Skömm Framsóknarflokksins Óskar Steinn Ómarsson skrifar 5. júní 2014 11:12 Framsóknarflokkurinn hefur verið duglegur við að taka upp hanskann fyrir rasista undanfarið. Forsætisráðherra birti nýlega pistil þar sem hann réðist harkalega að þeim sem höfðu vogað sér að gagnrýna oddvita flokksins í Reykjavík eftir ummæli hennar um fyrirhugaða mosku. Um ummælin sjálf eða ummæli þeirra, sem í kjölfarið hafa keppst við að úthúða múslimum á kommentakerfunum, sagði forsætisráðherra ekki orð. Í útvarpinu í gærmorgun biðlaði svo félagsmálaráðherra til fólks að sýna skoðunum annarra umburðarlyndi. Hún bætti svo við að það væri hið eðlilegasta mál að í fjölmenningarsamfélögum yrðu árekstrar. Það er svolítið eins og að segja að nauðganir séu eðlilegur hlutur á útihátíðum. Þessi málflutningur gerir lítið úr ábyrgð þeirra sem halda uppi hatursorðræðu gegn minnihlutahópum. Það er nefnilega ekkert eðlilegt við fordóma og útlendingahatur. Í alvöru talað. Síðan þetta mál kom í umræðuna hafa hatursfullir Íslendingar úthúðað múslimum á internetinu, og talsmönnum þeirra verið hótað lífláti. Á síðasta ári var svínshausum dreift á lóð fyrirhugaðrar mosku. Þetta er ekkert djók. Það er ekkert hægt að skauta framhjá þessu. Í Noregi voru menn blindir fyrir þessu og 22. júlí 2011 voru 69 ungmenni skotin til bana af manni sem var hræddur við múslima. Ég óska eftir því að forsætisráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum og lýsi því opinberlega yfir að rasismi og útlendingahatur eigi ekki heima á Íslandi. Óskar Steinn Ómarsson, Formaður Bersans – Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur verið duglegur við að taka upp hanskann fyrir rasista undanfarið. Forsætisráðherra birti nýlega pistil þar sem hann réðist harkalega að þeim sem höfðu vogað sér að gagnrýna oddvita flokksins í Reykjavík eftir ummæli hennar um fyrirhugaða mosku. Um ummælin sjálf eða ummæli þeirra, sem í kjölfarið hafa keppst við að úthúða múslimum á kommentakerfunum, sagði forsætisráðherra ekki orð. Í útvarpinu í gærmorgun biðlaði svo félagsmálaráðherra til fólks að sýna skoðunum annarra umburðarlyndi. Hún bætti svo við að það væri hið eðlilegasta mál að í fjölmenningarsamfélögum yrðu árekstrar. Það er svolítið eins og að segja að nauðganir séu eðlilegur hlutur á útihátíðum. Þessi málflutningur gerir lítið úr ábyrgð þeirra sem halda uppi hatursorðræðu gegn minnihlutahópum. Það er nefnilega ekkert eðlilegt við fordóma og útlendingahatur. Í alvöru talað. Síðan þetta mál kom í umræðuna hafa hatursfullir Íslendingar úthúðað múslimum á internetinu, og talsmönnum þeirra verið hótað lífláti. Á síðasta ári var svínshausum dreift á lóð fyrirhugaðrar mosku. Þetta er ekkert djók. Það er ekkert hægt að skauta framhjá þessu. Í Noregi voru menn blindir fyrir þessu og 22. júlí 2011 voru 69 ungmenni skotin til bana af manni sem var hræddur við múslima. Ég óska eftir því að forsætisráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum og lýsi því opinberlega yfir að rasismi og útlendingahatur eigi ekki heima á Íslandi. Óskar Steinn Ómarsson, Formaður Bersans – Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar