
Valfrelsi er forsenda bættra lífskjara
Öll viljum við velja með hvaða hætti við ferðumst á milli staða í daglegu amstri, leik og starfi. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir að raunverulegir valkostir um mismunandi samgöngumáta verði fyrir hendi. Tryggja þarf þó að auknir möguleikar eins samgöngumáta, skerði ekki möguleika einhvers annars.
Það er engin tilviljun að fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallslega minnst í Reykjavík. Þá þróun má fyrst og fremst rekja til þess að verulega hefur vantað upp á það, að Reykjavíkurborg með Samfylkingu í fararbroddi hefur ekki sinnt því sem skyldi að tryggja nægt framboð lóða á viðráðanlegu verði.
Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að fólk hafi val um búsetuform og í hvaða borgarhluta það kýs að búa. Tryggja þarf jafna möguleika á búsetu í þeim borgarhluta er það kýs að búa í. Nægt framboð lóða sem víðast í borgarlandinu á viðráðanlegu verði, líka í úthverfum mun tryggja raunverulegt valfrelsi fólks varðandi búsetuform og staðsetningu.
Auka þarf valfrelsi foreldra barna á báðum skólastigum varðandi val á þeim skólum sem börnin þeirra hafa möguleika á að sækja. Það verður best tryggt með því að sem fjölbreyttast rekstrarform verði á skólum í borginni. Nýta þarf til fullnustu allt það rými sem skólar hafa til þess að skapa sér sérstöðu meðal annarra skóla. Einng þarf að stórefla samstarf og samráð skóla og foreldrafélaga. Að foreldrar verði upplýstir um stöðu skóla barna þeirra gagnvart öðrum skólum í borginni. Foreldrar eiga jú fullan rétt á því að vita hvar skóli barna þeirra stendur í samanburði við aðra skóla í borginni.
Tryggja þarf fötluðum og öldruðum eins fjölbreytta þjónustukosti og hægt er. Tryggja þarf að fé fylgi þörf svo þeir einstaklingar sem eftir þjónustu sækjast geti sótt sér þá þjónustu þar sem þeim best hentar.
Til þess að tryggja sem mest valfrelsi þarf að auka samkeppni á sem flestum sviðum þjónustu við borgarbúa. Án samkeppni og margbreytilegra kosta, er ekkert valfrelsi. Valfrelsi þrífst best í fjölbreytilegu umhverfi fjölbreyttra kosta.
Þess vegna mun Sjálfstðisflokkurinn berjast fyrir heilbrigðri samkeppni og sem fjölbreyttustum valkostum um þjónustu við borgarbúa. Það er skilvirkasta og hagkvæmasta leiðin til þess að útrýma biðlistum á öllum sviðum þjónustu er borgin veitir borgarbúum.
Næstkomandi laugardag mun þér, kjósandi góður, verða boðið til mikillar lýðræðisveislu með fjölmörgum valkostum. Eina leiðin til þess að tryggja raunverulega valkosti í leik og starfi, er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Skoðun

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Allt að vinna, engu að tapa!
Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar