Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2025 21:01 Sigrún segir veðurspána benda til þess að snjór á húsþökum fari senn af stað. Vísir/Ragnar Dagur Þungar snjóhengjur og grýlukerti sem hanga víða fram af húsþökum geta valdið miklu tjóni, lendi þær á fólki eða bílum. Sérfræðingur í forvörnum segir slík slys verða á hverju ári. Veðurspáin næstu daga lofar ekki góðu. Grýlukerti og snjóhengjur hafa safnast saman á þökum víða um höfuðborgarsvæðið eftir snjó og kulda síðustu daga. Mikilvægt er að fólk hafi varann á þegar það gengur við hús eða leggur bílum sínum, að sögn forvarnasérfræðings. „Því að fólk getur slasað sig illa ef það fær nokkurra kílóa snjóhengju og klakabúnt yfir sig,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Húseigendur beri ábyrgð Vegfarendur eru þó ekki þeir einu sem ættu að hafa hengjurnar í huga, og bera raunar síður ábyrgð á tjóni sem hlotist getur af. Það séu húseigendur sem beri ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að forða tjóni. „Annað hvort er að ná snjóhengjunum niður, sem er alls ekki alltaf hægt. Þar sem það er ekki hægt er að afmarka svæðið fyrir neðan þannig að enginn sé undir.“ Ekki algeng slys en árleg þó Er þetta algengt, þessi mál þar sem fólk fær grýlukerti eða annað á sig? „Nei, sem betur fer eru þetta nú ekki algeng slys og tjón. En þau verða því miður á hverju ári þannig að það er alveg þess vert að vekja athygli á þessu og hvetja fólk til að horfa svolítið upp fyrir sig.“ Veðurspá næstu daga bendi til þess að snjóhengjurnar fari senn að falla í auknum mæli. „Það er að fara að hlýna og hvessa. Strax á morgun byrjar að hlýna og enn meira á föstudag. Ég tala nú ekki um helgina, þegar það verður bara mígandi rigning og hávaðarok.“ Veður Tryggingar Slysavarnir Tengdar fréttir „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. 29. janúar 2025 17:30 Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna þess sunnanstorms, úrhellisrigningar og asahláku sem spáð er um helgina. 29. janúar 2025 11:41 Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Útlit er fyrir hæga breytilega átt og að víðast hvar verði léttskýjað og því fallegt vetrarveður í vændum. 29. janúar 2025 07:07 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Grýlukerti og snjóhengjur hafa safnast saman á þökum víða um höfuðborgarsvæðið eftir snjó og kulda síðustu daga. Mikilvægt er að fólk hafi varann á þegar það gengur við hús eða leggur bílum sínum, að sögn forvarnasérfræðings. „Því að fólk getur slasað sig illa ef það fær nokkurra kílóa snjóhengju og klakabúnt yfir sig,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Húseigendur beri ábyrgð Vegfarendur eru þó ekki þeir einu sem ættu að hafa hengjurnar í huga, og bera raunar síður ábyrgð á tjóni sem hlotist getur af. Það séu húseigendur sem beri ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að forða tjóni. „Annað hvort er að ná snjóhengjunum niður, sem er alls ekki alltaf hægt. Þar sem það er ekki hægt er að afmarka svæðið fyrir neðan þannig að enginn sé undir.“ Ekki algeng slys en árleg þó Er þetta algengt, þessi mál þar sem fólk fær grýlukerti eða annað á sig? „Nei, sem betur fer eru þetta nú ekki algeng slys og tjón. En þau verða því miður á hverju ári þannig að það er alveg þess vert að vekja athygli á þessu og hvetja fólk til að horfa svolítið upp fyrir sig.“ Veðurspá næstu daga bendi til þess að snjóhengjurnar fari senn að falla í auknum mæli. „Það er að fara að hlýna og hvessa. Strax á morgun byrjar að hlýna og enn meira á föstudag. Ég tala nú ekki um helgina, þegar það verður bara mígandi rigning og hávaðarok.“
Veður Tryggingar Slysavarnir Tengdar fréttir „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. 29. janúar 2025 17:30 Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna þess sunnanstorms, úrhellisrigningar og asahláku sem spáð er um helgina. 29. janúar 2025 11:41 Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Útlit er fyrir hæga breytilega átt og að víðast hvar verði léttskýjað og því fallegt vetrarveður í vændum. 29. janúar 2025 07:07 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
„Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. 29. janúar 2025 17:30
Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna þess sunnanstorms, úrhellisrigningar og asahláku sem spáð er um helgina. 29. janúar 2025 11:41
Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Útlit er fyrir hæga breytilega átt og að víðast hvar verði léttskýjað og því fallegt vetrarveður í vændum. 29. janúar 2025 07:07