Allt þetta á einum degi? Haraldur Guðmundsson skrifar 15. október 2014 07:30 Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta miðvikudag. Þeir þurftu þá að bregðast við tveimur fréttatilkynningum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og birta úrskurð um umdeilda ákvörðun sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafði tekið átta mánuðum áður. Ef við byrjum á úrskurðinum þá tengdist hann stjórnsýslukæru sem lögð var fram vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um að banna sölu á þorrabjór sem var bruggaður úr mjöli sem er ekki ætlað til manneldis og inniheldur innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Bjórinn var aldrei bannaður enda tók Sigurður Ingi fram fyrir hendurnar á eftirlitinu með þeim rökstuðningi að lagagrundvöllur ákvörðunarinnar væri óljós. Átta mánuðum eftir að bjórinn seldist upp kynnti ráðuneytið úrskurð sinn um að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands hefði verið rétt. Fréttatilkynningin um þessa atvinnuskapandi ákvörðun ráðherrans var enn glóðvolg þegar ráðuneytið sendi frá sér aðra frétt um að ESA teldi íslenska löggjöf um innflutning á fersku kjöti, sem er ætlað til manneldis, brjóta í bága við EES-samninginn. Niðurstaða ESA er sú að íslensk löggjöf feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir sem ekki sé hægt að réttlæta með þeim rökum að þær séu nauðsynlegar til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þegar þarna var komið grunaði fáa að ráðuneytið ætti enn eftir að greina frá annarri fréttatilkynningu ESA um að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisaðstoð við gerð fimm fjárfestingarsamninga. Niðurstaða ESA í því máli er sú að samningarnir, sem gerðir voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, hefðu verið handónýtir enda engan veginn fallið að reglum EES-samningsins um veitingu ríkisaðstoðar. Fyrirtæki sem í góðri trú sömdu við ríkið um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þurfa því að endurgreiða tugi milljóna króna. Á dögum sem þessum vakna ýmsar spurningar. Hvernig getur ráðherra farið gegn ákvörðun eftirlitsstofnunar og leyft sölu á matvælum sem innihalda þarmamjöl sem er ekki ætlað til manneldis? Af hverju búa íslensk innflutningsfyrirtæki og neytendur ekki við sama umhverfi og aðrir innan Evrópska efnahagssvæðisins? Hvernig geta stjórnvöld unnið í nokkur ár að gerð samninga án þess að athuga fyrst hvort þeir séu löglegir? Er það ekki fullmikið þegar kynna þarf þrjá áfellisdóma vegna misgáfulegra ákvarðana íslenskra stjórnmálamanna á einum og sama deginum?Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 15. október 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta miðvikudag. Þeir þurftu þá að bregðast við tveimur fréttatilkynningum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og birta úrskurð um umdeilda ákvörðun sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafði tekið átta mánuðum áður. Ef við byrjum á úrskurðinum þá tengdist hann stjórnsýslukæru sem lögð var fram vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um að banna sölu á þorrabjór sem var bruggaður úr mjöli sem er ekki ætlað til manneldis og inniheldur innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Bjórinn var aldrei bannaður enda tók Sigurður Ingi fram fyrir hendurnar á eftirlitinu með þeim rökstuðningi að lagagrundvöllur ákvörðunarinnar væri óljós. Átta mánuðum eftir að bjórinn seldist upp kynnti ráðuneytið úrskurð sinn um að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands hefði verið rétt. Fréttatilkynningin um þessa atvinnuskapandi ákvörðun ráðherrans var enn glóðvolg þegar ráðuneytið sendi frá sér aðra frétt um að ESA teldi íslenska löggjöf um innflutning á fersku kjöti, sem er ætlað til manneldis, brjóta í bága við EES-samninginn. Niðurstaða ESA er sú að íslensk löggjöf feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir sem ekki sé hægt að réttlæta með þeim rökum að þær séu nauðsynlegar til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þegar þarna var komið grunaði fáa að ráðuneytið ætti enn eftir að greina frá annarri fréttatilkynningu ESA um að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisaðstoð við gerð fimm fjárfestingarsamninga. Niðurstaða ESA í því máli er sú að samningarnir, sem gerðir voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, hefðu verið handónýtir enda engan veginn fallið að reglum EES-samningsins um veitingu ríkisaðstoðar. Fyrirtæki sem í góðri trú sömdu við ríkið um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þurfa því að endurgreiða tugi milljóna króna. Á dögum sem þessum vakna ýmsar spurningar. Hvernig getur ráðherra farið gegn ákvörðun eftirlitsstofnunar og leyft sölu á matvælum sem innihalda þarmamjöl sem er ekki ætlað til manneldis? Af hverju búa íslensk innflutningsfyrirtæki og neytendur ekki við sama umhverfi og aðrir innan Evrópska efnahagssvæðisins? Hvernig geta stjórnvöld unnið í nokkur ár að gerð samninga án þess að athuga fyrst hvort þeir séu löglegir? Er það ekki fullmikið þegar kynna þarf þrjá áfellisdóma vegna misgáfulegra ákvarðana íslenskra stjórnmálamanna á einum og sama deginum?Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 15. október 2014.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar