Íslenski boltinn

Gunnar látinn fara frá Selfossi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Guðmundsson stýrði HK um nokkura ára skeið. Hann er fyrir miðri mynd.
Gunnar Guðmundsson stýrði HK um nokkura ára skeið. Hann er fyrir miðri mynd.
Gunnar Guðmundsson mun ekki stýra liði Selfoss á næstu leiktíð, en stjórn knattspyrnudeildar hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi hans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins.

Selfoss situr í 9. sæti 1. deildar með 26 stig eftir 20 umferðir, en liðið á tvo leiki eftir.

Gunnar tók við Selfossi af Loga Ólafssyni haustið 2012. Undir hans stjórn hafnaði liðið í 8. sæti 1. deildar 2013, en miklar breytingar hafa orðið á liðinu á milli síðustu tímabila.

Yfirlýsingin á heimasíðu Selfossar er svohljóðandi:

Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss hefur ákveðið að nýta uppsagnarákvæði í samningi sínum við Gunnar Guðmundsson þjálfara meistaraflokks karla að loknu tímabilinu. Gunnari eru þökkuð góð störf þau tvö ár sem hann hefur starfað fyrir félagið og mun hann stýra liðinu út tímabilið. Þetta gefur stjórn deildarinnar góðan tíma til að finna arftaka Gunnars fyrir næsta keppnistímabil.

Stjórn Knattspyrnudeildar Umf. Selfoss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×