrandi útblástursparnaði. Fyrir hrun var flokkun og endurvinnsla undantekning á landsbyggðinni, í dag er hún mikil og almenn. Fyrir hrun var eftirmarkaður með notaða hluti veikur, í dag er hægt að endurselja flest. Fyrir hrun voru plastpokar allsráðandi, í dag eru þeir á útleið. Fyrir hrun voru flest samskipti við stofnanir á útprentuðum bréfum, í dag eru þau að mestu rafræn. Fyrir hrun voru þrjú fyrirtæki Svansvottuð, í dag eru þau um 30. Árið 2007 fengu 4 fyrirtæki ISO 14001 umhverfisvottun, 2013 fengu 38 fyrirtæki slíka vottun. Þó að samfélagið sé í kröggum í ýmsum málaflokkum, þá hefur það samt sem áður þokast í rétta átt á mörgum sviðum. Frá hruni hefur nánast allt pólitíska litrófið skipt með sér valdataumunum, þannig að ætla má að þverpólitísk samstaða sé um að halda áfram á sömu braut. Í umhverfismálum erum við með öðrum orðum komin af stað sem samfélag en þurfum bara að fara miklu hraðar og lengra.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun