„Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2025 12:16 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi eru til merkis um að líkur á eldgosi aukist enn. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir þó að hægt hafi lítillega á landrisi og kvikusöfnun, miðað við atburði síðasta árs. „Sem bendir til þess að við séum komin á seinni hluta þessa ferlis. En það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé búið,“ segir Magnús Tumi. Mun minna flæði GPS- og gervitunglamælingar séu notaðar til að vakta svæðið og mæla kvikusöfnun. „Þær hafa sýnt að þegar þetta byrjaði þarna í lok október í fyrra, svo í nóvember og svo framvegis, þá voru að fara þarna inn kannski sjö, átta til tíu rúmmetrar af kviku á sekúndu. Síðan hefur dregið úr því hægt og rólega, og núna eru að koma kannski inn tveir, þrír, fjórir rúmmetrar af kviku á hverri sekúndu.“ Horfir til loka febrúar Síðasta eldgos hófst 20. nóvember og lauk 18 dögum síðar. Magnús Tumi segir að mánuður geti verið í það næsta. „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt, miðað við núverandi stöðu, að komi gos sem verði ekkert ósvipað þeim sem komið hafa á síðustu árum.“ Reikna megi með því að fyrirvari næsta eldgoss verði á bilinu hálf til ein klukkustund. „Það eru allar líkur á að þetta verði þannig. Þetta gerist ekki þannig að þetta stingi sér upp með engum fyrirvara og það sjáist hvergi nein merki. Það sjást bæði merki í jarðhitakerfinu, í borholunum fer að koma þrýstinbreyting, og svo eru það jarðskjálftar. Þó þeir séu ekki mjög stórir, “ sagði Magnús Tumi Guðmundsson. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi eru til merkis um að líkur á eldgosi aukist enn. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir þó að hægt hafi lítillega á landrisi og kvikusöfnun, miðað við atburði síðasta árs. „Sem bendir til þess að við séum komin á seinni hluta þessa ferlis. En það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé búið,“ segir Magnús Tumi. Mun minna flæði GPS- og gervitunglamælingar séu notaðar til að vakta svæðið og mæla kvikusöfnun. „Þær hafa sýnt að þegar þetta byrjaði þarna í lok október í fyrra, svo í nóvember og svo framvegis, þá voru að fara þarna inn kannski sjö, átta til tíu rúmmetrar af kviku á sekúndu. Síðan hefur dregið úr því hægt og rólega, og núna eru að koma kannski inn tveir, þrír, fjórir rúmmetrar af kviku á hverri sekúndu.“ Horfir til loka febrúar Síðasta eldgos hófst 20. nóvember og lauk 18 dögum síðar. Magnús Tumi segir að mánuður geti verið í það næsta. „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt, miðað við núverandi stöðu, að komi gos sem verði ekkert ósvipað þeim sem komið hafa á síðustu árum.“ Reikna megi með því að fyrirvari næsta eldgoss verði á bilinu hálf til ein klukkustund. „Það eru allar líkur á að þetta verði þannig. Þetta gerist ekki þannig að þetta stingi sér upp með engum fyrirvara og það sjáist hvergi nein merki. Það sjást bæði merki í jarðhitakerfinu, í borholunum fer að koma þrýstinbreyting, og svo eru það jarðskjálftar. Þó þeir séu ekki mjög stórir, “ sagði Magnús Tumi Guðmundsson.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55
Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21