
Hugrökk stjórnmál og alls konar Garðabær
Björt framtíð býður fram krafta sína í Garðabæ og leggur áherslu á að skapa pláss fyrir fjölbreyttari hópa af fólki á öllum aldri. Slíkt pláss er ekki forréttindi eða lúxus fyrir bæjarbúa heldur nauðsynleg þróun í lýðræðissamfélagi. Til þess að búa til slíkt pláss þarf að fjarlægja hindranir, efla meðvitund okkar um alls konar fólk, fjölskyldur, menningu og hæfileika, veita þjónustu sem skapar möguleika allra til þátttöku og áhrifa og auka raunverulegt samráð á öllum stigum stjórnsýslunnar við íbúa.
Sem Garðbæingur og fötluð kona skiptir það mig öllu máli að geta valið fólk til forystu sem ég treysti til þess að gera slíkt pláss að sjálfsögðum hlut. Þrátt fyrir að hafa síðustu þrjú ár lifað sjálfstæðu lífi allan sólarhringinn með notendastýrðri persónulegri aðstoð hefur hvert einasta skref að því marki krafist baráttu, endalausra útskýringa á persónulegum málum, á stundum niðurlægjandi samskipta og réttlætingu á tilveru minni frá því að ég flutti í Garðabær sex ára gömul 1992.
Björt framtíð í Garðabæ setur sér markmið um að tryggja aðgengi fatlaðs fólks og allra annarra að þjónustu sem eykur lífsgæði þess og mætir ólíkum þörfum fólks. Markmið um að útrýma fordómum gagnvart fötluðu fólki sem rannsóknir sýna að eru ein helsta hindrun í lífi þess og valda oft lífshættulegum skaða. Markmið um að auka samráð við fatlað fólk og skilja að það veit best sjálft hvernig gott er að fjarlægja hindranir, tryggja réttindi og búa til pláss þar sem að allir hafa frelsi til þess að vera til. Markmið um að einfalda boðleiðir, sinna upplýsingaskyldu til fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra og auka frumkvæði sveitarfélagsins í að finna lausnir.
Björt framtíð í Garðabæ vill fjölga félagslegum íbúðum fyrir alls konar fólk sem þarf á þeim að halda, þ.m.t. sumt fatlað fólk, en hlutfallslega miðað við nágrannasveitarfélögin ættu þær að vera 200. Þær eru nú 20 talsins. Jafnframt að notendastýrð persónuleg aðstoð verði jafnrétthár valkostur fyrir fatlaða Garðbæinga eins og annað sem boðið er upp á og að virðing sé borinn fyrir þeim skuldbindingum sem Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um. Björt framtíð vill skapa fötluðu fólki í Garðabæ sem best skilyrði til að njóta sjálfstæðis, þátttökuréttinda, menntunar og aðgengis til jafns við aðra. Því alls konar er best og aukin lífsgæði eru samfélagslegur ávinningur. Björt framtíð vill ekki að fatlað fólk upplifi að það þurfi að flýja úr sínum heimabæ til þess að búa við mannréttindi – miklu frekar að Garðabær verði eftirsóknarverður staður til þess að búa á.
Þetta hljómar mögulega klisjukennt. Jafnvel einfalt. Mannréttindi eru hins vegar ekki klisja heldur haldreipi jaðarsettra hópa til þess að öðlast sjálfsvirðingu og pláss meðal fólks sem nýtur mannréttinda upp að því marki að það tekur ekki eftir þeim né skilur sögu þeirra. Þetta er klárlega engin algebra og hvaða stjórnmálaflokkur ætti að geta gert þetta. Það er hins vegar mín reynsla að mörgu stjórnmálafólki skortir hugrekkið til þess að vera róttækt, gera kröfur um breytingar á menningu, viðhorfi og strúktúr samfélagsins og spyrja íbúana sem málin varða hvaða leiðir sé best að fara. Ég treysti því að slíkt hugrekki megi finna í Bjartri framtíð. Hugrekki, sem getur með tímanum og uppbyggjandi samstarfi við aðra stjórnmálaflokka, skilað öllu fólki tilverurétt og plássi í Garðabæ. Ég treysti því þar sem ég hef séð slíkt hugrekki í verki í Bjartri framtíð.
Þess vegna hlakka ég til þess að setja X við Æ í Garðabæ þann 31. maí.
Skoðun

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu.
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar