Öruggt húsnæði fyrir alla Hreiðar Eiríksson skrifar 26. maí 2014 16:04 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Reykjavíkurborg aðeins keypt 67 félagslegar leiguíbúðir þrátt fyrir að heimild sé fyrir því að kaupa 100 íbúðir á hverju ári, eins og kemur fram á heimasíðu Félagsbústaða í Reykjavík. Þessar íbúðir hafa hvergi nærri nægt til að mæta þeim bráða húsnæðisvanda sem er í Reykjavík enda býr fjöldi fólks í ólöglegu iðnaðarhúsnæði í borginni. Þetta ástand hefur varað um árabil án þess að á því hafi verið tekið.Börn eiga ekki að búa í iðnaðarhúsnæði Húsnæðisvandinn bitnar helst á þeim sem minnst mega sín. Fjölmiðlar hafa birt fréttir af efnalitlum, einstæðum, mæðrum sem neyðst hafa til að flytja inn í ólöglegt iðnaðarhúsnæði með börn sín. Mörg dæmi eru um einhleypa meðlagsgreiðendur sem búa í iðnaðarhúsnæði eða bílskúrum án hreinlætisaðstöðu og annars sem flest okkar teljum tilheyra eðlilegu lífi. Í slíkum vistarverum er ekki hægt að hafa börn og það raskar umgengni barnanna við foreldra sína, börnunum til tjóns.Tafarlausra aðgerða er þörf Einn hópur býr við sérstaklega sára neyð. Það eru konur sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna heimilisofbeldis. Oft eiga þær börn sem þær taka með sér á flóttanum og margar þeirra leita skjóls hjá Samtökum um kvennaathvarf sem vinna lofsvert og óeigingjarnt starf í þágu fórnarlamba heimilisofbeldis. Því miður er þörfin fyrir athvarfið mjög mikil og því þurfa konurnar mögulega á endanum að velja milli þess að lenda á hrakhólum með börn sín eða snúa aftur á heimili ofbeldismannsins. Það er erfitt að hugsa til þess að þetta séu einu valkostirnir fyrir þessar konur og börn þeirra. Í komandi borgarstjórnarkosningum mun ég kjósa það framboð sem lofar að bæta úr þessu ástandi og hefur getu og vilja til að fylgja eftir því loforði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Reykjavíkurborg aðeins keypt 67 félagslegar leiguíbúðir þrátt fyrir að heimild sé fyrir því að kaupa 100 íbúðir á hverju ári, eins og kemur fram á heimasíðu Félagsbústaða í Reykjavík. Þessar íbúðir hafa hvergi nærri nægt til að mæta þeim bráða húsnæðisvanda sem er í Reykjavík enda býr fjöldi fólks í ólöglegu iðnaðarhúsnæði í borginni. Þetta ástand hefur varað um árabil án þess að á því hafi verið tekið.Börn eiga ekki að búa í iðnaðarhúsnæði Húsnæðisvandinn bitnar helst á þeim sem minnst mega sín. Fjölmiðlar hafa birt fréttir af efnalitlum, einstæðum, mæðrum sem neyðst hafa til að flytja inn í ólöglegt iðnaðarhúsnæði með börn sín. Mörg dæmi eru um einhleypa meðlagsgreiðendur sem búa í iðnaðarhúsnæði eða bílskúrum án hreinlætisaðstöðu og annars sem flest okkar teljum tilheyra eðlilegu lífi. Í slíkum vistarverum er ekki hægt að hafa börn og það raskar umgengni barnanna við foreldra sína, börnunum til tjóns.Tafarlausra aðgerða er þörf Einn hópur býr við sérstaklega sára neyð. Það eru konur sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna heimilisofbeldis. Oft eiga þær börn sem þær taka með sér á flóttanum og margar þeirra leita skjóls hjá Samtökum um kvennaathvarf sem vinna lofsvert og óeigingjarnt starf í þágu fórnarlamba heimilisofbeldis. Því miður er þörfin fyrir athvarfið mjög mikil og því þurfa konurnar mögulega á endanum að velja milli þess að lenda á hrakhólum með börn sín eða snúa aftur á heimili ofbeldismannsins. Það er erfitt að hugsa til þess að þetta séu einu valkostirnir fyrir þessar konur og börn þeirra. Í komandi borgarstjórnarkosningum mun ég kjósa það framboð sem lofar að bæta úr þessu ástandi og hefur getu og vilja til að fylgja eftir því loforði.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar