Opið bréf til Gunnars Einarssonar bæjarstjóra Garðabæjar Gauti Eiríksson skrifar 15. maí 2014 09:19 Ég heiti Gauti Eiríksson og er grunnskólakennari í Garðabæ. Ég hef starfað við kennslu í tæp þrettán ár og í sama skóla í níu ár. Ég er uppalinn í sveit og hef aldrei kvartað yfir því að þurfa að vinna mikið. Ég hef starfað við hin ýmsu störf um ævina, m.a. við hin ýmsu sveitastörf, í sláturhúsi, í þörungavinnslu, í timbursölu, sem meindýraeyðir, rútubílstjóri, leiðsögumaður og grunnskólakennari. Og nú er það í höndum bæjarstjórnar Garðabæjar hve lengi ég starfa áfram sem grunnskólakennari. Ástæðan – ég kem ekki til með að taka þátt í frekari tilraunum Garðabæjar um hve lág laun grunnskólakennarar láta bjóða sér. Á þessum tíma sem ég hef starfað sem grunnskólakennari þá hefur starfið breyst mikið. Þjónustustigið sem veitt er í skólunum er mun meira en áður. Meira er gert til að nálgast nemendur á þeirra forsendum þó kennarar vilji gjarnan geta gert meira. Þessi breyting hefur haft það í för með sér að vinnuálagið hefur aukist gríðarlega. Það eru haldnir mun fleiri fundir, samstarf við foreldra er mun meira sem og samstarf kennara. Ég tel að þetta geri skólastarfið betra en ég hef ekki orðið þess var að tíminn sem ætlaður er þessari vinnu sé aukinn. Fyrir nokkrum misserum síðan var farið í þá vinnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands að skoða vinnutími kennara. Niðurstöður voru að kennarar vinna á milli 50 og 60 tíma á viku en fá greidd laun fyrir tæpa 43 tíma. Sveitarfélagið Garðabær stærir sig af því að reksturinn hafi batnað síðust ár og var rekstrarniðurstaða ársins 2013 jákvæð um 490 milljónir króna. Er það stefna sveitarfélagsins og auka þennan hagnað enn frekar á kostnað starfsmanna sveitarfélagsins? Ég hef kynnt mér tillögur nefndar um framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en þar ert þú annar forsvarsmanna. Þar kemur fram að meta þurfi kennara að verðleikum og að bæta þurfi kjör þeirra. Hvenær á að fara í það í Garðabæ? Á að bíða eftir því að meirihluti kennara séu leiðbeinendur og þannig ódýrara fyrir sveitarfélagið að hækka launin? Ég get ekki séð af hverju Garðabær notar ekki tækifæri núna þegar kjarasamningar grunnskólakennara í Garðabæ hafa verið lausir í tvö ár. Í ljósi þeirrar stöðu að grunnskólakennarar í Garðabæ eru hugsanlega á leið í vinnustöðvun þá langar mig að leggja nokkrar spurningar fyrir þig. • Er Garðabæ stætt á því að stæra sig af góðum skólum og standa á sama tíma í kjarabaráttu við kennara? • Af hverju fæ ég ekki sömu laun og aðrir starfsmenn Garðabæjar sem vinna störf þar sem krafist er sömu menntunar? • Af hverju borgar Garðabær grunnskólakennurum laun sem ekki ná meðallaunum í landinu á meðan sambærileg sveitarfélög á norðurlöndunum borga grunnskólakennurum laun sem er töluvert hærri en meðallaun? Þetta sýna tölur frá OECD. • Er það ekki full vinna að vinna sem grunnskólakennari? Af hverju felast öll svör sem ég hef heyrt þig nefna um hvernig á að hækka laun kennara í því að auka þurfi vinnu kennara? • Af hverju er þess krafist að vinnutími kennara verði bundinn að öllu leiti þegar krafan á hinum almenna vinnumarkaði er að sveigjaleiki vinnutímans sé sem mestur? Ég frábið mér allar útskýringar um kostnað sveitarfélaga við rekstur grunnskóla fyrr en ég sé tölur um kostnað Garðabæjar á rekstri sinna grunnskóla borið saman við sveitarfélag á einhverju norðurlandanna þar sem... • íbúafjöldi og stærð skóla er svipað og í Garðabæ • fjöldi barna er svipaður sem hlutfall íbúa og í Garðabæ • rekinn er skóli án aðgreiningar og sambærilegt hlutfall nemenda er í sérskólum • rekstur húsnæðis er reiknaður eins og þjónustustigið sem skólinn veitir er sambærilegt Ég hef ekki í hyggju að láta bjóða mér sambærilegar lausnir í kjaradeilu kennara nú og gert var árið 2004. Ef kjörin verða ekki leiðrétt mun ég snúa mér að öðrum verkefnum þar sem metnaður er fyrir því að borga starfsmönnum fyrir raunverulegt vinnuframlag, þar sem menntun er metin að verðleikum og þar sem hæfileikar starfsmanna eru metnir. Þetta er ekki gert í grunnskólum Garðabæjar í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Gauti Eiríksson og er grunnskólakennari í Garðabæ. Ég hef starfað við kennslu í tæp þrettán ár og í sama skóla í níu ár. Ég er uppalinn í sveit og hef aldrei kvartað yfir því að þurfa að vinna mikið. Ég hef starfað við hin ýmsu störf um ævina, m.a. við hin ýmsu sveitastörf, í sláturhúsi, í þörungavinnslu, í timbursölu, sem meindýraeyðir, rútubílstjóri, leiðsögumaður og grunnskólakennari. Og nú er það í höndum bæjarstjórnar Garðabæjar hve lengi ég starfa áfram sem grunnskólakennari. Ástæðan – ég kem ekki til með að taka þátt í frekari tilraunum Garðabæjar um hve lág laun grunnskólakennarar láta bjóða sér. Á þessum tíma sem ég hef starfað sem grunnskólakennari þá hefur starfið breyst mikið. Þjónustustigið sem veitt er í skólunum er mun meira en áður. Meira er gert til að nálgast nemendur á þeirra forsendum þó kennarar vilji gjarnan geta gert meira. Þessi breyting hefur haft það í för með sér að vinnuálagið hefur aukist gríðarlega. Það eru haldnir mun fleiri fundir, samstarf við foreldra er mun meira sem og samstarf kennara. Ég tel að þetta geri skólastarfið betra en ég hef ekki orðið þess var að tíminn sem ætlaður er þessari vinnu sé aukinn. Fyrir nokkrum misserum síðan var farið í þá vinnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands að skoða vinnutími kennara. Niðurstöður voru að kennarar vinna á milli 50 og 60 tíma á viku en fá greidd laun fyrir tæpa 43 tíma. Sveitarfélagið Garðabær stærir sig af því að reksturinn hafi batnað síðust ár og var rekstrarniðurstaða ársins 2013 jákvæð um 490 milljónir króna. Er það stefna sveitarfélagsins og auka þennan hagnað enn frekar á kostnað starfsmanna sveitarfélagsins? Ég hef kynnt mér tillögur nefndar um framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en þar ert þú annar forsvarsmanna. Þar kemur fram að meta þurfi kennara að verðleikum og að bæta þurfi kjör þeirra. Hvenær á að fara í það í Garðabæ? Á að bíða eftir því að meirihluti kennara séu leiðbeinendur og þannig ódýrara fyrir sveitarfélagið að hækka launin? Ég get ekki séð af hverju Garðabær notar ekki tækifæri núna þegar kjarasamningar grunnskólakennara í Garðabæ hafa verið lausir í tvö ár. Í ljósi þeirrar stöðu að grunnskólakennarar í Garðabæ eru hugsanlega á leið í vinnustöðvun þá langar mig að leggja nokkrar spurningar fyrir þig. • Er Garðabæ stætt á því að stæra sig af góðum skólum og standa á sama tíma í kjarabaráttu við kennara? • Af hverju fæ ég ekki sömu laun og aðrir starfsmenn Garðabæjar sem vinna störf þar sem krafist er sömu menntunar? • Af hverju borgar Garðabær grunnskólakennurum laun sem ekki ná meðallaunum í landinu á meðan sambærileg sveitarfélög á norðurlöndunum borga grunnskólakennurum laun sem er töluvert hærri en meðallaun? Þetta sýna tölur frá OECD. • Er það ekki full vinna að vinna sem grunnskólakennari? Af hverju felast öll svör sem ég hef heyrt þig nefna um hvernig á að hækka laun kennara í því að auka þurfi vinnu kennara? • Af hverju er þess krafist að vinnutími kennara verði bundinn að öllu leiti þegar krafan á hinum almenna vinnumarkaði er að sveigjaleiki vinnutímans sé sem mestur? Ég frábið mér allar útskýringar um kostnað sveitarfélaga við rekstur grunnskóla fyrr en ég sé tölur um kostnað Garðabæjar á rekstri sinna grunnskóla borið saman við sveitarfélag á einhverju norðurlandanna þar sem... • íbúafjöldi og stærð skóla er svipað og í Garðabæ • fjöldi barna er svipaður sem hlutfall íbúa og í Garðabæ • rekinn er skóli án aðgreiningar og sambærilegt hlutfall nemenda er í sérskólum • rekstur húsnæðis er reiknaður eins og þjónustustigið sem skólinn veitir er sambærilegt Ég hef ekki í hyggju að láta bjóða mér sambærilegar lausnir í kjaradeilu kennara nú og gert var árið 2004. Ef kjörin verða ekki leiðrétt mun ég snúa mér að öðrum verkefnum þar sem metnaður er fyrir því að borga starfsmönnum fyrir raunverulegt vinnuframlag, þar sem menntun er metin að verðleikum og þar sem hæfileikar starfsmanna eru metnir. Þetta er ekki gert í grunnskólum Garðabæjar í dag.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun