Höfum við efni á mannréttindum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 26. maí 2014 15:05 Flokkar í framboði til sveitarstjórna keppast nú um að lofa að bæta mannréttindi ýmissa hópa eins og gengur rétt fyrir kosningar. Flestir þeirra hafa hins vegar gert það margoft áður en ekki staðið við loforð sín og vona ég að málefnalegt og hugsandi fólk taki það með í reikninginn þegar það tekur ákvörðun um hvað það kýs. Eitt er alveg víst að ef við eigum að geta sinnt mannréttindum allra hópa svo að sómi sé að, kostar það peninga. Mikilvægt er að flokkarnir komi með raunhæfar tillögur um hvernig þeir ætli að fjármagna slíkt. Framboð Dögunar í Reykjavík hefur sett sé mjög metnaðarfull markmið í þessum málum sem hægt er að kynna sér nánar á síðunni dogunreykjavik.is. Ennfremur höfum við sett fram raunhæfar leiðir til að fjármögnunar:Í fyrsta lagi þarf að forgangsraða peningum í velferð og mannúð fyrir fólkið í borginni. Hér erum við að tala um húsnæði, framfærslu, menntun og fleira í þeim dúr.Í öðru lagi er mikilvægt að endurhugsa fjárhagsrammann sem borgin hefur sett sér um hversu mikið hlutfall fer í velferðarmál eða skipulagsmál o.s.frv. þannig að mikilvægustu sviðin fái allan þann pening sem þau þurfa og restin má svo fara í önnur gæluverkefni.Dögun hefur einnig sett fram hugmyndir um að tekjutengja all grunnþjónustu sem lýtur að menntun og frístund barna, þannig að börn þeirra tekjulægstu fái slíka þjónustu fría og börn efnamestu foreldranna borgi meira meðan að millitekjuhóparnir stæðu í stað. Þetta er eingöngu tilfærsla á peningum og gerði það að verkum að hægt væri að gefa fátækustu börnunum fríar máltíðir og frístundir strax í byrjun næsta kjörtímabils.Með aukinni dreifstýringu út í hverfin eins og Dögun leggur til þannig að hverfin ráði ekki bara meiru um sig sjálf heldur fái meira fjármagn til að nota getum við sparað töluvert. Reynsla annarra borga hefur sýnt þetta þar sem fólk fer betur með peninga sem nota á í nærumhverfið. Þetta ásamt því að opna bókhaldið er hluti af róttækri lýðræðisstefnu okkar.Síðast en ekki síst leggur framboðið til að stofnaður verði banki í eigu borgarinnar. Áratuga reynsla annarra borga og fylkja í Skandinavíu og Bandaríkjunum hefur sýnt að slíkur banki er ekki einungis góður fyrir hagsmuni borgarbúa heldur stóðu slíkir bankar að mestu af sér fjármagnhrunið. Þetta er vegna þess að þetta eru eingöngu viðskiptabankar sem taka ekki þátt í áhættufjárfestingum eða bóluhagkerfinu umrædda. Þessir bankar geta veitt borgarbúum lán á lægri vöxtum en einkabankarnir, hvort sem það er til einkanota t.d. fyrir húsnæði eða til að stofna fyrirtæki. Því miður er allt of stór hluti fjárhagsáætlunar borgarinnar sem fer í vaxtakostnað af lánum og væri það töluverður hagur fyrir borgina að reyna að endurfjármagna slík lán á lægri vöxtum í eigin banka. Það skemmtilegasta við borgarbanka er að verði hagnaður af þeim rekstri færi hann í beint í vasa eigenda sinna, sem í þessu tilviki eru borgarbúar sjálfir. Þeir sem vilja kynna sér nánar þessar hugmyndir geta skoðað blogg hér https://www.dv.is/blogg/thorleifur-gunnlaugsson/2014/5/15/banki-borgarbua/ , hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/21/borgarbanki-1/ og hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Flokkar í framboði til sveitarstjórna keppast nú um að lofa að bæta mannréttindi ýmissa hópa eins og gengur rétt fyrir kosningar. Flestir þeirra hafa hins vegar gert það margoft áður en ekki staðið við loforð sín og vona ég að málefnalegt og hugsandi fólk taki það með í reikninginn þegar það tekur ákvörðun um hvað það kýs. Eitt er alveg víst að ef við eigum að geta sinnt mannréttindum allra hópa svo að sómi sé að, kostar það peninga. Mikilvægt er að flokkarnir komi með raunhæfar tillögur um hvernig þeir ætli að fjármagna slíkt. Framboð Dögunar í Reykjavík hefur sett sé mjög metnaðarfull markmið í þessum málum sem hægt er að kynna sér nánar á síðunni dogunreykjavik.is. Ennfremur höfum við sett fram raunhæfar leiðir til að fjármögnunar:Í fyrsta lagi þarf að forgangsraða peningum í velferð og mannúð fyrir fólkið í borginni. Hér erum við að tala um húsnæði, framfærslu, menntun og fleira í þeim dúr.Í öðru lagi er mikilvægt að endurhugsa fjárhagsrammann sem borgin hefur sett sér um hversu mikið hlutfall fer í velferðarmál eða skipulagsmál o.s.frv. þannig að mikilvægustu sviðin fái allan þann pening sem þau þurfa og restin má svo fara í önnur gæluverkefni.Dögun hefur einnig sett fram hugmyndir um að tekjutengja all grunnþjónustu sem lýtur að menntun og frístund barna, þannig að börn þeirra tekjulægstu fái slíka þjónustu fría og börn efnamestu foreldranna borgi meira meðan að millitekjuhóparnir stæðu í stað. Þetta er eingöngu tilfærsla á peningum og gerði það að verkum að hægt væri að gefa fátækustu börnunum fríar máltíðir og frístundir strax í byrjun næsta kjörtímabils.Með aukinni dreifstýringu út í hverfin eins og Dögun leggur til þannig að hverfin ráði ekki bara meiru um sig sjálf heldur fái meira fjármagn til að nota getum við sparað töluvert. Reynsla annarra borga hefur sýnt þetta þar sem fólk fer betur með peninga sem nota á í nærumhverfið. Þetta ásamt því að opna bókhaldið er hluti af róttækri lýðræðisstefnu okkar.Síðast en ekki síst leggur framboðið til að stofnaður verði banki í eigu borgarinnar. Áratuga reynsla annarra borga og fylkja í Skandinavíu og Bandaríkjunum hefur sýnt að slíkur banki er ekki einungis góður fyrir hagsmuni borgarbúa heldur stóðu slíkir bankar að mestu af sér fjármagnhrunið. Þetta er vegna þess að þetta eru eingöngu viðskiptabankar sem taka ekki þátt í áhættufjárfestingum eða bóluhagkerfinu umrædda. Þessir bankar geta veitt borgarbúum lán á lægri vöxtum en einkabankarnir, hvort sem það er til einkanota t.d. fyrir húsnæði eða til að stofna fyrirtæki. Því miður er allt of stór hluti fjárhagsáætlunar borgarinnar sem fer í vaxtakostnað af lánum og væri það töluverður hagur fyrir borgina að reyna að endurfjármagna slík lán á lægri vöxtum í eigin banka. Það skemmtilegasta við borgarbanka er að verði hagnaður af þeim rekstri færi hann í beint í vasa eigenda sinna, sem í þessu tilviki eru borgarbúar sjálfir. Þeir sem vilja kynna sér nánar þessar hugmyndir geta skoðað blogg hér https://www.dv.is/blogg/thorleifur-gunnlaugsson/2014/5/15/banki-borgarbua/ , hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/21/borgarbanki-1/ og hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun