Björt framtíð í Garðabæ Guðrún Elín Herbertsdóttir skrifar 22. maí 2014 15:15 Nýir tímar kalla á nýtt fólk og nýja hugsun. Við erum fjölbreyttur hópur og við viljum að Garðabær sé fyrir alla. Þessu til stuðnings horfir Björt framtíð á lífið sjálft: Lífshlaupið og öll aldursskeið þess. Lífsréttindin sem allir eiga rétt á að búa við. Lífsgæðin sem við búm við og byggjast á velferð, góðri heilsu og hamingju bæjarbúa.Styðjum LífshlaupiðVið viljum finna lausnir á dagvistun yngstu barnanna. Við teljum að aukin samstaða á milli foreldra og skóla muni auka velferð unga fólksins. Við viljum fjárhagslega ábyrgð og skynsemi í ákvörðunum með heildarmyndina í huga. Það þarf fjölbreyttari kosti í húsnæðismálum fyrir öll stig lífshlaups einstaklinga og fjölskyldna. Við viljum sjá fjölbreyttari kosti fyrir fyrirtæki í atvinnurekstri með góðri blöndu smærri, millistórra og stærri fyrirtækja. Styðja þarf fyrirtæki á öllum stigum lífshlaups þeirra auk þess að auka svigrúm fyrir skapandi greinar. Við leggjum mikla áherslu á efri árin. Þar viljum við sjá fjölbreyttari kosti í húsnæðismálum, fjölbreyttari möguleika á umönnun auk þess sem eldri borgarar eiga rétt á fjölbreyttari tækifærum til þátttöku í samfélaginu og í félagslífi.Tryggjum LífsréttindinVið viljum sjá jafnt aðgengi allra að þjónustu og lífsgæðum. Við viljum þjónusta bæjarbúa með virðingu og með tilliti til ólíkra þarfa, uppruna og stöðu. Það á að vera réttur allra að geta tjáð fjölbreyttar skoðanir sínar um málefni bæjarins og við viljum auka gagnsæi í stjórnsýslu.Aukum LífsgæðinVið viljum styðja við velferð, heilsu og hamingju bæjarbúa. Það eiga allir rétt á því að líða vel. Við viljum samfélagslega ábyrgð í félagsmálum, fjölbreytt framboð tómstunda, íþrótta og afþreyingar fyrir alla aldurshópa og við allra hæfi. Við viljum mynda markvissa stefnu til eflingar lýðheilsu á öllum sviðum. Við viljum nýta betur það sem við eigum nú þegar. Við erum umvafin einstakri náttúru og að henni þarf að hlúa og búa til fjölbreytt tækifæri fyrir íbúa til að njóta hennar. Það þarf að friða það mikilvægasta í umhverfinu fyrir komandi kynslóðir, hraun, fjöru, vötn og holt. Við viljum aðgengi fyrir alla að sem flestum útivistarsvæðum bæði á sjó og landi. Við viljum sjá heilsteypt skipulag bæjarins sem styður við gæði lífsins. Við viljum fjölbreyttari tækifæri til að njóta menninga og lista. Við viljum byggja upp hjartað í bænum með fleiri tækifærum fyrir íbúa til að kynnast og tengjast. Með ofangreint að leiðarljósi bjóðum við okkur fram til þjónustu við bæjarbúa næstu fjögur árin. Við leggjum fram áhuga okkar, innsæi, reynslu og þekkingu til þess að byggja upp enn betri bæ sem er fyrir alla, bæ þar sem hjartað slær. Það verður gaman í Garðabæ. X-Æ í maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Nýir tímar kalla á nýtt fólk og nýja hugsun. Við erum fjölbreyttur hópur og við viljum að Garðabær sé fyrir alla. Þessu til stuðnings horfir Björt framtíð á lífið sjálft: Lífshlaupið og öll aldursskeið þess. Lífsréttindin sem allir eiga rétt á að búa við. Lífsgæðin sem við búm við og byggjast á velferð, góðri heilsu og hamingju bæjarbúa.Styðjum LífshlaupiðVið viljum finna lausnir á dagvistun yngstu barnanna. Við teljum að aukin samstaða á milli foreldra og skóla muni auka velferð unga fólksins. Við viljum fjárhagslega ábyrgð og skynsemi í ákvörðunum með heildarmyndina í huga. Það þarf fjölbreyttari kosti í húsnæðismálum fyrir öll stig lífshlaups einstaklinga og fjölskyldna. Við viljum sjá fjölbreyttari kosti fyrir fyrirtæki í atvinnurekstri með góðri blöndu smærri, millistórra og stærri fyrirtækja. Styðja þarf fyrirtæki á öllum stigum lífshlaups þeirra auk þess að auka svigrúm fyrir skapandi greinar. Við leggjum mikla áherslu á efri árin. Þar viljum við sjá fjölbreyttari kosti í húsnæðismálum, fjölbreyttari möguleika á umönnun auk þess sem eldri borgarar eiga rétt á fjölbreyttari tækifærum til þátttöku í samfélaginu og í félagslífi.Tryggjum LífsréttindinVið viljum sjá jafnt aðgengi allra að þjónustu og lífsgæðum. Við viljum þjónusta bæjarbúa með virðingu og með tilliti til ólíkra þarfa, uppruna og stöðu. Það á að vera réttur allra að geta tjáð fjölbreyttar skoðanir sínar um málefni bæjarins og við viljum auka gagnsæi í stjórnsýslu.Aukum LífsgæðinVið viljum styðja við velferð, heilsu og hamingju bæjarbúa. Það eiga allir rétt á því að líða vel. Við viljum samfélagslega ábyrgð í félagsmálum, fjölbreytt framboð tómstunda, íþrótta og afþreyingar fyrir alla aldurshópa og við allra hæfi. Við viljum mynda markvissa stefnu til eflingar lýðheilsu á öllum sviðum. Við viljum nýta betur það sem við eigum nú þegar. Við erum umvafin einstakri náttúru og að henni þarf að hlúa og búa til fjölbreytt tækifæri fyrir íbúa til að njóta hennar. Það þarf að friða það mikilvægasta í umhverfinu fyrir komandi kynslóðir, hraun, fjöru, vötn og holt. Við viljum aðgengi fyrir alla að sem flestum útivistarsvæðum bæði á sjó og landi. Við viljum sjá heilsteypt skipulag bæjarins sem styður við gæði lífsins. Við viljum fjölbreyttari tækifæri til að njóta menninga og lista. Við viljum byggja upp hjartað í bænum með fleiri tækifærum fyrir íbúa til að kynnast og tengjast. Með ofangreint að leiðarljósi bjóðum við okkur fram til þjónustu við bæjarbúa næstu fjögur árin. Við leggjum fram áhuga okkar, innsæi, reynslu og þekkingu til þess að byggja upp enn betri bæ sem er fyrir alla, bæ þar sem hjartað slær. Það verður gaman í Garðabæ. X-Æ í maí
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun