Ferðamannaborgirnar Hong Kong og Reykjavík Guðlaug Björnsdóttir skrifar 23. maí 2014 14:37 Reykvíkingar eru að upplifa vaxtaverki í kjölfar fjölgunar ferðamanna. Hong Kong borg hefur átt við þessi sömu vandamál að stríða. Íslendingar gætu átt von á að fjöldi ferðamanna nái 2 milljónum á ári frá árinu 2020. Hong Kong borg náði sambærilegum áfanga 2014. Í samtali við kjörræðismann Íslands í Hong Kong, Huldu Þóreyju Garðarsdóttur kom fram að íbúar þar eru sáttir við þennan fjölda ferðamanna. Hong Kong borg hefur unnið hörðum höndum að fá ferðamenn til borgarinnar og eru íbúar sáttir við kosti þess og galla að svo margir ferðamenn heimsæki borgina. Hong Kong búar ferðast mikið og tala upp til hópa ensku. Þetta er lykilatriði í því að draga að ferðamenn, að sátt sé um ferðamannaiðnaðinn í borginni. Það sem helst er talið neikvætt er að suma vinsæla daga eru öll hótel og veitingastaðir full, það jákvæða er að Hong Kong borg hefur góðar tekjur af ferðamönnum og hefur fjárfest mjög skynsamlega í að byggja upp þjónustu svo sem neðanjarðarlestakerfi og fjölbreytta afþreyingaþjónustu við ferðamenn dreift um alla borg. Fyrir nokkrum árum var sú pólitíska ákvörðun tekin að hleypa fjölda Kínverja frá meginlandi Kína inn til Hong Kong. Sköpuðust af þessu erfiðleikar þar sem þessi hópur ferðamanna var ekki með sama „prófíl“ og aðrir ferðamenn. Það tók nokkur ár að leysa þessi vandamál, var það m.a. gert með því að beina þessum hópi til annarra borgarhverfa en enskumælandi ferðamönnum og útbúa aðstöðu, þjónustu og afþreyingu fyrir þennan hóp í þeim borgarhverfum. Tekjur af ferðamönnum í Hong Kong námu yfir 1,5 milljón króna á ári per íbúa í Hong Kong. Fjöldi ferðamanna hefur aukist um allt að 20% á ári. í Hong Kong hafa stjórnvöld haft frumkvæði að byggja m.a. upp alþjóðlega bankamiðstöð, Disney Land, stóran nýjan alþjóðlegan flugvöll sem flutti á árinu 2013 51 milljón ferðamanna. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að fella niður öll gjöld af víni, hefur það orðið til þess að mjög arðbær vínmiðstöð fyrir Asíu hefur risið í Hong Kong. Nýleg áhersla er á íþrótta ferðamennsku sem hefur gefist vel. Auk þess er enginn virðisaukaskattur er í Hong Kong. Í Reykjavík aftur á móti hefur vantað skýra stefnu varðandi fjölgun ferðamanna til borgarinnar. Reykjavíkurborg verður að vera meira leiðandi hvað varðar útfærslu og skipulag á þjónustu fyrir ferðamenn og til að tryggja þjónustu við þá og hafa tekjur af þeim. Tekjur af ferðamönnum eru enn töluvert minni á Íslandi en í Hong Kong en Hong Kong fær yfir 100% hærri tekjur per íbúa en við á Íslandi. í Hong Kong hefur tekjur per ferðamann lækkað við fjölgun ferðamanna sem koma stutt yfir landamærin við meginland Kína en mestu tekjur þeirra eru afferðamönnum sem sækja ráðstefnur, fjármálahverfið og skipulagða atburði. Þar sem ferðamenn til Íslands þurfa að leggja dálítið á sig til að koma hingað ætti tekjur af þeim að halda áfram að vera góðar þótt þeim fjölgi mjög mikið. Þjónusta við ferðamenn er orðin stærsta atvinnugrein á Íslandi. Á árinu 2013 eyddu ferðamenn 265 milljörðum á Íslandi, þessar tölur geta 3-4 faldast ef rétt er að því staðið. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að 95% allra ferðamanna sem koma til Íslands koma til Reykjavíkur. Reykjavíkurborg þarf að dreifa þjónustu við ferðamenn í fleiri hverfi en 101. Yfir 70% ferðmanna fara t.d. í sund, væri ekki hægt að leggja meiri áherslu á hvað ferðamaðurinn getur gert í og við Laugardalinn við t.d. íþrótta og sport ferðamennsku? Einnig tel ég að gera þurfi betur í aðbúnaði fyrir ráðstefnugesti, áformað ráðstefnuhótel þarf að rísa sem fyrst. Banka og fjármálastarfsemi á ekki heima á sama stað og ráðstefnumiðstöð. Alla menningartengda starfsemi í Reykjavík þarf að efla og skipuleggja betur. Þar á meðal, norðurljósaferðir, hvalaskoðun, tónlistaviðburði, söfn, matar- og vínmenningu. og allt það sem veitir ánægju og afþreyingu. Stóraukin ferðamannafjöldi kallar á stefnumótun og aðgerðir Reykjavíkurborgar til að tryggja tekjur borgarinnar af þessari starfsemi auk atvinnu og lífsgæði okkar sem byggja Reykjavík. Sinnum þessu núna meðan enn er hægt að forða stórslysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Reykvíkingar eru að upplifa vaxtaverki í kjölfar fjölgunar ferðamanna. Hong Kong borg hefur átt við þessi sömu vandamál að stríða. Íslendingar gætu átt von á að fjöldi ferðamanna nái 2 milljónum á ári frá árinu 2020. Hong Kong borg náði sambærilegum áfanga 2014. Í samtali við kjörræðismann Íslands í Hong Kong, Huldu Þóreyju Garðarsdóttur kom fram að íbúar þar eru sáttir við þennan fjölda ferðamanna. Hong Kong borg hefur unnið hörðum höndum að fá ferðamenn til borgarinnar og eru íbúar sáttir við kosti þess og galla að svo margir ferðamenn heimsæki borgina. Hong Kong búar ferðast mikið og tala upp til hópa ensku. Þetta er lykilatriði í því að draga að ferðamenn, að sátt sé um ferðamannaiðnaðinn í borginni. Það sem helst er talið neikvætt er að suma vinsæla daga eru öll hótel og veitingastaðir full, það jákvæða er að Hong Kong borg hefur góðar tekjur af ferðamönnum og hefur fjárfest mjög skynsamlega í að byggja upp þjónustu svo sem neðanjarðarlestakerfi og fjölbreytta afþreyingaþjónustu við ferðamenn dreift um alla borg. Fyrir nokkrum árum var sú pólitíska ákvörðun tekin að hleypa fjölda Kínverja frá meginlandi Kína inn til Hong Kong. Sköpuðust af þessu erfiðleikar þar sem þessi hópur ferðamanna var ekki með sama „prófíl“ og aðrir ferðamenn. Það tók nokkur ár að leysa þessi vandamál, var það m.a. gert með því að beina þessum hópi til annarra borgarhverfa en enskumælandi ferðamönnum og útbúa aðstöðu, þjónustu og afþreyingu fyrir þennan hóp í þeim borgarhverfum. Tekjur af ferðamönnum í Hong Kong námu yfir 1,5 milljón króna á ári per íbúa í Hong Kong. Fjöldi ferðamanna hefur aukist um allt að 20% á ári. í Hong Kong hafa stjórnvöld haft frumkvæði að byggja m.a. upp alþjóðlega bankamiðstöð, Disney Land, stóran nýjan alþjóðlegan flugvöll sem flutti á árinu 2013 51 milljón ferðamanna. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að fella niður öll gjöld af víni, hefur það orðið til þess að mjög arðbær vínmiðstöð fyrir Asíu hefur risið í Hong Kong. Nýleg áhersla er á íþrótta ferðamennsku sem hefur gefist vel. Auk þess er enginn virðisaukaskattur er í Hong Kong. Í Reykjavík aftur á móti hefur vantað skýra stefnu varðandi fjölgun ferðamanna til borgarinnar. Reykjavíkurborg verður að vera meira leiðandi hvað varðar útfærslu og skipulag á þjónustu fyrir ferðamenn og til að tryggja þjónustu við þá og hafa tekjur af þeim. Tekjur af ferðamönnum eru enn töluvert minni á Íslandi en í Hong Kong en Hong Kong fær yfir 100% hærri tekjur per íbúa en við á Íslandi. í Hong Kong hefur tekjur per ferðamann lækkað við fjölgun ferðamanna sem koma stutt yfir landamærin við meginland Kína en mestu tekjur þeirra eru afferðamönnum sem sækja ráðstefnur, fjármálahverfið og skipulagða atburði. Þar sem ferðamenn til Íslands þurfa að leggja dálítið á sig til að koma hingað ætti tekjur af þeim að halda áfram að vera góðar þótt þeim fjölgi mjög mikið. Þjónusta við ferðamenn er orðin stærsta atvinnugrein á Íslandi. Á árinu 2013 eyddu ferðamenn 265 milljörðum á Íslandi, þessar tölur geta 3-4 faldast ef rétt er að því staðið. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að 95% allra ferðamanna sem koma til Íslands koma til Reykjavíkur. Reykjavíkurborg þarf að dreifa þjónustu við ferðamenn í fleiri hverfi en 101. Yfir 70% ferðmanna fara t.d. í sund, væri ekki hægt að leggja meiri áherslu á hvað ferðamaðurinn getur gert í og við Laugardalinn við t.d. íþrótta og sport ferðamennsku? Einnig tel ég að gera þurfi betur í aðbúnaði fyrir ráðstefnugesti, áformað ráðstefnuhótel þarf að rísa sem fyrst. Banka og fjármálastarfsemi á ekki heima á sama stað og ráðstefnumiðstöð. Alla menningartengda starfsemi í Reykjavík þarf að efla og skipuleggja betur. Þar á meðal, norðurljósaferðir, hvalaskoðun, tónlistaviðburði, söfn, matar- og vínmenningu. og allt það sem veitir ánægju og afþreyingu. Stóraukin ferðamannafjöldi kallar á stefnumótun og aðgerðir Reykjavíkurborgar til að tryggja tekjur borgarinnar af þessari starfsemi auk atvinnu og lífsgæði okkar sem byggja Reykjavík. Sinnum þessu núna meðan enn er hægt að forða stórslysi.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun