Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2025 21:01 Sigrún segir veðurspána benda til þess að snjór á húsþökum fari senn af stað. Vísir/Ragnar Dagur Þungar snjóhengjur og grýlukerti sem hanga víða fram af húsþökum geta valdið miklu tjóni, lendi þær á fólki eða bílum. Sérfræðingur í forvörnum segir slík slys verða á hverju ári. Veðurspáin næstu daga lofar ekki góðu. Grýlukerti og snjóhengjur hafa safnast saman á þökum víða um höfuðborgarsvæðið eftir snjó og kulda síðustu daga. Mikilvægt er að fólk hafi varann á þegar það gengur við hús eða leggur bílum sínum, að sögn forvarnasérfræðings. „Því að fólk getur slasað sig illa ef það fær nokkurra kílóa snjóhengju og klakabúnt yfir sig,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Húseigendur beri ábyrgð Vegfarendur eru þó ekki þeir einu sem ættu að hafa hengjurnar í huga, og bera raunar síður ábyrgð á tjóni sem hlotist getur af. Það séu húseigendur sem beri ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að forða tjóni. „Annað hvort er að ná snjóhengjunum niður, sem er alls ekki alltaf hægt. Þar sem það er ekki hægt er að afmarka svæðið fyrir neðan þannig að enginn sé undir.“ Ekki algeng slys en árleg þó Er þetta algengt, þessi mál þar sem fólk fær grýlukerti eða annað á sig? „Nei, sem betur fer eru þetta nú ekki algeng slys og tjón. En þau verða því miður á hverju ári þannig að það er alveg þess vert að vekja athygli á þessu og hvetja fólk til að horfa svolítið upp fyrir sig.“ Veðurspá næstu daga bendi til þess að snjóhengjurnar fari senn að falla í auknum mæli. „Það er að fara að hlýna og hvessa. Strax á morgun byrjar að hlýna og enn meira á föstudag. Ég tala nú ekki um helgina, þegar það verður bara mígandi rigning og hávaðarok.“ Veður Tryggingar Slysavarnir Tengdar fréttir „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. 29. janúar 2025 17:30 Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna þess sunnanstorms, úrhellisrigningar og asahláku sem spáð er um helgina. 29. janúar 2025 11:41 Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Útlit er fyrir hæga breytilega átt og að víðast hvar verði léttskýjað og því fallegt vetrarveður í vændum. 29. janúar 2025 07:07 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Grýlukerti og snjóhengjur hafa safnast saman á þökum víða um höfuðborgarsvæðið eftir snjó og kulda síðustu daga. Mikilvægt er að fólk hafi varann á þegar það gengur við hús eða leggur bílum sínum, að sögn forvarnasérfræðings. „Því að fólk getur slasað sig illa ef það fær nokkurra kílóa snjóhengju og klakabúnt yfir sig,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Húseigendur beri ábyrgð Vegfarendur eru þó ekki þeir einu sem ættu að hafa hengjurnar í huga, og bera raunar síður ábyrgð á tjóni sem hlotist getur af. Það séu húseigendur sem beri ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að forða tjóni. „Annað hvort er að ná snjóhengjunum niður, sem er alls ekki alltaf hægt. Þar sem það er ekki hægt er að afmarka svæðið fyrir neðan þannig að enginn sé undir.“ Ekki algeng slys en árleg þó Er þetta algengt, þessi mál þar sem fólk fær grýlukerti eða annað á sig? „Nei, sem betur fer eru þetta nú ekki algeng slys og tjón. En þau verða því miður á hverju ári þannig að það er alveg þess vert að vekja athygli á þessu og hvetja fólk til að horfa svolítið upp fyrir sig.“ Veðurspá næstu daga bendi til þess að snjóhengjurnar fari senn að falla í auknum mæli. „Það er að fara að hlýna og hvessa. Strax á morgun byrjar að hlýna og enn meira á föstudag. Ég tala nú ekki um helgina, þegar það verður bara mígandi rigning og hávaðarok.“
Veður Tryggingar Slysavarnir Tengdar fréttir „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. 29. janúar 2025 17:30 Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna þess sunnanstorms, úrhellisrigningar og asahláku sem spáð er um helgina. 29. janúar 2025 11:41 Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Útlit er fyrir hæga breytilega átt og að víðast hvar verði léttskýjað og því fallegt vetrarveður í vændum. 29. janúar 2025 07:07 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. 29. janúar 2025 17:30
Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna þess sunnanstorms, úrhellisrigningar og asahláku sem spáð er um helgina. 29. janúar 2025 11:41
Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Útlit er fyrir hæga breytilega átt og að víðast hvar verði léttskýjað og því fallegt vetrarveður í vændum. 29. janúar 2025 07:07