Sókn er besta vörnin Eva Magnúsdóttir og Rúnar Bragi Guðlaugsson skrifar 9. maí 2014 11:40 Mosfellsbær hefur verið í mikilli sókn á þeim 12 árum sem við sjálfstæðismenn höfum verið við stjórnvölinn. Fjárhagsstaðan hefur orðið sterkari, skuldahlutfall lækkað, og allar lykiltölur í rekstri hafa batnað mikið. Þetta er ekki síst að þakka þeim mikla og góða mannauði sem Mosfellsbær býr yfir og styrkri stjórn núverandi meirihluta. Sókn er ávallt besta vörnin og við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina enda voru kreppuárin notuð til sóknar. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp. Atvinnutækifærum fjölgar Í Mosfellsbæ hefur atvinnutækifærum fjölgað á undanförnum árum. Byggð hafa verið ný þjónustufyrirtæki í bænum, eins og framhaldsskóli og hjúkrunarheimili og verið er að byggja slökkvistöð. Eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, Ístak, hefur flutt starfssemi sína í bæinn og gert hefur verið átak í sölu atvinnulóða m.a. með því að lækka gjöld. Störfum hefur fjölgað mikið á kjörtímabilinu og leggjum við áherslu á að gera enn betur í þeim efnum. Jarðvegurinn hefur verið undirbúinn og við erum vel í stakk búin til að hefja nýja og öfluga sókn í atvinnumálum okkar fallega bæjar. Rúnar Bragi Guðlaugsson er varabæjarfulltrúi og formaður Þróunar og ferðamálanefndar í Mosfellsbæ.Fjölgun starfa Það er nauðsynlegt að auka tekjur bæjarins enn frekar þar sem bærinn okkar fer stækkandi. Það þarf því að fjárfesta í ýmsu eins og hér verður komið inn á. Við þurfum að auka tekjur og ætlum því að laða að atvinnufyrirtæki og hvetja til aukinnar atvinnusköpunar og fjárfestinga. Við ætlum að móta atvinnustefnu fyrir Mosfellsbæ með þátttöku íbúa og atvinnulífsins í anda lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Í kjölfarið munum við einbeita okkur að því að efla enn frekar atvinnuuppbyggingu í bænum, m.a. með því að stofna átakshóp í samstarfi við hagsmunaaðila. Niðurstaðan verður fjölgun starfa og verður liður í því að fjölga störfum í bæjarfélaginu að við tryggjum nægt framboð atvinnulóða á samkeppnishæfu verði.Heilsueflandi samfélag Í kjölfar þess að Mosfellsbær er orðið fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi hafa sóknartækifæri til þess að laða að heilsufyrirtæki aukist til muna. Áfram verður unnið að verkefninu Heilsueflandi samfélag í anda lýðheilsustefnu. Um er að ræða þróunarverkefni sem Mosfellsbær hefur tekið forystu í að vinna með heilsuklasanum Heilsuvin og Embætti landlæknis. Verkefninu hefur verið skipt í fjóra þætti, næringu, hreyfingu, líðan og lífsgæði. Stefnt er að því að Mosfellsbær verði í framtíðinni höfuðstaður heilsufyrirtækja. Við þurfum að nýta sértöðu bæjarins okkar og bjóða ferðamenn velkomna í bæinn. Við ætlum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem felast í ferðaþjónustunni til atvinnuuppbyggingar í Mosfellsbæ. Í bænum okkar og nágrenni höfum við framleiðslu á mat, menningu og handverki auk þess sem hér er vagga skálda og tónlistarmanna. Þetta þurfum við að nýta okkur. Mosfellsbær hefur lagt áherslu á að tryggja ungum Mosfellingum sumarstörf og undanfarin ár hafa ungmenni frá 17 ára til 20 ára getað sótt um sumarstörf hjá bæjarfélaginu sínu. Markmiðið er að þau ungmenni sem hafa takmarkaðan aðgang að vinnumarkaði vegna aldurs njóti forgangs að sumarátaksstörfum. Þetta og margar fleiri framfarir ætlar Sjálfstæðisfólkið í Mosfellsbæ að tryggja. Þitt atkvæði skiptir máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mosfellsbær hefur verið í mikilli sókn á þeim 12 árum sem við sjálfstæðismenn höfum verið við stjórnvölinn. Fjárhagsstaðan hefur orðið sterkari, skuldahlutfall lækkað, og allar lykiltölur í rekstri hafa batnað mikið. Þetta er ekki síst að þakka þeim mikla og góða mannauði sem Mosfellsbær býr yfir og styrkri stjórn núverandi meirihluta. Sókn er ávallt besta vörnin og við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina enda voru kreppuárin notuð til sóknar. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp. Atvinnutækifærum fjölgar Í Mosfellsbæ hefur atvinnutækifærum fjölgað á undanförnum árum. Byggð hafa verið ný þjónustufyrirtæki í bænum, eins og framhaldsskóli og hjúkrunarheimili og verið er að byggja slökkvistöð. Eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, Ístak, hefur flutt starfssemi sína í bæinn og gert hefur verið átak í sölu atvinnulóða m.a. með því að lækka gjöld. Störfum hefur fjölgað mikið á kjörtímabilinu og leggjum við áherslu á að gera enn betur í þeim efnum. Jarðvegurinn hefur verið undirbúinn og við erum vel í stakk búin til að hefja nýja og öfluga sókn í atvinnumálum okkar fallega bæjar. Rúnar Bragi Guðlaugsson er varabæjarfulltrúi og formaður Þróunar og ferðamálanefndar í Mosfellsbæ.Fjölgun starfa Það er nauðsynlegt að auka tekjur bæjarins enn frekar þar sem bærinn okkar fer stækkandi. Það þarf því að fjárfesta í ýmsu eins og hér verður komið inn á. Við þurfum að auka tekjur og ætlum því að laða að atvinnufyrirtæki og hvetja til aukinnar atvinnusköpunar og fjárfestinga. Við ætlum að móta atvinnustefnu fyrir Mosfellsbæ með þátttöku íbúa og atvinnulífsins í anda lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Í kjölfarið munum við einbeita okkur að því að efla enn frekar atvinnuuppbyggingu í bænum, m.a. með því að stofna átakshóp í samstarfi við hagsmunaaðila. Niðurstaðan verður fjölgun starfa og verður liður í því að fjölga störfum í bæjarfélaginu að við tryggjum nægt framboð atvinnulóða á samkeppnishæfu verði.Heilsueflandi samfélag Í kjölfar þess að Mosfellsbær er orðið fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi hafa sóknartækifæri til þess að laða að heilsufyrirtæki aukist til muna. Áfram verður unnið að verkefninu Heilsueflandi samfélag í anda lýðheilsustefnu. Um er að ræða þróunarverkefni sem Mosfellsbær hefur tekið forystu í að vinna með heilsuklasanum Heilsuvin og Embætti landlæknis. Verkefninu hefur verið skipt í fjóra þætti, næringu, hreyfingu, líðan og lífsgæði. Stefnt er að því að Mosfellsbær verði í framtíðinni höfuðstaður heilsufyrirtækja. Við þurfum að nýta sértöðu bæjarins okkar og bjóða ferðamenn velkomna í bæinn. Við ætlum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem felast í ferðaþjónustunni til atvinnuuppbyggingar í Mosfellsbæ. Í bænum okkar og nágrenni höfum við framleiðslu á mat, menningu og handverki auk þess sem hér er vagga skálda og tónlistarmanna. Þetta þurfum við að nýta okkur. Mosfellsbær hefur lagt áherslu á að tryggja ungum Mosfellingum sumarstörf og undanfarin ár hafa ungmenni frá 17 ára til 20 ára getað sótt um sumarstörf hjá bæjarfélaginu sínu. Markmiðið er að þau ungmenni sem hafa takmarkaðan aðgang að vinnumarkaði vegna aldurs njóti forgangs að sumarátaksstörfum. Þetta og margar fleiri framfarir ætlar Sjálfstæðisfólkið í Mosfellsbæ að tryggja. Þitt atkvæði skiptir máli.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun