Sigmundur Davíð um stjórnarandstöðuna: „Endursýna gamalt efni“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. október 2014 16:36 Orð Sigmundar Davíðs um endursýnt efni féllu í grýttan jarðveg hjá stjórnarandstöðunni. Vísir / GVA „Stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í sérstökum umræðum um úthlutun menningarstyrkja á Alþingi í dag. Furðaði hann sig á umræðunni þar sem hún snéri um lið á fjárlögum sem samþykktur var 2012. Þessum ummælum tóku stjórnarandstöðuþingmenn illa og bentu á að óskað hafi verið eftir umræðunni í febrúar síðastliðnum og hún væri fyrst núna komin á dagskrá. „Hæstvirtur forsætisráðherra atyrti hér háttvirtan þingmann Brynhildi Pétursdóttur fyrir að efna til sérstakrar umræðu sem hún er búin að bíða eftir að fá svar við síðan í febrúar,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni Sigmundar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók í sama streng. „Hér þurfa háttvirtir þingmenn, eins og háttvirtur þingmaður Brynhildur Pétursdóttir, að bíða mánuðum saman eftir að fá sérstaka umræðu um mál sem varðar góða stjórnsýslu og stjórnsýsluhætti, fá síðan yfir sig ádrepi yfir það að ljá máls á þessu máli, eftir að hafa beðið lengi eftir að taka það upp,“ sagði hún meðal annars. Styrkveitingarnar sem um ræðir er 205 milljónir sem veittar voru til atvinnuskapandi minjaverkefna. Mörg þeirra verkefna sem styrkt voru gátu sótt um styrki í samkeppnissjóðum. Ríkisendurskoðun gagnrýndi hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkjanna í skýrslu sem kom út í júní síðastliðnum. Þar hvatti stofnunin ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þó að sérstaka umræðan sé að fara fram í dag er þetta ekki í fyrsta sinn sem málið kemur til umfjöllunar. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir um málið fyrir forsætisráðherra en hún óskaði eftir umræðunni. Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í sérstökum umræðum um úthlutun menningarstyrkja á Alþingi í dag. Furðaði hann sig á umræðunni þar sem hún snéri um lið á fjárlögum sem samþykktur var 2012. Þessum ummælum tóku stjórnarandstöðuþingmenn illa og bentu á að óskað hafi verið eftir umræðunni í febrúar síðastliðnum og hún væri fyrst núna komin á dagskrá. „Hæstvirtur forsætisráðherra atyrti hér háttvirtan þingmann Brynhildi Pétursdóttur fyrir að efna til sérstakrar umræðu sem hún er búin að bíða eftir að fá svar við síðan í febrúar,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni Sigmundar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók í sama streng. „Hér þurfa háttvirtir þingmenn, eins og háttvirtur þingmaður Brynhildur Pétursdóttir, að bíða mánuðum saman eftir að fá sérstaka umræðu um mál sem varðar góða stjórnsýslu og stjórnsýsluhætti, fá síðan yfir sig ádrepi yfir það að ljá máls á þessu máli, eftir að hafa beðið lengi eftir að taka það upp,“ sagði hún meðal annars. Styrkveitingarnar sem um ræðir er 205 milljónir sem veittar voru til atvinnuskapandi minjaverkefna. Mörg þeirra verkefna sem styrkt voru gátu sótt um styrki í samkeppnissjóðum. Ríkisendurskoðun gagnrýndi hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkjanna í skýrslu sem kom út í júní síðastliðnum. Þar hvatti stofnunin ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þó að sérstaka umræðan sé að fara fram í dag er þetta ekki í fyrsta sinn sem málið kemur til umfjöllunar. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir um málið fyrir forsætisráðherra en hún óskaði eftir umræðunni.
Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira