Opið bréf til Gunnars Einarssonar bæjarstjóra Garðabæjar Gauti Eiríksson skrifar 15. maí 2014 09:19 Ég heiti Gauti Eiríksson og er grunnskólakennari í Garðabæ. Ég hef starfað við kennslu í tæp þrettán ár og í sama skóla í níu ár. Ég er uppalinn í sveit og hef aldrei kvartað yfir því að þurfa að vinna mikið. Ég hef starfað við hin ýmsu störf um ævina, m.a. við hin ýmsu sveitastörf, í sláturhúsi, í þörungavinnslu, í timbursölu, sem meindýraeyðir, rútubílstjóri, leiðsögumaður og grunnskólakennari. Og nú er það í höndum bæjarstjórnar Garðabæjar hve lengi ég starfa áfram sem grunnskólakennari. Ástæðan – ég kem ekki til með að taka þátt í frekari tilraunum Garðabæjar um hve lág laun grunnskólakennarar láta bjóða sér. Á þessum tíma sem ég hef starfað sem grunnskólakennari þá hefur starfið breyst mikið. Þjónustustigið sem veitt er í skólunum er mun meira en áður. Meira er gert til að nálgast nemendur á þeirra forsendum þó kennarar vilji gjarnan geta gert meira. Þessi breyting hefur haft það í för með sér að vinnuálagið hefur aukist gríðarlega. Það eru haldnir mun fleiri fundir, samstarf við foreldra er mun meira sem og samstarf kennara. Ég tel að þetta geri skólastarfið betra en ég hef ekki orðið þess var að tíminn sem ætlaður er þessari vinnu sé aukinn. Fyrir nokkrum misserum síðan var farið í þá vinnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands að skoða vinnutími kennara. Niðurstöður voru að kennarar vinna á milli 50 og 60 tíma á viku en fá greidd laun fyrir tæpa 43 tíma. Sveitarfélagið Garðabær stærir sig af því að reksturinn hafi batnað síðust ár og var rekstrarniðurstaða ársins 2013 jákvæð um 490 milljónir króna. Er það stefna sveitarfélagsins og auka þennan hagnað enn frekar á kostnað starfsmanna sveitarfélagsins? Ég hef kynnt mér tillögur nefndar um framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en þar ert þú annar forsvarsmanna. Þar kemur fram að meta þurfi kennara að verðleikum og að bæta þurfi kjör þeirra. Hvenær á að fara í það í Garðabæ? Á að bíða eftir því að meirihluti kennara séu leiðbeinendur og þannig ódýrara fyrir sveitarfélagið að hækka launin? Ég get ekki séð af hverju Garðabær notar ekki tækifæri núna þegar kjarasamningar grunnskólakennara í Garðabæ hafa verið lausir í tvö ár. Í ljósi þeirrar stöðu að grunnskólakennarar í Garðabæ eru hugsanlega á leið í vinnustöðvun þá langar mig að leggja nokkrar spurningar fyrir þig. • Er Garðabæ stætt á því að stæra sig af góðum skólum og standa á sama tíma í kjarabaráttu við kennara? • Af hverju fæ ég ekki sömu laun og aðrir starfsmenn Garðabæjar sem vinna störf þar sem krafist er sömu menntunar? • Af hverju borgar Garðabær grunnskólakennurum laun sem ekki ná meðallaunum í landinu á meðan sambærileg sveitarfélög á norðurlöndunum borga grunnskólakennurum laun sem er töluvert hærri en meðallaun? Þetta sýna tölur frá OECD. • Er það ekki full vinna að vinna sem grunnskólakennari? Af hverju felast öll svör sem ég hef heyrt þig nefna um hvernig á að hækka laun kennara í því að auka þurfi vinnu kennara? • Af hverju er þess krafist að vinnutími kennara verði bundinn að öllu leiti þegar krafan á hinum almenna vinnumarkaði er að sveigjaleiki vinnutímans sé sem mestur? Ég frábið mér allar útskýringar um kostnað sveitarfélaga við rekstur grunnskóla fyrr en ég sé tölur um kostnað Garðabæjar á rekstri sinna grunnskóla borið saman við sveitarfélag á einhverju norðurlandanna þar sem... • íbúafjöldi og stærð skóla er svipað og í Garðabæ • fjöldi barna er svipaður sem hlutfall íbúa og í Garðabæ • rekinn er skóli án aðgreiningar og sambærilegt hlutfall nemenda er í sérskólum • rekstur húsnæðis er reiknaður eins og þjónustustigið sem skólinn veitir er sambærilegt Ég hef ekki í hyggju að láta bjóða mér sambærilegar lausnir í kjaradeilu kennara nú og gert var árið 2004. Ef kjörin verða ekki leiðrétt mun ég snúa mér að öðrum verkefnum þar sem metnaður er fyrir því að borga starfsmönnum fyrir raunverulegt vinnuframlag, þar sem menntun er metin að verðleikum og þar sem hæfileikar starfsmanna eru metnir. Þetta er ekki gert í grunnskólum Garðabæjar í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Gauti Eiríksson og er grunnskólakennari í Garðabæ. Ég hef starfað við kennslu í tæp þrettán ár og í sama skóla í níu ár. Ég er uppalinn í sveit og hef aldrei kvartað yfir því að þurfa að vinna mikið. Ég hef starfað við hin ýmsu störf um ævina, m.a. við hin ýmsu sveitastörf, í sláturhúsi, í þörungavinnslu, í timbursölu, sem meindýraeyðir, rútubílstjóri, leiðsögumaður og grunnskólakennari. Og nú er það í höndum bæjarstjórnar Garðabæjar hve lengi ég starfa áfram sem grunnskólakennari. Ástæðan – ég kem ekki til með að taka þátt í frekari tilraunum Garðabæjar um hve lág laun grunnskólakennarar láta bjóða sér. Á þessum tíma sem ég hef starfað sem grunnskólakennari þá hefur starfið breyst mikið. Þjónustustigið sem veitt er í skólunum er mun meira en áður. Meira er gert til að nálgast nemendur á þeirra forsendum þó kennarar vilji gjarnan geta gert meira. Þessi breyting hefur haft það í för með sér að vinnuálagið hefur aukist gríðarlega. Það eru haldnir mun fleiri fundir, samstarf við foreldra er mun meira sem og samstarf kennara. Ég tel að þetta geri skólastarfið betra en ég hef ekki orðið þess var að tíminn sem ætlaður er þessari vinnu sé aukinn. Fyrir nokkrum misserum síðan var farið í þá vinnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands að skoða vinnutími kennara. Niðurstöður voru að kennarar vinna á milli 50 og 60 tíma á viku en fá greidd laun fyrir tæpa 43 tíma. Sveitarfélagið Garðabær stærir sig af því að reksturinn hafi batnað síðust ár og var rekstrarniðurstaða ársins 2013 jákvæð um 490 milljónir króna. Er það stefna sveitarfélagsins og auka þennan hagnað enn frekar á kostnað starfsmanna sveitarfélagsins? Ég hef kynnt mér tillögur nefndar um framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en þar ert þú annar forsvarsmanna. Þar kemur fram að meta þurfi kennara að verðleikum og að bæta þurfi kjör þeirra. Hvenær á að fara í það í Garðabæ? Á að bíða eftir því að meirihluti kennara séu leiðbeinendur og þannig ódýrara fyrir sveitarfélagið að hækka launin? Ég get ekki séð af hverju Garðabær notar ekki tækifæri núna þegar kjarasamningar grunnskólakennara í Garðabæ hafa verið lausir í tvö ár. Í ljósi þeirrar stöðu að grunnskólakennarar í Garðabæ eru hugsanlega á leið í vinnustöðvun þá langar mig að leggja nokkrar spurningar fyrir þig. • Er Garðabæ stætt á því að stæra sig af góðum skólum og standa á sama tíma í kjarabaráttu við kennara? • Af hverju fæ ég ekki sömu laun og aðrir starfsmenn Garðabæjar sem vinna störf þar sem krafist er sömu menntunar? • Af hverju borgar Garðabær grunnskólakennurum laun sem ekki ná meðallaunum í landinu á meðan sambærileg sveitarfélög á norðurlöndunum borga grunnskólakennurum laun sem er töluvert hærri en meðallaun? Þetta sýna tölur frá OECD. • Er það ekki full vinna að vinna sem grunnskólakennari? Af hverju felast öll svör sem ég hef heyrt þig nefna um hvernig á að hækka laun kennara í því að auka þurfi vinnu kennara? • Af hverju er þess krafist að vinnutími kennara verði bundinn að öllu leiti þegar krafan á hinum almenna vinnumarkaði er að sveigjaleiki vinnutímans sé sem mestur? Ég frábið mér allar útskýringar um kostnað sveitarfélaga við rekstur grunnskóla fyrr en ég sé tölur um kostnað Garðabæjar á rekstri sinna grunnskóla borið saman við sveitarfélag á einhverju norðurlandanna þar sem... • íbúafjöldi og stærð skóla er svipað og í Garðabæ • fjöldi barna er svipaður sem hlutfall íbúa og í Garðabæ • rekinn er skóli án aðgreiningar og sambærilegt hlutfall nemenda er í sérskólum • rekstur húsnæðis er reiknaður eins og þjónustustigið sem skólinn veitir er sambærilegt Ég hef ekki í hyggju að láta bjóða mér sambærilegar lausnir í kjaradeilu kennara nú og gert var árið 2004. Ef kjörin verða ekki leiðrétt mun ég snúa mér að öðrum verkefnum þar sem metnaður er fyrir því að borga starfsmönnum fyrir raunverulegt vinnuframlag, þar sem menntun er metin að verðleikum og þar sem hæfileikar starfsmanna eru metnir. Þetta er ekki gert í grunnskólum Garðabæjar í dag.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun