Framtíð Reykjavíkur – framtíð okkar allra Garðar Jónsson skrifar 26. maí 2014 17:17 Framtíðarsýn um þróun sveitarfélaga er birt í aðalskipulagi hvers sveitarfélags. Við íbúar þessa lands mótum gjarnan okkar eigin framtíðarsýn um þróun okkar nærumhverfis. Mín sýn er einföld - þægilegt til búsetu með góðu samspili fólks, atvinnulífs, menningar, þjónustu og náttúru. Gott jafnvægi á húsnæðismarkaði, öflug heilbrigðisþjónusta og greiðar samgöngur eru dæmi um lykilþætti sem styðja þægilegt samfélag til búsetu og lífsgæði. Gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar gerir það ekki. Flugvöllur flyst úr Vatnsmýrinni upp á Hólmsheiði, nái stefna núverandi meirihluta borgarinnar fram að ganga. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu samgönguhlutverki og núverandi staðsetning hans tryggir greiðan sjúkraflutning til Landspítala fyrir þá sem þurfa um langan veg að fara til að komast undir læknishendur með sjúkraflugi. Áformað er að öll hátækniþjónusta Landspítalans verði staðsett við hringbraut í framtíðinni. Flutningur flugvallarins úr Vatnsmýrinni væri því á skjön við sýn mína um greiðar samgöngur og öfluga heilbrigðisþjónustu – heilbrigðisöryggi væri stefnt í hættu. Gert er ráð fyrir að byggja 4.950 íbúðir í Vatnsmýrinni eftir að flugvöllurinn hefur verið fluttur.. Í aðalskipulaginu segir að flugvallarsvæðið sé „mjög verðmætt byggingarsvæði“. Ég vil að við notum þetta dýrmæta svæði fyrir það sem okkur finnst dýrmætast í lífinu – lífið sjálft – og höldum flugvellinum á þessum stað. Framtíðarsýn núverandi meirihluta borgarinnar um þróun gömlu hafnarinnar í Reykjavík liggur fyrir. Í stuttu máli er reiknað með þéttum byggingum bæði á Miðbakka og á Slippasvæðinu og þar fyrir vestan. Byggingarnar verða allt að 5 hæðir með 480 íbúðum auk þjónusturýmis. Starfsemi slippsins víkur fyrir háreistum kassalaga byggingum og tengsl við sögu hafnarinnar rofna að mestu leyti nái þessi stefna fram að ganga. Mikilvægt er því að mínu mati að endurskoða þessa stefnu svo markmið náist um betra samspil fólks, atvinnulífs, menningar og náttúru. Húsnæðismál í borginni eru í ólestri. Leiguverð er komið í þær hæðir sem fer langt fram yfir fjárhagsgetu almennings. Kaupverð húsnæðis hefur einnig hækkað sem segir að framboð þess hefur ekki fylgt eftirspurn. Aðalskipulag borgarinnar gerir ráð fyrir 14.500 nýjum íbúðum til ársins 2030. Þegar betur er að gáð er framtíðarsýnin að reisa flestar þessara íbúða í Vatnsmýrinni, við höfnina og á öðrum stöðum á og við miðbæjarsvæðið þar sem byggingarsvæðið er talið mjög verðmætt. Þessar íbúðir verða því ekki af ódýrara taginu. Í úthverfum borgarinnar, sem ungt fólk leitar gjarnan á til íbúðakaupa, er einungis reiknað með byggingu 1.600 íbúða til ársins 2030, auk 400 íbúða á Kjalarnesi. Á hverju ári má hinsvegar reikna með um 2.000 nýjum einstaklingum inn á íbúðamarkað. Framtíðarsýn núverandi meirihluta þýðir því að mínu mati áframhaldandi hækkun íbúðaverðs og leiguverðs. Þetta er ekki mín framtíðarsýn í húsnæðismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn um þróun sveitarfélaga er birt í aðalskipulagi hvers sveitarfélags. Við íbúar þessa lands mótum gjarnan okkar eigin framtíðarsýn um þróun okkar nærumhverfis. Mín sýn er einföld - þægilegt til búsetu með góðu samspili fólks, atvinnulífs, menningar, þjónustu og náttúru. Gott jafnvægi á húsnæðismarkaði, öflug heilbrigðisþjónusta og greiðar samgöngur eru dæmi um lykilþætti sem styðja þægilegt samfélag til búsetu og lífsgæði. Gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar gerir það ekki. Flugvöllur flyst úr Vatnsmýrinni upp á Hólmsheiði, nái stefna núverandi meirihluta borgarinnar fram að ganga. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu samgönguhlutverki og núverandi staðsetning hans tryggir greiðan sjúkraflutning til Landspítala fyrir þá sem þurfa um langan veg að fara til að komast undir læknishendur með sjúkraflugi. Áformað er að öll hátækniþjónusta Landspítalans verði staðsett við hringbraut í framtíðinni. Flutningur flugvallarins úr Vatnsmýrinni væri því á skjön við sýn mína um greiðar samgöngur og öfluga heilbrigðisþjónustu – heilbrigðisöryggi væri stefnt í hættu. Gert er ráð fyrir að byggja 4.950 íbúðir í Vatnsmýrinni eftir að flugvöllurinn hefur verið fluttur.. Í aðalskipulaginu segir að flugvallarsvæðið sé „mjög verðmætt byggingarsvæði“. Ég vil að við notum þetta dýrmæta svæði fyrir það sem okkur finnst dýrmætast í lífinu – lífið sjálft – og höldum flugvellinum á þessum stað. Framtíðarsýn núverandi meirihluta borgarinnar um þróun gömlu hafnarinnar í Reykjavík liggur fyrir. Í stuttu máli er reiknað með þéttum byggingum bæði á Miðbakka og á Slippasvæðinu og þar fyrir vestan. Byggingarnar verða allt að 5 hæðir með 480 íbúðum auk þjónusturýmis. Starfsemi slippsins víkur fyrir háreistum kassalaga byggingum og tengsl við sögu hafnarinnar rofna að mestu leyti nái þessi stefna fram að ganga. Mikilvægt er því að mínu mati að endurskoða þessa stefnu svo markmið náist um betra samspil fólks, atvinnulífs, menningar og náttúru. Húsnæðismál í borginni eru í ólestri. Leiguverð er komið í þær hæðir sem fer langt fram yfir fjárhagsgetu almennings. Kaupverð húsnæðis hefur einnig hækkað sem segir að framboð þess hefur ekki fylgt eftirspurn. Aðalskipulag borgarinnar gerir ráð fyrir 14.500 nýjum íbúðum til ársins 2030. Þegar betur er að gáð er framtíðarsýnin að reisa flestar þessara íbúða í Vatnsmýrinni, við höfnina og á öðrum stöðum á og við miðbæjarsvæðið þar sem byggingarsvæðið er talið mjög verðmætt. Þessar íbúðir verða því ekki af ódýrara taginu. Í úthverfum borgarinnar, sem ungt fólk leitar gjarnan á til íbúðakaupa, er einungis reiknað með byggingu 1.600 íbúða til ársins 2030, auk 400 íbúða á Kjalarnesi. Á hverju ári má hinsvegar reikna með um 2.000 nýjum einstaklingum inn á íbúðamarkað. Framtíðarsýn núverandi meirihluta þýðir því að mínu mati áframhaldandi hækkun íbúðaverðs og leiguverðs. Þetta er ekki mín framtíðarsýn í húsnæðismálum.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun