Allt þetta á einum degi? Haraldur Guðmundsson skrifar 15. október 2014 07:30 Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta miðvikudag. Þeir þurftu þá að bregðast við tveimur fréttatilkynningum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og birta úrskurð um umdeilda ákvörðun sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafði tekið átta mánuðum áður. Ef við byrjum á úrskurðinum þá tengdist hann stjórnsýslukæru sem lögð var fram vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um að banna sölu á þorrabjór sem var bruggaður úr mjöli sem er ekki ætlað til manneldis og inniheldur innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Bjórinn var aldrei bannaður enda tók Sigurður Ingi fram fyrir hendurnar á eftirlitinu með þeim rökstuðningi að lagagrundvöllur ákvörðunarinnar væri óljós. Átta mánuðum eftir að bjórinn seldist upp kynnti ráðuneytið úrskurð sinn um að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands hefði verið rétt. Fréttatilkynningin um þessa atvinnuskapandi ákvörðun ráðherrans var enn glóðvolg þegar ráðuneytið sendi frá sér aðra frétt um að ESA teldi íslenska löggjöf um innflutning á fersku kjöti, sem er ætlað til manneldis, brjóta í bága við EES-samninginn. Niðurstaða ESA er sú að íslensk löggjöf feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir sem ekki sé hægt að réttlæta með þeim rökum að þær séu nauðsynlegar til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þegar þarna var komið grunaði fáa að ráðuneytið ætti enn eftir að greina frá annarri fréttatilkynningu ESA um að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisaðstoð við gerð fimm fjárfestingarsamninga. Niðurstaða ESA í því máli er sú að samningarnir, sem gerðir voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, hefðu verið handónýtir enda engan veginn fallið að reglum EES-samningsins um veitingu ríkisaðstoðar. Fyrirtæki sem í góðri trú sömdu við ríkið um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þurfa því að endurgreiða tugi milljóna króna. Á dögum sem þessum vakna ýmsar spurningar. Hvernig getur ráðherra farið gegn ákvörðun eftirlitsstofnunar og leyft sölu á matvælum sem innihalda þarmamjöl sem er ekki ætlað til manneldis? Af hverju búa íslensk innflutningsfyrirtæki og neytendur ekki við sama umhverfi og aðrir innan Evrópska efnahagssvæðisins? Hvernig geta stjórnvöld unnið í nokkur ár að gerð samninga án þess að athuga fyrst hvort þeir séu löglegir? Er það ekki fullmikið þegar kynna þarf þrjá áfellisdóma vegna misgáfulegra ákvarðana íslenskra stjórnmálamanna á einum og sama deginum?Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 15. október 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta miðvikudag. Þeir þurftu þá að bregðast við tveimur fréttatilkynningum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og birta úrskurð um umdeilda ákvörðun sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafði tekið átta mánuðum áður. Ef við byrjum á úrskurðinum þá tengdist hann stjórnsýslukæru sem lögð var fram vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um að banna sölu á þorrabjór sem var bruggaður úr mjöli sem er ekki ætlað til manneldis og inniheldur innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Bjórinn var aldrei bannaður enda tók Sigurður Ingi fram fyrir hendurnar á eftirlitinu með þeim rökstuðningi að lagagrundvöllur ákvörðunarinnar væri óljós. Átta mánuðum eftir að bjórinn seldist upp kynnti ráðuneytið úrskurð sinn um að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands hefði verið rétt. Fréttatilkynningin um þessa atvinnuskapandi ákvörðun ráðherrans var enn glóðvolg þegar ráðuneytið sendi frá sér aðra frétt um að ESA teldi íslenska löggjöf um innflutning á fersku kjöti, sem er ætlað til manneldis, brjóta í bága við EES-samninginn. Niðurstaða ESA er sú að íslensk löggjöf feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir sem ekki sé hægt að réttlæta með þeim rökum að þær séu nauðsynlegar til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þegar þarna var komið grunaði fáa að ráðuneytið ætti enn eftir að greina frá annarri fréttatilkynningu ESA um að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisaðstoð við gerð fimm fjárfestingarsamninga. Niðurstaða ESA í því máli er sú að samningarnir, sem gerðir voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, hefðu verið handónýtir enda engan veginn fallið að reglum EES-samningsins um veitingu ríkisaðstoðar. Fyrirtæki sem í góðri trú sömdu við ríkið um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þurfa því að endurgreiða tugi milljóna króna. Á dögum sem þessum vakna ýmsar spurningar. Hvernig getur ráðherra farið gegn ákvörðun eftirlitsstofnunar og leyft sölu á matvælum sem innihalda þarmamjöl sem er ekki ætlað til manneldis? Af hverju búa íslensk innflutningsfyrirtæki og neytendur ekki við sama umhverfi og aðrir innan Evrópska efnahagssvæðisins? Hvernig geta stjórnvöld unnið í nokkur ár að gerð samninga án þess að athuga fyrst hvort þeir séu löglegir? Er það ekki fullmikið þegar kynna þarf þrjá áfellisdóma vegna misgáfulegra ákvarðana íslenskra stjórnmálamanna á einum og sama deginum?Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 15. október 2014.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun