Ótrúverðugur viðsnúningur Ármanns viku fyrir kosningar Hafsteinn Karlsson skrifar 27. maí 2014 17:34 Í blaðagreinum Ármanns Kr. Ólafssonar núverandi bæjarstjóra í Kópavogi, um helgina leggur hann áherslu á tvö kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Annað þeirra glymur einnig látlaust í auglýsingatímum ljósvakamiðla. Það er áhugavert að skoða þessi kosningaloforð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið lögum og lofum í Kópavogi sl. 24 ár að tæpum tveimur undanskildum. Ármann hefur verið bæjarfulltrúi í 16 ár.Alltaf á móti því að styrkja tónlistarnám Fyrra loforðið hljóðar svo: Hægt verður að nýta íþrótta- og tómstundastyrkinn í eina íþrótt auk þess sem heimilt verður að nýta hann til tónlistarnáms. Styrkurinn verður tvöfaldaður. Fyrir u.þ.b. tíu árum fór bærinn fór að bjóða foreldrum þeirra barna sem stunduðu íþróttir styrk vegna íþróttaþátttöku. Fljótlega var einnig farið að styrkja börn sem tóku þátt í skátastarfi og smátt og smátt hafa fleiri tómstundir bæst við – en ekki tónlistarnám. Samfylkingin hefur frá upphafi lagt áherslu á að ekki megi mismuna börnum eftir því hvaða tómstundastarfi þau taka þátt í. Þær eru ófáar tillögurnar sem hafa verið lagðar fram um að bæta öðru tómstundastarfi og þar með töldu tónlistarnámi inn í styrkinn. En það hefur alltaf verið fellt – af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Nú síðast fyrir nokkrum mánuðum. Rökstuðningurinn hefur verið sá að bærinn borgi laun kennara tónlistarskólanna og þannig sé komið til móts við þau börn sem stunda tónlistarnám. Þeir hafa hins vegar alltaf staðið vörð um þá sérkennilegu útfærslu þeirra á þessum styrk að börn sem stundi tvær íþróttagreinar fái tvo styrki. Það er vissulega gott að menn sjái að sér en svona umsnúningur rétt fyrir kosningar er ekki traustvekjandi.Alltaf á móti því að bærinn taki frumkvæði í húsnæðismálum Í grein í Morgunblaðinu 24. maí segir Ármann orðrétt: “Mikilvægt er að bærinn hafi frumkvæði að nánu samstarfi við lífeyrissjóði, fagfjárfesta, byggingaraðila og verkalýðshreyfingu um hagkvæmari og ódýrari valkosti á húsnæðismarkaði. Þar eiga ungir kaupendur og eldri borgara samleið.” Þeim sem fylgst hafa með málflutningi Ármanns undanfarnar vikur um húsnæðismál hlýtur að reka í rogastans, því hér kveður við allt annan tón en fyrir örfáum vikum. Allt kjörtímabilið sem nú er á enda hefur Ármann barist gegn því að bærinn geri nokkuð til að stuðla að fjölbreyttum og hagkvæmum húsnæðismarkaði. Hann hefur greitt atkvæði gegn öllum slíkum tillögum t.d. í vetur og meira að segja gengið gegn meirihlutasamþykkt bæjarstjórnar varðandi þessi mál. Hann hefur margsagt að fólk eigi að kaupa sér íbúð og bærinn eigi á engan hátt að hafa frumkvæði að uppbyggingu trausts leigumarkaðar. Nú síðast sagði hann það í blaðagrein fyrir nokkrum vikum. En bíðum við – þegar rýnt er í loforð Ármanns kemur einfaldlega ekkert fram um leigumarkað. Hann talar um unga “kaupendur og eldri borgara”. Með þessum málflutningi er verið að slá ryki í augun á fólki sem er í húsnæðishraki. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Ármanns vildi ekkert gera í húsnæðismálum á því kjörtímabili sem nú er að enda og á því verður auðvitað engin breyting eftir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Sjá meira
Í blaðagreinum Ármanns Kr. Ólafssonar núverandi bæjarstjóra í Kópavogi, um helgina leggur hann áherslu á tvö kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Annað þeirra glymur einnig látlaust í auglýsingatímum ljósvakamiðla. Það er áhugavert að skoða þessi kosningaloforð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið lögum og lofum í Kópavogi sl. 24 ár að tæpum tveimur undanskildum. Ármann hefur verið bæjarfulltrúi í 16 ár.Alltaf á móti því að styrkja tónlistarnám Fyrra loforðið hljóðar svo: Hægt verður að nýta íþrótta- og tómstundastyrkinn í eina íþrótt auk þess sem heimilt verður að nýta hann til tónlistarnáms. Styrkurinn verður tvöfaldaður. Fyrir u.þ.b. tíu árum fór bærinn fór að bjóða foreldrum þeirra barna sem stunduðu íþróttir styrk vegna íþróttaþátttöku. Fljótlega var einnig farið að styrkja börn sem tóku þátt í skátastarfi og smátt og smátt hafa fleiri tómstundir bæst við – en ekki tónlistarnám. Samfylkingin hefur frá upphafi lagt áherslu á að ekki megi mismuna börnum eftir því hvaða tómstundastarfi þau taka þátt í. Þær eru ófáar tillögurnar sem hafa verið lagðar fram um að bæta öðru tómstundastarfi og þar með töldu tónlistarnámi inn í styrkinn. En það hefur alltaf verið fellt – af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Nú síðast fyrir nokkrum mánuðum. Rökstuðningurinn hefur verið sá að bærinn borgi laun kennara tónlistarskólanna og þannig sé komið til móts við þau börn sem stunda tónlistarnám. Þeir hafa hins vegar alltaf staðið vörð um þá sérkennilegu útfærslu þeirra á þessum styrk að börn sem stundi tvær íþróttagreinar fái tvo styrki. Það er vissulega gott að menn sjái að sér en svona umsnúningur rétt fyrir kosningar er ekki traustvekjandi.Alltaf á móti því að bærinn taki frumkvæði í húsnæðismálum Í grein í Morgunblaðinu 24. maí segir Ármann orðrétt: “Mikilvægt er að bærinn hafi frumkvæði að nánu samstarfi við lífeyrissjóði, fagfjárfesta, byggingaraðila og verkalýðshreyfingu um hagkvæmari og ódýrari valkosti á húsnæðismarkaði. Þar eiga ungir kaupendur og eldri borgara samleið.” Þeim sem fylgst hafa með málflutningi Ármanns undanfarnar vikur um húsnæðismál hlýtur að reka í rogastans, því hér kveður við allt annan tón en fyrir örfáum vikum. Allt kjörtímabilið sem nú er á enda hefur Ármann barist gegn því að bærinn geri nokkuð til að stuðla að fjölbreyttum og hagkvæmum húsnæðismarkaði. Hann hefur greitt atkvæði gegn öllum slíkum tillögum t.d. í vetur og meira að segja gengið gegn meirihlutasamþykkt bæjarstjórnar varðandi þessi mál. Hann hefur margsagt að fólk eigi að kaupa sér íbúð og bærinn eigi á engan hátt að hafa frumkvæði að uppbyggingu trausts leigumarkaðar. Nú síðast sagði hann það í blaðagrein fyrir nokkrum vikum. En bíðum við – þegar rýnt er í loforð Ármanns kemur einfaldlega ekkert fram um leigumarkað. Hann talar um unga “kaupendur og eldri borgara”. Með þessum málflutningi er verið að slá ryki í augun á fólki sem er í húsnæðishraki. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Ármanns vildi ekkert gera í húsnæðismálum á því kjörtímabili sem nú er að enda og á því verður auðvitað engin breyting eftir kosningar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun