Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd 29. september 2014 10:30 Veigar Páll Gunnarsson skoraði fallegt mark fyrir Stjörnuna í gær. vísir/andri marinó Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Það verður úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í fjórða skiptið á síðustu 18 árum næsta laugardag þar sem FH og Stjarnan berjast um þann stóra. Bæði lið unnu örugga sigra í umferðinni og er FH með tveggja stiga forskot. Áfram er allt opið í Evrópubaráttunni þar sem Fylkismenn gera sig nú líklega. Fram er í vondum málum.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Stjarnan - FramValur - FHVíkingur - KRÍBV - KeflavíkÞór - BreiðablikFylkir - FjölnirSteven Lennon og félagar fá Stjörnuna í heimsókn í úrslitaleik á laugardaginn.vísir/stefánGóð umferð fyrir... ... Kristján Guðmundsson, þjálfara Keflavíkur Keflvíkingar unnu fjórða leikinn sinn í Pepsi-deildinni 22. júní, en þann fimmta ekki fyrr en í Vestmannaeyjum í gær. Lærisveinar Kristjáns hafa gælt við fallið undanfarnar umferðir eftir hörmulegt gengi, en þeim tókst að vinna sigur á ÍBV og kveðja þar með falldrauginn. Keflvíkingar voru borubrattir eftir fyrstu þrjár umferðirnar eftir að innbyrða níu stig af níu mögulegum, en eftir það gerðist lítið. Þeir verða a.m.k. í Pepsi-deildinni að ári.... Atla Guðnason, framherja FH Afmælisbarnið fór gjörsamlega hamförum á Vodafone-vellinum þar sem hann afgreiddi Valsmenn nánast einn síns liðs. Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi-markanna, tók Atla sérstaklega fyrir og gaf honum tíu fyrir sína frammistöðu. Þrenna og stoðsending á 30 ára afmælisdaginn er ekki slæmt. Svo er hann allt í einu kominn í baráttu um gullskóinn fyrir lokaumferðina.... Gjaldkera FH Það hefur svo sem ekkert verið leiðinlegt að halda utan um bókhaldið hjá FH-ingum undanfarinn áratug með UEFA-evrurnar streymandi inn á hverju hausti. En nú fá menn vatn í munninn í Kaplakrika. Þar verður boðið upp á hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. Búist er við fimm til sjö þúsund manns á völlinn og miðinn kostar 1.500 krónur. Takið bara upp reiknivélina.Hafsteinn Briem reynir að halda í við Martin Rauschenberg, miðvörð Stjörnunnar.vísir/andri marinóErfið umferð fyrir ...... Markverði í Garðabæ Bæði Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, og Denis Cardaclija, markvörður Fram, meiddust á höfði í leik liðanna á Samsung-vellinum í gær. Ingvar rölti sjálfur af velli, en Denis þurfti að bera út af. Varamarkvörður Stjörnunnar hefði svo kannski átt að fá á sig víti og rautt, en Hörður Fannar sem kom inn á fyrir Denis hélt nú hreinu.... Guðmund Benediktsson, þjálfara Breiðabliks Blikar voru allt í einu komnir í fínan Evrópuséns eftir stórsigur á Víkingum um síðustu helgi, en lærisveinar Gumma Ben tóku þann draum og kveiktu í honum á Þórsvelli með tapi fyrir föllnum Þórsurum, 2-0. Blikar voru arfadaprir í leiknum og enda nú aldrei ofar en sjöunda sæti. Það hefur verið erfitt fyrir Gumma að sjá svona andlausa frammistöðu miðað við það sem var í húfi.... Framara Þriðja leikinn í röð voru Framarar búnir að kasta leiknum frá sér eftir tæplega hálftíma með ævintýra lélegri vörn og í heildina skelfilegri frammistöðu í fyrri hálfleik. Stjarnan var 3-0 yfir í hálfleik, en hefði hæglega getað skorað fimm til sex mörk. Framarar rifu sig í gang í síðari í hálfleik en það var alltof lítið og alltof seint. Fái Fjölnismenn eitt stig á móti ÍBV í lokaumferðinni eru Framarar fallnir, sama þó þeir vinni Fylki í Dalnum. Útlitið er svart í Safamýri.Albert Brynjar Ingason skoraði á móti Fjölni og hélt Evrópudraumum Fylkis á lífi.vísir/pjeturTölfræðin: *Atli Guðnason hefur skorað 6 mörk í 5 leikjum eftir að Heimir Guðjónsson setti hann á bekkinn í tveimur leikjum í röð í lok ágúst. *FH-ingar hafa skorað 9 mörkum meira í seinni umferð Pepsi-deildarinnar (27) en í þeirri fyrri (18) en þeir eiga samt enn einn leik eftir. *2 af 3 mörkum Grétars Sigfinns Sigurðarsonar í Pepsi-deildinni í sumar hafa tryggt KR-liðinu sigur. Grétar skoraði sigurmarkið á móti Víkingi í gær og á móti Fylki í júní. *Fylkismaðurinn Andrew Sousa varð þriðji leikmaðurinn til þess að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnu í Pepsi-deildinni í sumar en hinir eru Guðjón Pétur Lýðsson úr Breiðabliki og Pablo Punyed úr Stjörnunni. *Stjörnuliðið hefur haldið marki sínu hreinu í fjórum leikjum í röð en liðið hélt aðeins þrisvar hreinu í fyrstu 17 deildarleikjum tímabilsins. *Stjörnumaðurinn Rolf Toft skoraði sín fyrstu deildarmörk á Samsung-vellinum á móti Fram en þrjú fyrstu Pepsi-deildarmörkin hans komu á útivelli. *Blikar náðu aðeins að vinna 1 af 11 útileikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar en aðeins Þórsliðið (0) er með færri sigra á útivelli þegar ein umferð er eftir. *Fylkismenn eru búnir að vinna 5 af síðustu 8 leikjum sínum og hafa aðeins tapað einum deildarleik í ágúst og september. *Þórsarar enduðu átta leikja taphrinu, unnu sinn fyrsta sigur síðan 10. júlí og skoruðu sitt fyrsta mark í 414 mínútur í 2-0 sigrinum á Blikum. *Keflvíkingar eru búnir að vinna fleiri sigra á útivelli (3) en á heimavelli (2) í Pepsi-deildinni í sumar. *Framarar eru búnir að fá á sig þrjú mörk eða fleiri í þremur leikjum í röð og alls í samtals átta leikjum í Pepsi-deildinni í sumar. *Víkingar hafa aðeins náð í 1 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm heimaleikjum liðsins í Pepsi-deildinni en allir fjórir leikirnir sem hafa tapast í Víkinni frá því um miðjan ágúst hafa tapast með einu marki.Pétur Viðarsson spilaði vel í vörn FH.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Ólafur Haukur Tómasson á Þórvelli: „Það er ekki fjölmennt í umdeildustu stúku landsins.“Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-velli: „Stjarnan er núna átta mörkum á eftir FH í markatölu. Stjarnan gæti náð FH þar eins og þessi leikur er að spilast.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Víkingsvelli: „Bóas, sem er brjálaður stuðningsmaður KR, er mættur á völlinn og byrjaður að hvetja sína menn áfram. Óbilandi stuðningur í verki.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Atli Guðnason, FH - 10 Pétur Viðarsson, FH - 8 Steven Lennon, FH - 8 Kristinn Þór Rósbergsson, Þór - 8 Albert Brynjar Ingason, Fylki - 8 Haraldur Freyr Guðmundsson, Keflavík - 8 Rolft Toft, Stjörnunni - 8 Gunnar Gunnarsson, Val - 2 Jóhannes Karl Guðjónsson, Fram - 3 Ingiberg Ólafur Jónsson, Fram - 3 Viktor Bjarki Arnarsson, Fram - 3 Aron Bjarnason, Fram - 3Umræðan #Pepsi365Það á klárlega að dæma eftirá skv. Myndbandsupptöku sbr. KR-ÍBV og ÍBV-KEF #PEPSI365 — Halldór Svavar (@halldorsvavar) September 28, 2014FH hefur leikið 26 leiki í röð í efstu deild án taps. Síðasti tapleikurinn var í 17. umferð í fyrra á móti KR á KR-velli 3-1. #Pepsi365 — Bergþór Reynisson (@Bergrey) September 28, 2014Hey @hrannarbjorn þú ætlaðir að leggja 350k inná alla þína followers ef Fylkir myndi ekki falla, hvernig er yfirdráttaheimildin ? #Pepsi365 — Tómas Þorsteinsson (@tomasjod) September 28, 2014@hallismari verður með á móti KEF get staðfest það strákar, sit hliðiná honun hann er vinur minn #Pepsi365 — Birgir Lúðvíksson (@biggilu) September 28, 2014Hvar ætli Fram spili heimaleikina sína næsta sumar ef þeir falla, fá nú varla Laugardalsvöllinn í 1deildinni #fotbolti#Pepsi365 — Anton Freyr Jónsson (@antonfreeyr) September 28, 2014Hefði Bjarni orðið sáttur ef Fram hefði skorað en dæmt af og klikkað úr vítinu? #pepsi365 — Asgeir Bjarnason (@AB7__) September 28, 2014Atli Guðna er besti leikmaður sem hefur aldrei fengið séns í atvinnumennsku! Unun að spila með honum. #Pepsi365 — MatthíasVilhjálmsson (@MattiVilla) September 28, 2014Perfect hat trick hjá Atla Guðna. Hægri, vinstri og skalli #Pepsi365 — Arnar Már Guðjónsson (@addari) September 28, 2014Daníel æfði mark í handbolta á sínum yngri árum, það skilaði sér í línuvörslunni #Pepsi365 — Johann Laxdal (@JohannLaxdal) September 28, 2014Flottasta mark umferðarinnar: Atvik umferðarinnar: Markasyrpan: Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Breiðablik 2-0 | Evrópudraumur Blika dáinn Mikið breytt lið Þórs gerði sér lítið fyrir og lagði Blika í Þórsvelli í dag. 28. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Keflavík 0-2 | Keflavík kvaddi falldrauginn Keflavík verður áfram í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Það var ljóst er liðið lagði ÍBV, 0-2, í Eyjum. 28. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Fjölnir 2-1 | Fylkir í Evrópu? Fylkir lagði Fjölni 2-1 og er í baráttu um Evrópu. Fölnir þarf enn á stigum að halda. 28. september 2014 13:15 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - FH 1-4 | Afmælisbarnið með leik upp á tíu Afmælisbarnið Atli Guðnason fór á kostum og skoraði þrennu þegar FH valtaði yfir Val í síðari hálfleik. 28. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - KR 0-1 | Grétar hélt spennu í baráttunni um Evrópusæti KR-ingar sáu til þess að enn verður barist um Evrópusæti í lokaumferð Pepsi-deildar karla um næstu helgi. 28. september 2014 00:01 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Það verður úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í fjórða skiptið á síðustu 18 árum næsta laugardag þar sem FH og Stjarnan berjast um þann stóra. Bæði lið unnu örugga sigra í umferðinni og er FH með tveggja stiga forskot. Áfram er allt opið í Evrópubaráttunni þar sem Fylkismenn gera sig nú líklega. Fram er í vondum málum.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Stjarnan - FramValur - FHVíkingur - KRÍBV - KeflavíkÞór - BreiðablikFylkir - FjölnirSteven Lennon og félagar fá Stjörnuna í heimsókn í úrslitaleik á laugardaginn.vísir/stefánGóð umferð fyrir... ... Kristján Guðmundsson, þjálfara Keflavíkur Keflvíkingar unnu fjórða leikinn sinn í Pepsi-deildinni 22. júní, en þann fimmta ekki fyrr en í Vestmannaeyjum í gær. Lærisveinar Kristjáns hafa gælt við fallið undanfarnar umferðir eftir hörmulegt gengi, en þeim tókst að vinna sigur á ÍBV og kveðja þar með falldrauginn. Keflvíkingar voru borubrattir eftir fyrstu þrjár umferðirnar eftir að innbyrða níu stig af níu mögulegum, en eftir það gerðist lítið. Þeir verða a.m.k. í Pepsi-deildinni að ári.... Atla Guðnason, framherja FH Afmælisbarnið fór gjörsamlega hamförum á Vodafone-vellinum þar sem hann afgreiddi Valsmenn nánast einn síns liðs. Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi-markanna, tók Atla sérstaklega fyrir og gaf honum tíu fyrir sína frammistöðu. Þrenna og stoðsending á 30 ára afmælisdaginn er ekki slæmt. Svo er hann allt í einu kominn í baráttu um gullskóinn fyrir lokaumferðina.... Gjaldkera FH Það hefur svo sem ekkert verið leiðinlegt að halda utan um bókhaldið hjá FH-ingum undanfarinn áratug með UEFA-evrurnar streymandi inn á hverju hausti. En nú fá menn vatn í munninn í Kaplakrika. Þar verður boðið upp á hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. Búist er við fimm til sjö þúsund manns á völlinn og miðinn kostar 1.500 krónur. Takið bara upp reiknivélina.Hafsteinn Briem reynir að halda í við Martin Rauschenberg, miðvörð Stjörnunnar.vísir/andri marinóErfið umferð fyrir ...... Markverði í Garðabæ Bæði Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, og Denis Cardaclija, markvörður Fram, meiddust á höfði í leik liðanna á Samsung-vellinum í gær. Ingvar rölti sjálfur af velli, en Denis þurfti að bera út af. Varamarkvörður Stjörnunnar hefði svo kannski átt að fá á sig víti og rautt, en Hörður Fannar sem kom inn á fyrir Denis hélt nú hreinu.... Guðmund Benediktsson, þjálfara Breiðabliks Blikar voru allt í einu komnir í fínan Evrópuséns eftir stórsigur á Víkingum um síðustu helgi, en lærisveinar Gumma Ben tóku þann draum og kveiktu í honum á Þórsvelli með tapi fyrir föllnum Þórsurum, 2-0. Blikar voru arfadaprir í leiknum og enda nú aldrei ofar en sjöunda sæti. Það hefur verið erfitt fyrir Gumma að sjá svona andlausa frammistöðu miðað við það sem var í húfi.... Framara Þriðja leikinn í röð voru Framarar búnir að kasta leiknum frá sér eftir tæplega hálftíma með ævintýra lélegri vörn og í heildina skelfilegri frammistöðu í fyrri hálfleik. Stjarnan var 3-0 yfir í hálfleik, en hefði hæglega getað skorað fimm til sex mörk. Framarar rifu sig í gang í síðari í hálfleik en það var alltof lítið og alltof seint. Fái Fjölnismenn eitt stig á móti ÍBV í lokaumferðinni eru Framarar fallnir, sama þó þeir vinni Fylki í Dalnum. Útlitið er svart í Safamýri.Albert Brynjar Ingason skoraði á móti Fjölni og hélt Evrópudraumum Fylkis á lífi.vísir/pjeturTölfræðin: *Atli Guðnason hefur skorað 6 mörk í 5 leikjum eftir að Heimir Guðjónsson setti hann á bekkinn í tveimur leikjum í röð í lok ágúst. *FH-ingar hafa skorað 9 mörkum meira í seinni umferð Pepsi-deildarinnar (27) en í þeirri fyrri (18) en þeir eiga samt enn einn leik eftir. *2 af 3 mörkum Grétars Sigfinns Sigurðarsonar í Pepsi-deildinni í sumar hafa tryggt KR-liðinu sigur. Grétar skoraði sigurmarkið á móti Víkingi í gær og á móti Fylki í júní. *Fylkismaðurinn Andrew Sousa varð þriðji leikmaðurinn til þess að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnu í Pepsi-deildinni í sumar en hinir eru Guðjón Pétur Lýðsson úr Breiðabliki og Pablo Punyed úr Stjörnunni. *Stjörnuliðið hefur haldið marki sínu hreinu í fjórum leikjum í röð en liðið hélt aðeins þrisvar hreinu í fyrstu 17 deildarleikjum tímabilsins. *Stjörnumaðurinn Rolf Toft skoraði sín fyrstu deildarmörk á Samsung-vellinum á móti Fram en þrjú fyrstu Pepsi-deildarmörkin hans komu á útivelli. *Blikar náðu aðeins að vinna 1 af 11 útileikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar en aðeins Þórsliðið (0) er með færri sigra á útivelli þegar ein umferð er eftir. *Fylkismenn eru búnir að vinna 5 af síðustu 8 leikjum sínum og hafa aðeins tapað einum deildarleik í ágúst og september. *Þórsarar enduðu átta leikja taphrinu, unnu sinn fyrsta sigur síðan 10. júlí og skoruðu sitt fyrsta mark í 414 mínútur í 2-0 sigrinum á Blikum. *Keflvíkingar eru búnir að vinna fleiri sigra á útivelli (3) en á heimavelli (2) í Pepsi-deildinni í sumar. *Framarar eru búnir að fá á sig þrjú mörk eða fleiri í þremur leikjum í röð og alls í samtals átta leikjum í Pepsi-deildinni í sumar. *Víkingar hafa aðeins náð í 1 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm heimaleikjum liðsins í Pepsi-deildinni en allir fjórir leikirnir sem hafa tapast í Víkinni frá því um miðjan ágúst hafa tapast með einu marki.Pétur Viðarsson spilaði vel í vörn FH.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Ólafur Haukur Tómasson á Þórvelli: „Það er ekki fjölmennt í umdeildustu stúku landsins.“Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-velli: „Stjarnan er núna átta mörkum á eftir FH í markatölu. Stjarnan gæti náð FH þar eins og þessi leikur er að spilast.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Víkingsvelli: „Bóas, sem er brjálaður stuðningsmaður KR, er mættur á völlinn og byrjaður að hvetja sína menn áfram. Óbilandi stuðningur í verki.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Atli Guðnason, FH - 10 Pétur Viðarsson, FH - 8 Steven Lennon, FH - 8 Kristinn Þór Rósbergsson, Þór - 8 Albert Brynjar Ingason, Fylki - 8 Haraldur Freyr Guðmundsson, Keflavík - 8 Rolft Toft, Stjörnunni - 8 Gunnar Gunnarsson, Val - 2 Jóhannes Karl Guðjónsson, Fram - 3 Ingiberg Ólafur Jónsson, Fram - 3 Viktor Bjarki Arnarsson, Fram - 3 Aron Bjarnason, Fram - 3Umræðan #Pepsi365Það á klárlega að dæma eftirá skv. Myndbandsupptöku sbr. KR-ÍBV og ÍBV-KEF #PEPSI365 — Halldór Svavar (@halldorsvavar) September 28, 2014FH hefur leikið 26 leiki í röð í efstu deild án taps. Síðasti tapleikurinn var í 17. umferð í fyrra á móti KR á KR-velli 3-1. #Pepsi365 — Bergþór Reynisson (@Bergrey) September 28, 2014Hey @hrannarbjorn þú ætlaðir að leggja 350k inná alla þína followers ef Fylkir myndi ekki falla, hvernig er yfirdráttaheimildin ? #Pepsi365 — Tómas Þorsteinsson (@tomasjod) September 28, 2014@hallismari verður með á móti KEF get staðfest það strákar, sit hliðiná honun hann er vinur minn #Pepsi365 — Birgir Lúðvíksson (@biggilu) September 28, 2014Hvar ætli Fram spili heimaleikina sína næsta sumar ef þeir falla, fá nú varla Laugardalsvöllinn í 1deildinni #fotbolti#Pepsi365 — Anton Freyr Jónsson (@antonfreeyr) September 28, 2014Hefði Bjarni orðið sáttur ef Fram hefði skorað en dæmt af og klikkað úr vítinu? #pepsi365 — Asgeir Bjarnason (@AB7__) September 28, 2014Atli Guðna er besti leikmaður sem hefur aldrei fengið séns í atvinnumennsku! Unun að spila með honum. #Pepsi365 — MatthíasVilhjálmsson (@MattiVilla) September 28, 2014Perfect hat trick hjá Atla Guðna. Hægri, vinstri og skalli #Pepsi365 — Arnar Már Guðjónsson (@addari) September 28, 2014Daníel æfði mark í handbolta á sínum yngri árum, það skilaði sér í línuvörslunni #Pepsi365 — Johann Laxdal (@JohannLaxdal) September 28, 2014Flottasta mark umferðarinnar: Atvik umferðarinnar: Markasyrpan:
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Breiðablik 2-0 | Evrópudraumur Blika dáinn Mikið breytt lið Þórs gerði sér lítið fyrir og lagði Blika í Þórsvelli í dag. 28. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Keflavík 0-2 | Keflavík kvaddi falldrauginn Keflavík verður áfram í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Það var ljóst er liðið lagði ÍBV, 0-2, í Eyjum. 28. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Fjölnir 2-1 | Fylkir í Evrópu? Fylkir lagði Fjölni 2-1 og er í baráttu um Evrópu. Fölnir þarf enn á stigum að halda. 28. september 2014 13:15 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - FH 1-4 | Afmælisbarnið með leik upp á tíu Afmælisbarnið Atli Guðnason fór á kostum og skoraði þrennu þegar FH valtaði yfir Val í síðari hálfleik. 28. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - KR 0-1 | Grétar hélt spennu í baráttunni um Evrópusæti KR-ingar sáu til þess að enn verður barist um Evrópusæti í lokaumferð Pepsi-deildar karla um næstu helgi. 28. september 2014 00:01 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Breiðablik 2-0 | Evrópudraumur Blika dáinn Mikið breytt lið Þórs gerði sér lítið fyrir og lagði Blika í Þórsvelli í dag. 28. september 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Keflavík 0-2 | Keflavík kvaddi falldrauginn Keflavík verður áfram í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Það var ljóst er liðið lagði ÍBV, 0-2, í Eyjum. 28. september 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Fjölnir 2-1 | Fylkir í Evrópu? Fylkir lagði Fjölni 2-1 og er í baráttu um Evrópu. Fölnir þarf enn á stigum að halda. 28. september 2014 13:15
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - FH 1-4 | Afmælisbarnið með leik upp á tíu Afmælisbarnið Atli Guðnason fór á kostum og skoraði þrennu þegar FH valtaði yfir Val í síðari hálfleik. 28. september 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - KR 0-1 | Grétar hélt spennu í baráttunni um Evrópusæti KR-ingar sáu til þess að enn verður barist um Evrópusæti í lokaumferð Pepsi-deildar karla um næstu helgi. 28. september 2014 00:01