Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Jón Þór Stefánsson skrifar 29. janúar 2025 11:55 Óvissustigi Almannavarna var lýst yfir vegna skjálftavirkninnar í Bárðarbungu á dögunum vegna skjálftahrinu en var aflýst nokkrum dögum síðar. RAX Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. Þetta kemur fram í svari Haraldar á Vísindavefnum við spurningunni: Gætu virkjanir og uppistöðulón verið í hættu ef Bárðarbunga gýs? Í svari sínu fjallar Haraldur um Þjórsárhraun, stærsta hraun sem hefur runnið á jörðinni síðan ísöldinni lauk, eða á síðustu tíu þúsund árum. Kvikan hafi komið úr eldstöðinni Bárðarbungu undir Vatnajökli fyrir um átta þúsund árum. „Þegar Bárðarbunga tekur stóran kipp, eins og jarðskjálftana hinn 14. janúar 2025, þá er viðbúið að jarðvísindamenn taki einnig kipp og fylgist vel með því enginn veit hvaða ósköp gætu verið framundan. Sumir af þessum nýju skjálftum nálguðust 5 af stærð. Það er því full ástæða til að athuga málið,“ segir Haraldur. Hann bendir á að á sínum tíma hafi hraunið runnið 140 kílómetra leið frá upptökum og til sjávar, en ekki sé vitað hve langt hraunið hafi runnið eftir hafsbotninum sunnan Íslands. „Þjórsárhraun valdi sinn farveg til sjávar eftir fljótum sem voru fyrir í landslaginu.“ Jafnframt bendir Haraldur á að fljótin sem nú streymi með eða á Þjórsárhrauni séu kjarninn í vatnsorkuvirkjun Íslands. „Þá vaknar spurning um hversu viðkvæm eru vatnsorkuverin og uppistöðulón fyrir gosum í framtíð. Búrfellsstöð var reist á árunum 1966 til 1972 210 MW að stærð. Svo komu þær hver á fætur annarri, Sigöldustöð 150 MW 1973, Hrauneyjafossstöð 210 MW 1978, Sultartangastöð 120 MW 1999, Vatnsfellsstöð 90 MW árið 2001, Búðarhálsstöð 95 MW 2014. Á teikniborðinu eru þrjár til viðbótar; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.“ Í þessari umræðu er talað um gos sem væri talsvert stærti en þau sem hafa verið á Reykjanesi undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Haraldur segir að fyrr á árum hafi lítið sem ekkert verið rætt um hættu sem virkjunum gæti stafað af hraunrennsli. Þjórsárhraun væri talið svo gamalt að slíkt gos væri ekki tekið með í reikninginn. „Slík risagos voru talin hafa myndast fljótlega eftir að jökulfarginu létti af landinu strax eftir að ísöld lauk og því ekki inn í myndinni í dag eða í náinni framtíð,“ segir Haraldur. „Sú kenning er við lýði enn í dag, en er þar með hægt að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu? Höfundur þessa svars telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða málið, einfaldlega vegna þess að það gæti verið svo mikið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands. Það er ljóst að kvika heldur áfram að safnast fyrir undir öskju Bárðarbungu.“ Hafa unnið að því að skoða málið Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segir í samtali við fréttastofu, segir að á síðustu árum hafi farið fram heilmikil vinna á vegum Veðurstofunnar, Jarðvísindastofnunnar háskólans, og Landsvirkjunnar, við að skoða þetta. Þessi vinna sé við það að klárast. „Það er heilmikið mat, og það er búið að gera mikla reikninga um möguleg áhrif ef svo illa færi að það kæmi stórhlaup niður þessar ár, og leggja mat á hvaða áhrif það eru,“ segir Magnús Tumi, og bætir við að einnig hafi verið skoðað hvað væri hægt að gera til að minnka skaðann. „Það er rétt að taka fram að þetta er eitthvað sem við verðum að taka alvarlega. En, við vitum ekki til þess að það hafi farið virkilega stór jökulhlaup niður Köldukvísl eða Þjórsá síðan jökla leysti fyrir tíu þúsund árum. En það hafa samt komið jökulhlaup. Á átjándu öld komu jökuhlaup, sennilega vegna eldgosa á þessu svæði, en þau voru ekki mjög stór. Þau fylltu farvegi Þjórsár en gerðu ekki meira.“ Eldgosið í Holuhrauni sem varð 2014 til 2015 kom úr Bárðarbungukerfinu. Kristján Már Unnarsson fjallaði um gosið í þætti af Um land allt á Stöð 2. Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Orkumál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Haraldar á Vísindavefnum við spurningunni: Gætu virkjanir og uppistöðulón verið í hættu ef Bárðarbunga gýs? Í svari sínu fjallar Haraldur um Þjórsárhraun, stærsta hraun sem hefur runnið á jörðinni síðan ísöldinni lauk, eða á síðustu tíu þúsund árum. Kvikan hafi komið úr eldstöðinni Bárðarbungu undir Vatnajökli fyrir um átta þúsund árum. „Þegar Bárðarbunga tekur stóran kipp, eins og jarðskjálftana hinn 14. janúar 2025, þá er viðbúið að jarðvísindamenn taki einnig kipp og fylgist vel með því enginn veit hvaða ósköp gætu verið framundan. Sumir af þessum nýju skjálftum nálguðust 5 af stærð. Það er því full ástæða til að athuga málið,“ segir Haraldur. Hann bendir á að á sínum tíma hafi hraunið runnið 140 kílómetra leið frá upptökum og til sjávar, en ekki sé vitað hve langt hraunið hafi runnið eftir hafsbotninum sunnan Íslands. „Þjórsárhraun valdi sinn farveg til sjávar eftir fljótum sem voru fyrir í landslaginu.“ Jafnframt bendir Haraldur á að fljótin sem nú streymi með eða á Þjórsárhrauni séu kjarninn í vatnsorkuvirkjun Íslands. „Þá vaknar spurning um hversu viðkvæm eru vatnsorkuverin og uppistöðulón fyrir gosum í framtíð. Búrfellsstöð var reist á árunum 1966 til 1972 210 MW að stærð. Svo komu þær hver á fætur annarri, Sigöldustöð 150 MW 1973, Hrauneyjafossstöð 210 MW 1978, Sultartangastöð 120 MW 1999, Vatnsfellsstöð 90 MW árið 2001, Búðarhálsstöð 95 MW 2014. Á teikniborðinu eru þrjár til viðbótar; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.“ Í þessari umræðu er talað um gos sem væri talsvert stærti en þau sem hafa verið á Reykjanesi undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Haraldur segir að fyrr á árum hafi lítið sem ekkert verið rætt um hættu sem virkjunum gæti stafað af hraunrennsli. Þjórsárhraun væri talið svo gamalt að slíkt gos væri ekki tekið með í reikninginn. „Slík risagos voru talin hafa myndast fljótlega eftir að jökulfarginu létti af landinu strax eftir að ísöld lauk og því ekki inn í myndinni í dag eða í náinni framtíð,“ segir Haraldur. „Sú kenning er við lýði enn í dag, en er þar með hægt að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu? Höfundur þessa svars telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða málið, einfaldlega vegna þess að það gæti verið svo mikið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands. Það er ljóst að kvika heldur áfram að safnast fyrir undir öskju Bárðarbungu.“ Hafa unnið að því að skoða málið Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segir í samtali við fréttastofu, segir að á síðustu árum hafi farið fram heilmikil vinna á vegum Veðurstofunnar, Jarðvísindastofnunnar háskólans, og Landsvirkjunnar, við að skoða þetta. Þessi vinna sé við það að klárast. „Það er heilmikið mat, og það er búið að gera mikla reikninga um möguleg áhrif ef svo illa færi að það kæmi stórhlaup niður þessar ár, og leggja mat á hvaða áhrif það eru,“ segir Magnús Tumi, og bætir við að einnig hafi verið skoðað hvað væri hægt að gera til að minnka skaðann. „Það er rétt að taka fram að þetta er eitthvað sem við verðum að taka alvarlega. En, við vitum ekki til þess að það hafi farið virkilega stór jökulhlaup niður Köldukvísl eða Þjórsá síðan jökla leysti fyrir tíu þúsund árum. En það hafa samt komið jökulhlaup. Á átjándu öld komu jökuhlaup, sennilega vegna eldgosa á þessu svæði, en þau voru ekki mjög stór. Þau fylltu farvegi Þjórsár en gerðu ekki meira.“ Eldgosið í Holuhrauni sem varð 2014 til 2015 kom úr Bárðarbungukerfinu. Kristján Már Unnarsson fjallaði um gosið í þætti af Um land allt á Stöð 2.
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Orkumál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira