Kæri Illugi Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 20. október 2014 11:36 Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 916 einstaklingar sem að vilja mennta sig í framhaldsskólum en fá það ekki vegna aldurs. Þú hefur sagt að framhaldsskólinn á að vera ungmennaskóli og á þess vegna að henda framtíð 916 einstaklinga út á gaddinn? Litið hefur þú til frænda okkar á norðurlöndunum en þar eru sérstök úrræði fyrir eldri nemendur. Í nágrannalöndum okkar er gert ráð fyrir að framhaldsskólanemar séu ekki eldri en u.þ.b. 25 ára. Í Svíþjóð er boðið upp á ókeypis nám fyrir eldri nemendur á vegum sveitarfélaga í sérstökum fullorðinsfræðslustofnunum. Auk þess sem að námið er ókeypis fá nemendur í 100-400 evra styrk á mánuði til að standa straum af kostnaði t.d. við bókakaup. Þau úrræði sem eru í boði á Íslandi fyrir þá sem hyggjast ljúka námi eftir 25 ára aldur eru frumgreinadeildir, fjarnám, dagskóli og kvöldskóli. Nái þínar hugmyndir fram að ganga munu a.m.k. tveir síðastnefndu kostirnir ekki standa lengur til boða. Eftir standa frumgreinadeildirnar en tækifæri við að sækja nám við þær eru ekki sambærileg að því leiti að það er talsvert kostnaðarsamara. Frumgreinadeildirnar eru reknar af sjálfseignarstofnunum. Er verið að einkavæða nám fyrir þennan aldurshóp? Eins og kom fram í Fréttablaðinu er gífurlegur verðmunur á innritunargjöldum í framhaldsskóla sem eru um 13.000 kr eða t.d. Háskólabrú Keilis en þar kostar önnin að jafnaði 225.000 kr. Þar að auki stendur nám á slíkum brautum þeim aðeins til boða sem að hafa lokið grunnáfögnum í framhaldsskólum. Okkur þykir ljóst að ef standa á vörð um jöfn tækifæri til að sækja sér nám verður að bjóða upp á ný úrræði. Nú hefur þú sagt að komið verði til móts við þennan hóp sem er í sjálfu sér rétt. Tækifærin standa þessu fólki til boða en eru ekki sambærileg. Hér sitja ekki allir við sama borð vegna þess að kostnaðurinn við þessi úrræði eru margfalt meiri en kostnaðurinn við það nám sem stendur til boða í framhaldsskólum fyrir yngri aldurshópinn. Kæri Illugi, þú talar um aðgengi náms, þú talar um fjölbreytileika í námi en þú bregst við með skerðingu og setur upp vegatálma í námsleiðum. Við viljum sjá skilvirkari aðgerðir, við viljum sjá betri úrlausnir, við viljum ekki fljótfærni í vinnubrögðum við skipulagningu menntakerfisins. Við vonum kæri Illugi að þar séum við sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 916 einstaklingar sem að vilja mennta sig í framhaldsskólum en fá það ekki vegna aldurs. Þú hefur sagt að framhaldsskólinn á að vera ungmennaskóli og á þess vegna að henda framtíð 916 einstaklinga út á gaddinn? Litið hefur þú til frænda okkar á norðurlöndunum en þar eru sérstök úrræði fyrir eldri nemendur. Í nágrannalöndum okkar er gert ráð fyrir að framhaldsskólanemar séu ekki eldri en u.þ.b. 25 ára. Í Svíþjóð er boðið upp á ókeypis nám fyrir eldri nemendur á vegum sveitarfélaga í sérstökum fullorðinsfræðslustofnunum. Auk þess sem að námið er ókeypis fá nemendur í 100-400 evra styrk á mánuði til að standa straum af kostnaði t.d. við bókakaup. Þau úrræði sem eru í boði á Íslandi fyrir þá sem hyggjast ljúka námi eftir 25 ára aldur eru frumgreinadeildir, fjarnám, dagskóli og kvöldskóli. Nái þínar hugmyndir fram að ganga munu a.m.k. tveir síðastnefndu kostirnir ekki standa lengur til boða. Eftir standa frumgreinadeildirnar en tækifæri við að sækja nám við þær eru ekki sambærileg að því leiti að það er talsvert kostnaðarsamara. Frumgreinadeildirnar eru reknar af sjálfseignarstofnunum. Er verið að einkavæða nám fyrir þennan aldurshóp? Eins og kom fram í Fréttablaðinu er gífurlegur verðmunur á innritunargjöldum í framhaldsskóla sem eru um 13.000 kr eða t.d. Háskólabrú Keilis en þar kostar önnin að jafnaði 225.000 kr. Þar að auki stendur nám á slíkum brautum þeim aðeins til boða sem að hafa lokið grunnáfögnum í framhaldsskólum. Okkur þykir ljóst að ef standa á vörð um jöfn tækifæri til að sækja sér nám verður að bjóða upp á ný úrræði. Nú hefur þú sagt að komið verði til móts við þennan hóp sem er í sjálfu sér rétt. Tækifærin standa þessu fólki til boða en eru ekki sambærileg. Hér sitja ekki allir við sama borð vegna þess að kostnaðurinn við þessi úrræði eru margfalt meiri en kostnaðurinn við það nám sem stendur til boða í framhaldsskólum fyrir yngri aldurshópinn. Kæri Illugi, þú talar um aðgengi náms, þú talar um fjölbreytileika í námi en þú bregst við með skerðingu og setur upp vegatálma í námsleiðum. Við viljum sjá skilvirkari aðgerðir, við viljum sjá betri úrlausnir, við viljum ekki fljótfærni í vinnubrögðum við skipulagningu menntakerfisins. Við vonum kæri Illugi að þar séum við sammála.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun