Þjónustubærinn Garðabær Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir skrifar 30. maí 2014 11:40 Ég er í 2. sæti fyrir Framsókn í Garðabæ, býð fram krafta mína fyrir bæjarfélagið mitt. Mín hugðarefni eru einkum þjónusta við fólkið, sérstaklega við börn og þá sem eldri eru. Garðabær er sannkallaður þjónustubær, en betur má ef duga skal. Þó nokkur tekjuafgangur er hjá sveitafélaginu og ætti að nýta hann til enn betri þjónustu við bæjarbúa. Auka þarf frístundamöguleika fyrir eldra fólk og þá í samvinnu við það. Mikið er um fallega göngustíga og lítil og smekkleg útivistarsvæði. Bæta mætti við bekkjum á fjölda staða og er ég viss um að útivist myndi aukast meðal eldri borgara og jafnvel smábarnafjölskyldna ef hægt væri að setjast, hvíla lúin bein og njóta. Ekki væri verra að koma upp almenningsalerni sérstaklega með eldra fólk í huga. Einnig eru hundaeigendur mun duglegri við að tína upp eftir hunda sína ef fleiri ruslafötur eru sýnilegar. Æskilegt er að einstaka grænt svæði væri lokað fjórfættlingum m.a. vegna fuglalífs og lögð áhersla á sérstök hundasvæði í staðin. Til að bæir blómstri þarf að huga vel að samgönguleiðum til og frá bænum sem þurfa að vera greiðfærar, almenningssamgöngur verða að virka vel á milli bæjarhluta með frístundir og skóla í huga. Í því tilliti ber að hafa þarfir notenda að leiðarljósi þannig að samgöngur séu fyrir hendi á þeim tímum sem þörf er á. Fyrir marga, sérstaklega börn og eldri skýrist hluti lífsgæða af almenningssamgöngum sem virka og treysta má á. Leikskólarnir okkar eru góðir og fer þar fram fjölbreytt starfsemi og er þróunarverkefnið Námsbók barnsins jákvætt dæmi um það og getur verið mikill stuðningur í þroskaferlinu. Mikilvægt er að sinna þörf og eftirspurn með því að bæta við plássum í eldri hluta bæjarins þar sem foreldrar vilja oftast að börnin séu ekki of langt frá heimilinu. Heilbrigðisþjónusta bæjarins er góð en margir hafa áhyggjur af vöntun á sérfræðingum og úrræðum hjá félagsþjónustunni. Að hlusta á íbúa og hafa upplýsingaflæði frá stjórnsýslu aðgengilegt og skýrt er eitt af aðalstólpum góðs samfélags. Garðabær bærinn okkar byggist á íbúavænu umhverfi sem hlúa ber að, bær þar sem allir aldurshópar geta notið sín í skjóli þeirrar þjónustu sem bærinn á að hafa mikinn metnað til að veita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég er í 2. sæti fyrir Framsókn í Garðabæ, býð fram krafta mína fyrir bæjarfélagið mitt. Mín hugðarefni eru einkum þjónusta við fólkið, sérstaklega við börn og þá sem eldri eru. Garðabær er sannkallaður þjónustubær, en betur má ef duga skal. Þó nokkur tekjuafgangur er hjá sveitafélaginu og ætti að nýta hann til enn betri þjónustu við bæjarbúa. Auka þarf frístundamöguleika fyrir eldra fólk og þá í samvinnu við það. Mikið er um fallega göngustíga og lítil og smekkleg útivistarsvæði. Bæta mætti við bekkjum á fjölda staða og er ég viss um að útivist myndi aukast meðal eldri borgara og jafnvel smábarnafjölskyldna ef hægt væri að setjast, hvíla lúin bein og njóta. Ekki væri verra að koma upp almenningsalerni sérstaklega með eldra fólk í huga. Einnig eru hundaeigendur mun duglegri við að tína upp eftir hunda sína ef fleiri ruslafötur eru sýnilegar. Æskilegt er að einstaka grænt svæði væri lokað fjórfættlingum m.a. vegna fuglalífs og lögð áhersla á sérstök hundasvæði í staðin. Til að bæir blómstri þarf að huga vel að samgönguleiðum til og frá bænum sem þurfa að vera greiðfærar, almenningssamgöngur verða að virka vel á milli bæjarhluta með frístundir og skóla í huga. Í því tilliti ber að hafa þarfir notenda að leiðarljósi þannig að samgöngur séu fyrir hendi á þeim tímum sem þörf er á. Fyrir marga, sérstaklega börn og eldri skýrist hluti lífsgæða af almenningssamgöngum sem virka og treysta má á. Leikskólarnir okkar eru góðir og fer þar fram fjölbreytt starfsemi og er þróunarverkefnið Námsbók barnsins jákvætt dæmi um það og getur verið mikill stuðningur í þroskaferlinu. Mikilvægt er að sinna þörf og eftirspurn með því að bæta við plássum í eldri hluta bæjarins þar sem foreldrar vilja oftast að börnin séu ekki of langt frá heimilinu. Heilbrigðisþjónusta bæjarins er góð en margir hafa áhyggjur af vöntun á sérfræðingum og úrræðum hjá félagsþjónustunni. Að hlusta á íbúa og hafa upplýsingaflæði frá stjórnsýslu aðgengilegt og skýrt er eitt af aðalstólpum góðs samfélags. Garðabær bærinn okkar byggist á íbúavænu umhverfi sem hlúa ber að, bær þar sem allir aldurshópar geta notið sín í skjóli þeirrar þjónustu sem bærinn á að hafa mikinn metnað til að veita.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar