Meistaraáskorun til ríkisstjórnarinnar Valgerður Árnadóttir skrifar 1. október 2014 09:43 Meistaramánuður hefst nú 1. október og þúsundir íslendinga taka þátt. Fólk setur sér mismunandi markmið, allt frá því að neyta hellisbúafæðis og æfa líkamsrækt daglega yfir í það að lesa fleiri bækur og eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Heilu vinahóparnir og vinnustaðirnir taka sig saman og skora á hvor aðra og veita hver öðrum stuðning til að ná settum markmiðum. Að því tilefni vil ég skora á ríkisstjórnina. Hvað tel ég mikilvægustu áskorunina fyrir hana? Jú að lifa eins og við „hin" (almúginn) gerir í einn mánuð!! Miðað við áherslur ríkisstjórnarinnar þá höfum við það öll rosa gott, við búum við gott heilbrigðiskerfi, sómasamleg laun og skortir ekkert. (A.m.k. ekki við sem erum dugleg.) Því vil ég skora á ykkur kæru ráðherrar og forsætisráðherra að lifa eins og við í einn mánuð. Það þýðir það að taka aðeins við lágmarkslaunum, (eða jafnvel millistéttarlaunum, þið vitið þessi sem rétt slefa í skattþrep 2) Með þessum launum þurfið þið að borga af húsnæðislánum eða húsaleigu eins og meðal fjölskylda, borga reikninga og af námslánum, leikskólagjöld, skólamáltíðir, kaupa í matinn og greiða fyrir aðra nauðsynjavöru og þjónustu sem þið kunnið að þurfa á að halda. Í þessum mánuði þurfið þið einnig að afsala ykkur fríðindum ykkar í formi ferðastyrkja, styrkja til gleraugnakaupa, læknis- og líkamsræktarkostnaðar sem þið eruð svo heppin að hafa getað úthlutað ykkur sjálfum með einróma samþykki hvors annars. Leyfum ykkur að eiga hádegismatinn og kaffið sem þið fáið í vinnunni þar sem þið eruð nýgræðingar í þessu og erfitt er einnig að neita ykkur um að þiggja mat í þeim veislum sem ykkur er boðið í vegna vinnu ykkar. Ykkur er að sjálfsögðu velkomið að sækja um húsaleigubætur, íþrótta- og tómstundastyrki eftir því sem við á í ykkar bæjarfélagi og þiggja barnabætur eins og við „hin". Nema úbs! Þið eruð flest í sambúð og makar ykkar því líka flest með einhver laun. Þið fáið því engar bætur vegna þess að þið hafið það svo gott og þarfnist þeirra ekki þótt þið séuð með 2-4 börn á framfæri. Ég vona að börnin þurfi ekki að fara til tannlæknis, eigi ekki afmæli eða að reikningarnir fyrir tómstundum sé á gjalddaga þennan mánuðinn því það er ekki til peningur fyrir slíkt. Þið getið í því tilfelli hafið fjáröflun, selt vinum og vandamönnum klósettpappír og rækjur í tonnatali eða fengið ykkur aukavinnu eins og við "hin". Ekki viljum við að þetta átak ykkar bitni á börnunum. En þó þurfið þið ef þið eruð með heimilishjálp að senda hana í frí, sjálf verðið þið að fara með og sækja börnin í skóla, útbúa nesti, hjálpa til við heimanám, elda mat, þrífa og þvo þvott. Ég ráðlegg ykkur einnig að leggja bílnum, það mun ekki vera nægur peningur fyrir rekstrarkostnaði og bensíni þennan mánuð nema kannski einstaka sunnudagsbíltúr. Svo er líka svo skemmtilegt í strætó, þið getið spjallað við fólkið sem kaus ykkur á leiðinni og fengið enn betri innsýn í líf þeirra. Ég veit að ykkur er annt um heilsuna, en því miður verður það erfitt fyrir ykkur að borða einungis hollan og góðan íslenskan mat, þið munið komast að því að hann er mun dýrari en innflutta matvaran sem fæst í lágvöruverslunum (LÁGmarkslaun= LÁGvöruverslun) og í þeim verslunum er grænmetis- og ávaxtaúrvalið einnig oft mjög lélegt og alls ekki ódýrt þó það sé við það að úldna. En ég veit um hóp sem fer í gámana (Dumpster diving) ég get komið ykkur í samband við þau í lok mánaðar þegar peningurinn er uppurinn, þau vita um alla bestu gámana og eru bara venjulegt fólk sem vill ekki líða þá skömm að fara í matargjafaröð hjá hjálparsamtökum enda hvorki heimilislaus né atvinnulaus, bara venjulegt háskólamenntað fólk með lág laun. Þið munið að það má ekkert svindla og taka upp Visa-kortið, fá sér yfirdrátt eða seilast í sparnaðarreikninginn, því eins og þið munið sjá þá hefur ekki verið til peningur afgangs til að spara svo það er enginn sparnaðarreikningur fyrir hendi hjá "venjulegri fjölskyldu", kreditkortið og yfirdrátturinn er í svo blússandi mínus að venjuleg manneskja fær reglulega kvíðakast og reynir að hugsa ekki um það heldur bara vinna og vinna, því ef maður er duglegur þá á maður að geta borgað þetta allt á endanum, er það ekki? Ég styð ykkur heilshugar í þessu átaki ykkar, ég tel að þið munuð vera margs vísari og fróðari eftir þennan mánuð og að áherslur ykkar munu breytast verulega. Ykkur verður vel tekið í strætisvögnum, lágvöruverslunum og hvert svo sem þessi áskorun leiðir ykkur og þið munuð standa uppi sem sannir meistarar, Áfram ríkisstjórn!! Koma svo.. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Meistaramánuður Valgerður Árnadóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Meistaramánuður hefst nú 1. október og þúsundir íslendinga taka þátt. Fólk setur sér mismunandi markmið, allt frá því að neyta hellisbúafæðis og æfa líkamsrækt daglega yfir í það að lesa fleiri bækur og eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Heilu vinahóparnir og vinnustaðirnir taka sig saman og skora á hvor aðra og veita hver öðrum stuðning til að ná settum markmiðum. Að því tilefni vil ég skora á ríkisstjórnina. Hvað tel ég mikilvægustu áskorunina fyrir hana? Jú að lifa eins og við „hin" (almúginn) gerir í einn mánuð!! Miðað við áherslur ríkisstjórnarinnar þá höfum við það öll rosa gott, við búum við gott heilbrigðiskerfi, sómasamleg laun og skortir ekkert. (A.m.k. ekki við sem erum dugleg.) Því vil ég skora á ykkur kæru ráðherrar og forsætisráðherra að lifa eins og við í einn mánuð. Það þýðir það að taka aðeins við lágmarkslaunum, (eða jafnvel millistéttarlaunum, þið vitið þessi sem rétt slefa í skattþrep 2) Með þessum launum þurfið þið að borga af húsnæðislánum eða húsaleigu eins og meðal fjölskylda, borga reikninga og af námslánum, leikskólagjöld, skólamáltíðir, kaupa í matinn og greiða fyrir aðra nauðsynjavöru og þjónustu sem þið kunnið að þurfa á að halda. Í þessum mánuði þurfið þið einnig að afsala ykkur fríðindum ykkar í formi ferðastyrkja, styrkja til gleraugnakaupa, læknis- og líkamsræktarkostnaðar sem þið eruð svo heppin að hafa getað úthlutað ykkur sjálfum með einróma samþykki hvors annars. Leyfum ykkur að eiga hádegismatinn og kaffið sem þið fáið í vinnunni þar sem þið eruð nýgræðingar í þessu og erfitt er einnig að neita ykkur um að þiggja mat í þeim veislum sem ykkur er boðið í vegna vinnu ykkar. Ykkur er að sjálfsögðu velkomið að sækja um húsaleigubætur, íþrótta- og tómstundastyrki eftir því sem við á í ykkar bæjarfélagi og þiggja barnabætur eins og við „hin". Nema úbs! Þið eruð flest í sambúð og makar ykkar því líka flest með einhver laun. Þið fáið því engar bætur vegna þess að þið hafið það svo gott og þarfnist þeirra ekki þótt þið séuð með 2-4 börn á framfæri. Ég vona að börnin þurfi ekki að fara til tannlæknis, eigi ekki afmæli eða að reikningarnir fyrir tómstundum sé á gjalddaga þennan mánuðinn því það er ekki til peningur fyrir slíkt. Þið getið í því tilfelli hafið fjáröflun, selt vinum og vandamönnum klósettpappír og rækjur í tonnatali eða fengið ykkur aukavinnu eins og við "hin". Ekki viljum við að þetta átak ykkar bitni á börnunum. En þó þurfið þið ef þið eruð með heimilishjálp að senda hana í frí, sjálf verðið þið að fara með og sækja börnin í skóla, útbúa nesti, hjálpa til við heimanám, elda mat, þrífa og þvo þvott. Ég ráðlegg ykkur einnig að leggja bílnum, það mun ekki vera nægur peningur fyrir rekstrarkostnaði og bensíni þennan mánuð nema kannski einstaka sunnudagsbíltúr. Svo er líka svo skemmtilegt í strætó, þið getið spjallað við fólkið sem kaus ykkur á leiðinni og fengið enn betri innsýn í líf þeirra. Ég veit að ykkur er annt um heilsuna, en því miður verður það erfitt fyrir ykkur að borða einungis hollan og góðan íslenskan mat, þið munið komast að því að hann er mun dýrari en innflutta matvaran sem fæst í lágvöruverslunum (LÁGmarkslaun= LÁGvöruverslun) og í þeim verslunum er grænmetis- og ávaxtaúrvalið einnig oft mjög lélegt og alls ekki ódýrt þó það sé við það að úldna. En ég veit um hóp sem fer í gámana (Dumpster diving) ég get komið ykkur í samband við þau í lok mánaðar þegar peningurinn er uppurinn, þau vita um alla bestu gámana og eru bara venjulegt fólk sem vill ekki líða þá skömm að fara í matargjafaröð hjá hjálparsamtökum enda hvorki heimilislaus né atvinnulaus, bara venjulegt háskólamenntað fólk með lág laun. Þið munið að það má ekkert svindla og taka upp Visa-kortið, fá sér yfirdrátt eða seilast í sparnaðarreikninginn, því eins og þið munið sjá þá hefur ekki verið til peningur afgangs til að spara svo það er enginn sparnaðarreikningur fyrir hendi hjá "venjulegri fjölskyldu", kreditkortið og yfirdrátturinn er í svo blússandi mínus að venjuleg manneskja fær reglulega kvíðakast og reynir að hugsa ekki um það heldur bara vinna og vinna, því ef maður er duglegur þá á maður að geta borgað þetta allt á endanum, er það ekki? Ég styð ykkur heilshugar í þessu átaki ykkar, ég tel að þið munuð vera margs vísari og fróðari eftir þennan mánuð og að áherslur ykkar munu breytast verulega. Ykkur verður vel tekið í strætisvögnum, lágvöruverslunum og hvert svo sem þessi áskorun leiðir ykkur og þið munuð standa uppi sem sannir meistarar, Áfram ríkisstjórn!! Koma svo..
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar