Opið bréf til Gunnars Einarssonar bæjarstjóra Garðabæjar Gauti Eiríksson skrifar 15. maí 2014 09:19 Ég heiti Gauti Eiríksson og er grunnskólakennari í Garðabæ. Ég hef starfað við kennslu í tæp þrettán ár og í sama skóla í níu ár. Ég er uppalinn í sveit og hef aldrei kvartað yfir því að þurfa að vinna mikið. Ég hef starfað við hin ýmsu störf um ævina, m.a. við hin ýmsu sveitastörf, í sláturhúsi, í þörungavinnslu, í timbursölu, sem meindýraeyðir, rútubílstjóri, leiðsögumaður og grunnskólakennari. Og nú er það í höndum bæjarstjórnar Garðabæjar hve lengi ég starfa áfram sem grunnskólakennari. Ástæðan – ég kem ekki til með að taka þátt í frekari tilraunum Garðabæjar um hve lág laun grunnskólakennarar láta bjóða sér. Á þessum tíma sem ég hef starfað sem grunnskólakennari þá hefur starfið breyst mikið. Þjónustustigið sem veitt er í skólunum er mun meira en áður. Meira er gert til að nálgast nemendur á þeirra forsendum þó kennarar vilji gjarnan geta gert meira. Þessi breyting hefur haft það í för með sér að vinnuálagið hefur aukist gríðarlega. Það eru haldnir mun fleiri fundir, samstarf við foreldra er mun meira sem og samstarf kennara. Ég tel að þetta geri skólastarfið betra en ég hef ekki orðið þess var að tíminn sem ætlaður er þessari vinnu sé aukinn. Fyrir nokkrum misserum síðan var farið í þá vinnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands að skoða vinnutími kennara. Niðurstöður voru að kennarar vinna á milli 50 og 60 tíma á viku en fá greidd laun fyrir tæpa 43 tíma. Sveitarfélagið Garðabær stærir sig af því að reksturinn hafi batnað síðust ár og var rekstrarniðurstaða ársins 2013 jákvæð um 490 milljónir króna. Er það stefna sveitarfélagsins og auka þennan hagnað enn frekar á kostnað starfsmanna sveitarfélagsins? Ég hef kynnt mér tillögur nefndar um framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en þar ert þú annar forsvarsmanna. Þar kemur fram að meta þurfi kennara að verðleikum og að bæta þurfi kjör þeirra. Hvenær á að fara í það í Garðabæ? Á að bíða eftir því að meirihluti kennara séu leiðbeinendur og þannig ódýrara fyrir sveitarfélagið að hækka launin? Ég get ekki séð af hverju Garðabær notar ekki tækifæri núna þegar kjarasamningar grunnskólakennara í Garðabæ hafa verið lausir í tvö ár. Í ljósi þeirrar stöðu að grunnskólakennarar í Garðabæ eru hugsanlega á leið í vinnustöðvun þá langar mig að leggja nokkrar spurningar fyrir þig. • Er Garðabæ stætt á því að stæra sig af góðum skólum og standa á sama tíma í kjarabaráttu við kennara? • Af hverju fæ ég ekki sömu laun og aðrir starfsmenn Garðabæjar sem vinna störf þar sem krafist er sömu menntunar? • Af hverju borgar Garðabær grunnskólakennurum laun sem ekki ná meðallaunum í landinu á meðan sambærileg sveitarfélög á norðurlöndunum borga grunnskólakennurum laun sem er töluvert hærri en meðallaun? Þetta sýna tölur frá OECD. • Er það ekki full vinna að vinna sem grunnskólakennari? Af hverju felast öll svör sem ég hef heyrt þig nefna um hvernig á að hækka laun kennara í því að auka þurfi vinnu kennara? • Af hverju er þess krafist að vinnutími kennara verði bundinn að öllu leiti þegar krafan á hinum almenna vinnumarkaði er að sveigjaleiki vinnutímans sé sem mestur? Ég frábið mér allar útskýringar um kostnað sveitarfélaga við rekstur grunnskóla fyrr en ég sé tölur um kostnað Garðabæjar á rekstri sinna grunnskóla borið saman við sveitarfélag á einhverju norðurlandanna þar sem... • íbúafjöldi og stærð skóla er svipað og í Garðabæ • fjöldi barna er svipaður sem hlutfall íbúa og í Garðabæ • rekinn er skóli án aðgreiningar og sambærilegt hlutfall nemenda er í sérskólum • rekstur húsnæðis er reiknaður eins og þjónustustigið sem skólinn veitir er sambærilegt Ég hef ekki í hyggju að láta bjóða mér sambærilegar lausnir í kjaradeilu kennara nú og gert var árið 2004. Ef kjörin verða ekki leiðrétt mun ég snúa mér að öðrum verkefnum þar sem metnaður er fyrir því að borga starfsmönnum fyrir raunverulegt vinnuframlag, þar sem menntun er metin að verðleikum og þar sem hæfileikar starfsmanna eru metnir. Þetta er ekki gert í grunnskólum Garðabæjar í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Gauti Eiríksson og er grunnskólakennari í Garðabæ. Ég hef starfað við kennslu í tæp þrettán ár og í sama skóla í níu ár. Ég er uppalinn í sveit og hef aldrei kvartað yfir því að þurfa að vinna mikið. Ég hef starfað við hin ýmsu störf um ævina, m.a. við hin ýmsu sveitastörf, í sláturhúsi, í þörungavinnslu, í timbursölu, sem meindýraeyðir, rútubílstjóri, leiðsögumaður og grunnskólakennari. Og nú er það í höndum bæjarstjórnar Garðabæjar hve lengi ég starfa áfram sem grunnskólakennari. Ástæðan – ég kem ekki til með að taka þátt í frekari tilraunum Garðabæjar um hve lág laun grunnskólakennarar láta bjóða sér. Á þessum tíma sem ég hef starfað sem grunnskólakennari þá hefur starfið breyst mikið. Þjónustustigið sem veitt er í skólunum er mun meira en áður. Meira er gert til að nálgast nemendur á þeirra forsendum þó kennarar vilji gjarnan geta gert meira. Þessi breyting hefur haft það í för með sér að vinnuálagið hefur aukist gríðarlega. Það eru haldnir mun fleiri fundir, samstarf við foreldra er mun meira sem og samstarf kennara. Ég tel að þetta geri skólastarfið betra en ég hef ekki orðið þess var að tíminn sem ætlaður er þessari vinnu sé aukinn. Fyrir nokkrum misserum síðan var farið í þá vinnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands að skoða vinnutími kennara. Niðurstöður voru að kennarar vinna á milli 50 og 60 tíma á viku en fá greidd laun fyrir tæpa 43 tíma. Sveitarfélagið Garðabær stærir sig af því að reksturinn hafi batnað síðust ár og var rekstrarniðurstaða ársins 2013 jákvæð um 490 milljónir króna. Er það stefna sveitarfélagsins og auka þennan hagnað enn frekar á kostnað starfsmanna sveitarfélagsins? Ég hef kynnt mér tillögur nefndar um framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en þar ert þú annar forsvarsmanna. Þar kemur fram að meta þurfi kennara að verðleikum og að bæta þurfi kjör þeirra. Hvenær á að fara í það í Garðabæ? Á að bíða eftir því að meirihluti kennara séu leiðbeinendur og þannig ódýrara fyrir sveitarfélagið að hækka launin? Ég get ekki séð af hverju Garðabær notar ekki tækifæri núna þegar kjarasamningar grunnskólakennara í Garðabæ hafa verið lausir í tvö ár. Í ljósi þeirrar stöðu að grunnskólakennarar í Garðabæ eru hugsanlega á leið í vinnustöðvun þá langar mig að leggja nokkrar spurningar fyrir þig. • Er Garðabæ stætt á því að stæra sig af góðum skólum og standa á sama tíma í kjarabaráttu við kennara? • Af hverju fæ ég ekki sömu laun og aðrir starfsmenn Garðabæjar sem vinna störf þar sem krafist er sömu menntunar? • Af hverju borgar Garðabær grunnskólakennurum laun sem ekki ná meðallaunum í landinu á meðan sambærileg sveitarfélög á norðurlöndunum borga grunnskólakennurum laun sem er töluvert hærri en meðallaun? Þetta sýna tölur frá OECD. • Er það ekki full vinna að vinna sem grunnskólakennari? Af hverju felast öll svör sem ég hef heyrt þig nefna um hvernig á að hækka laun kennara í því að auka þurfi vinnu kennara? • Af hverju er þess krafist að vinnutími kennara verði bundinn að öllu leiti þegar krafan á hinum almenna vinnumarkaði er að sveigjaleiki vinnutímans sé sem mestur? Ég frábið mér allar útskýringar um kostnað sveitarfélaga við rekstur grunnskóla fyrr en ég sé tölur um kostnað Garðabæjar á rekstri sinna grunnskóla borið saman við sveitarfélag á einhverju norðurlandanna þar sem... • íbúafjöldi og stærð skóla er svipað og í Garðabæ • fjöldi barna er svipaður sem hlutfall íbúa og í Garðabæ • rekinn er skóli án aðgreiningar og sambærilegt hlutfall nemenda er í sérskólum • rekstur húsnæðis er reiknaður eins og þjónustustigið sem skólinn veitir er sambærilegt Ég hef ekki í hyggju að láta bjóða mér sambærilegar lausnir í kjaradeilu kennara nú og gert var árið 2004. Ef kjörin verða ekki leiðrétt mun ég snúa mér að öðrum verkefnum þar sem metnaður er fyrir því að borga starfsmönnum fyrir raunverulegt vinnuframlag, þar sem menntun er metin að verðleikum og þar sem hæfileikar starfsmanna eru metnir. Þetta er ekki gert í grunnskólum Garðabæjar í dag.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun