Málefni fatlaðs fólks á Akureyri Bergþóra Þórhallsdóttir skrifar 27. maí 2014 16:30 Akureyrarbær tók við málefnum fatlaðra um áramót 2010 - 2011 líkt og önnur sveitarfélög. Bærinn ber samkvæmt því ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlaða einstaklinga. Það þýðir að bærinn ber ábyrgð á gæðum þjónustunnar og kostnaði vegna hennar. D listinn á Akureyri vill standa sérstakan vörð um þennan málaflokk og telur skýra stefnumótun brýna. Stefnumótunin þarf að byggja á sameiginlegri framtíðarsýn þjónustuþega, starfsmanna sem vinna innan málaflokksins og þeirra sem stjórna bæjarfélaginu. Áherslur D-listans í málaflokknum endurspeglast í eftirfarandi þáttum:Aðgengi.Aðgengismál á Akureyri eiga ávallt að vera til fyrirmyndar allt árið um kring hvort heldur eru merkingar bílastæða, aðgengi að fyrirtækjum og stofnunum, aðgangur að upplýsingum eða möguleikum til tjáskipta. Aðbúnaður í íþróttamannvirkjum þarf að vera til fyrirmyndar og taka mið af þörfum fatlaðra einstaklinga. Aðgengismál eru mannréttindamál. Í frekari uppbyggingu og viðhaldi á útivistarsvæðum okkar Akureyringa s.s. í Kjarnaskógi og Naustaborgum er mikilvægt að gera úttekt og áætlun um úrbætur sem tekur tillit til umgengni fatlaðra einstaklinga á þessum svæðum. Allir eiga að geta notið útivistar á Akureyri allt árið um kring.Ferðaþjónusta.Mikilvægt er að ferðaþjónusta fatlaðra einstaklinga sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki sé með þeim hætti að þeir geti verið sem mest sjálfstæðir og virkir þátttakendur í samfélaginu. Með greiðum samgöngum verði þeim gert kleift að stunda atvinnu, nám og njóta fjölbreyttra tómstunda allt árið um kring. Það er mikilvægt að leita ávallt hagkvæmustu lausnar fyrir bæjarfélagið hverju sinni. Umsýsla á ferlimálum fatlaðra þarf að vera einstaklingsmiðuð og einkennast af skilvirkni og einfaldleika.Sjálfstæði og búsetaLífsgæði er að stórum hluta fólgin í því að eiga fjölbreytt val um búsetu og að umhverfið sé hvetjandi til virkrar þátttöku og sjálfstæðis. Þjónusta við fatlaða einstaklinga þarf að taka mið af því. D listinn vill að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verði áfram valkostur sem unninn er í samstarfi við Velferðarráðuneytið. Stuðningur í daglegu lífi þarf ávallt að vera fyrir hendi þar sem þörf krefur. Meginmarkmið með stuðningi miði að því að fatlaðir einstaklingar geti lifað í samfélagi án aðgreiningar hvort heldur er í skóla, tómstundastarfi eða atvinnu. D listinn leggur áherslu á þjónandi leiðsögn í samskiptum starfsfólks og notenda þjónustu.Lífstíll og afþreyingFjölbreytt val um lífsstíl og val um afþreyingu þarf að vera í boði allt árið um kring. Horfa á til þess að bjóða upp á skipulagðar árstíðarbundnar dagsferðir innan sveitarfélags þar sem notið er fjölbreyttrar útivistar og menningar.Fræðsla og þjónandi leiðsögnFatlað fólk á að geta notið menntunar og hafa val um fjölbreyttar námsleiðir eftir áhugasviði og getu. Á Akureyri eru skólar án aðgreiningar sem tryggja nemendum jöfn tækifæri til náms. Jákvætt, fordómalaust viðhorf og sveigjanleiki er forsenda þess að einstaklingar fái notið hæfileika sinna í námi. Fjölbreytt sérfræðiþekking er mikilvæg innan skólakerfisins og að öflug fræðsla sé í boði fyrir starfsfólk, foreldra og aðra aðstandendur.HeilbrigðiHeilbrigðisþjónusta fyrir fatlað fólk þarf að vera góð hvort heldur er fyrirbyggjandi, almenn eða sérhæfð. Stytting biðtíma í heilbrigðisþjónustu er eitt af forgangsmálum D-listans á Akureyri. Mikilvægt er að tryggja aukið fjármagn til heilsugæslunnar sem allra fyrst. Rafræn tækni er dæmi um lausn sem skapar eftirsóknarvert svigrúm í þjónustu við sjúklinga og gert hana skilvirkari. Styttri biðtími er hagur allra. Á Akureyri vill D-listinn forgangsraða því mikilvægasta fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Norðurland eystra Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Akureyrarbær tók við málefnum fatlaðra um áramót 2010 - 2011 líkt og önnur sveitarfélög. Bærinn ber samkvæmt því ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlaða einstaklinga. Það þýðir að bærinn ber ábyrgð á gæðum þjónustunnar og kostnaði vegna hennar. D listinn á Akureyri vill standa sérstakan vörð um þennan málaflokk og telur skýra stefnumótun brýna. Stefnumótunin þarf að byggja á sameiginlegri framtíðarsýn þjónustuþega, starfsmanna sem vinna innan málaflokksins og þeirra sem stjórna bæjarfélaginu. Áherslur D-listans í málaflokknum endurspeglast í eftirfarandi þáttum:Aðgengi.Aðgengismál á Akureyri eiga ávallt að vera til fyrirmyndar allt árið um kring hvort heldur eru merkingar bílastæða, aðgengi að fyrirtækjum og stofnunum, aðgangur að upplýsingum eða möguleikum til tjáskipta. Aðbúnaður í íþróttamannvirkjum þarf að vera til fyrirmyndar og taka mið af þörfum fatlaðra einstaklinga. Aðgengismál eru mannréttindamál. Í frekari uppbyggingu og viðhaldi á útivistarsvæðum okkar Akureyringa s.s. í Kjarnaskógi og Naustaborgum er mikilvægt að gera úttekt og áætlun um úrbætur sem tekur tillit til umgengni fatlaðra einstaklinga á þessum svæðum. Allir eiga að geta notið útivistar á Akureyri allt árið um kring.Ferðaþjónusta.Mikilvægt er að ferðaþjónusta fatlaðra einstaklinga sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki sé með þeim hætti að þeir geti verið sem mest sjálfstæðir og virkir þátttakendur í samfélaginu. Með greiðum samgöngum verði þeim gert kleift að stunda atvinnu, nám og njóta fjölbreyttra tómstunda allt árið um kring. Það er mikilvægt að leita ávallt hagkvæmustu lausnar fyrir bæjarfélagið hverju sinni. Umsýsla á ferlimálum fatlaðra þarf að vera einstaklingsmiðuð og einkennast af skilvirkni og einfaldleika.Sjálfstæði og búsetaLífsgæði er að stórum hluta fólgin í því að eiga fjölbreytt val um búsetu og að umhverfið sé hvetjandi til virkrar þátttöku og sjálfstæðis. Þjónusta við fatlaða einstaklinga þarf að taka mið af því. D listinn vill að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verði áfram valkostur sem unninn er í samstarfi við Velferðarráðuneytið. Stuðningur í daglegu lífi þarf ávallt að vera fyrir hendi þar sem þörf krefur. Meginmarkmið með stuðningi miði að því að fatlaðir einstaklingar geti lifað í samfélagi án aðgreiningar hvort heldur er í skóla, tómstundastarfi eða atvinnu. D listinn leggur áherslu á þjónandi leiðsögn í samskiptum starfsfólks og notenda þjónustu.Lífstíll og afþreyingFjölbreytt val um lífsstíl og val um afþreyingu þarf að vera í boði allt árið um kring. Horfa á til þess að bjóða upp á skipulagðar árstíðarbundnar dagsferðir innan sveitarfélags þar sem notið er fjölbreyttrar útivistar og menningar.Fræðsla og þjónandi leiðsögnFatlað fólk á að geta notið menntunar og hafa val um fjölbreyttar námsleiðir eftir áhugasviði og getu. Á Akureyri eru skólar án aðgreiningar sem tryggja nemendum jöfn tækifæri til náms. Jákvætt, fordómalaust viðhorf og sveigjanleiki er forsenda þess að einstaklingar fái notið hæfileika sinna í námi. Fjölbreytt sérfræðiþekking er mikilvæg innan skólakerfisins og að öflug fræðsla sé í boði fyrir starfsfólk, foreldra og aðra aðstandendur.HeilbrigðiHeilbrigðisþjónusta fyrir fatlað fólk þarf að vera góð hvort heldur er fyrirbyggjandi, almenn eða sérhæfð. Stytting biðtíma í heilbrigðisþjónustu er eitt af forgangsmálum D-listans á Akureyri. Mikilvægt er að tryggja aukið fjármagn til heilsugæslunnar sem allra fyrst. Rafræn tækni er dæmi um lausn sem skapar eftirsóknarvert svigrúm í þjónustu við sjúklinga og gert hana skilvirkari. Styttri biðtími er hagur allra. Á Akureyri vill D-listinn forgangsraða því mikilvægasta fyrst.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun