Allt þetta á einum degi? Haraldur Guðmundsson skrifar 15. október 2014 07:30 Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta miðvikudag. Þeir þurftu þá að bregðast við tveimur fréttatilkynningum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og birta úrskurð um umdeilda ákvörðun sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafði tekið átta mánuðum áður. Ef við byrjum á úrskurðinum þá tengdist hann stjórnsýslukæru sem lögð var fram vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um að banna sölu á þorrabjór sem var bruggaður úr mjöli sem er ekki ætlað til manneldis og inniheldur innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Bjórinn var aldrei bannaður enda tók Sigurður Ingi fram fyrir hendurnar á eftirlitinu með þeim rökstuðningi að lagagrundvöllur ákvörðunarinnar væri óljós. Átta mánuðum eftir að bjórinn seldist upp kynnti ráðuneytið úrskurð sinn um að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands hefði verið rétt. Fréttatilkynningin um þessa atvinnuskapandi ákvörðun ráðherrans var enn glóðvolg þegar ráðuneytið sendi frá sér aðra frétt um að ESA teldi íslenska löggjöf um innflutning á fersku kjöti, sem er ætlað til manneldis, brjóta í bága við EES-samninginn. Niðurstaða ESA er sú að íslensk löggjöf feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir sem ekki sé hægt að réttlæta með þeim rökum að þær séu nauðsynlegar til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þegar þarna var komið grunaði fáa að ráðuneytið ætti enn eftir að greina frá annarri fréttatilkynningu ESA um að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisaðstoð við gerð fimm fjárfestingarsamninga. Niðurstaða ESA í því máli er sú að samningarnir, sem gerðir voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, hefðu verið handónýtir enda engan veginn fallið að reglum EES-samningsins um veitingu ríkisaðstoðar. Fyrirtæki sem í góðri trú sömdu við ríkið um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þurfa því að endurgreiða tugi milljóna króna. Á dögum sem þessum vakna ýmsar spurningar. Hvernig getur ráðherra farið gegn ákvörðun eftirlitsstofnunar og leyft sölu á matvælum sem innihalda þarmamjöl sem er ekki ætlað til manneldis? Af hverju búa íslensk innflutningsfyrirtæki og neytendur ekki við sama umhverfi og aðrir innan Evrópska efnahagssvæðisins? Hvernig geta stjórnvöld unnið í nokkur ár að gerð samninga án þess að athuga fyrst hvort þeir séu löglegir? Er það ekki fullmikið þegar kynna þarf þrjá áfellisdóma vegna misgáfulegra ákvarðana íslenskra stjórnmálamanna á einum og sama deginum?Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 15. október 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta miðvikudag. Þeir þurftu þá að bregðast við tveimur fréttatilkynningum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og birta úrskurð um umdeilda ákvörðun sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafði tekið átta mánuðum áður. Ef við byrjum á úrskurðinum þá tengdist hann stjórnsýslukæru sem lögð var fram vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um að banna sölu á þorrabjór sem var bruggaður úr mjöli sem er ekki ætlað til manneldis og inniheldur innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Bjórinn var aldrei bannaður enda tók Sigurður Ingi fram fyrir hendurnar á eftirlitinu með þeim rökstuðningi að lagagrundvöllur ákvörðunarinnar væri óljós. Átta mánuðum eftir að bjórinn seldist upp kynnti ráðuneytið úrskurð sinn um að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands hefði verið rétt. Fréttatilkynningin um þessa atvinnuskapandi ákvörðun ráðherrans var enn glóðvolg þegar ráðuneytið sendi frá sér aðra frétt um að ESA teldi íslenska löggjöf um innflutning á fersku kjöti, sem er ætlað til manneldis, brjóta í bága við EES-samninginn. Niðurstaða ESA er sú að íslensk löggjöf feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir sem ekki sé hægt að réttlæta með þeim rökum að þær séu nauðsynlegar til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þegar þarna var komið grunaði fáa að ráðuneytið ætti enn eftir að greina frá annarri fréttatilkynningu ESA um að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisaðstoð við gerð fimm fjárfestingarsamninga. Niðurstaða ESA í því máli er sú að samningarnir, sem gerðir voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, hefðu verið handónýtir enda engan veginn fallið að reglum EES-samningsins um veitingu ríkisaðstoðar. Fyrirtæki sem í góðri trú sömdu við ríkið um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þurfa því að endurgreiða tugi milljóna króna. Á dögum sem þessum vakna ýmsar spurningar. Hvernig getur ráðherra farið gegn ákvörðun eftirlitsstofnunar og leyft sölu á matvælum sem innihalda þarmamjöl sem er ekki ætlað til manneldis? Af hverju búa íslensk innflutningsfyrirtæki og neytendur ekki við sama umhverfi og aðrir innan Evrópska efnahagssvæðisins? Hvernig geta stjórnvöld unnið í nokkur ár að gerð samninga án þess að athuga fyrst hvort þeir séu löglegir? Er það ekki fullmikið þegar kynna þarf þrjá áfellisdóma vegna misgáfulegra ákvarðana íslenskra stjórnmálamanna á einum og sama deginum?Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 15. október 2014.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun