Réttlátari Reykjavík Sóley Tómasdóttir skrifar 29. apríl 2014 10:00 Það er algerlega óásættanlegt að misskipting og ójöfnuður skuli halda áfram að aukast í samfélaginu, nú þegar jákvæð teikn eru á lofti í efnahagsmálum. Það hlýtur því að verða algert forgangsmál allra flokka í borgarstjórn á næsta kjörtímabili að stöðva þessa þróun, auka jöfnuð frekar en ójöfnuð og tryggja sanngjarnara samfélag.Gjaldfrjáls grunnþjónusta Afnám gjaldskráa fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili er stórt og metnaðarfullt markmið í þessa veru. Þannig tryggjum við öllum börnum menntun og gott atlæti óháð efnahag á sama tíma og við bætum kjör barnafjölskyldna. Á meðfylgjandi mynd má sjá útgjöld ólíkra fjölskyldna vegna þessarar sjálfsögðu þjónustu. Ljóst er að afnám gjaldskráa mun hafa gríðarleg áhrif á ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna fyrir utan að skapa sanngjarnara samfélag án ósanngjarnra jaðarskatta.Stóra samhengið Áætlun okkar Vinstri grænna snýst um að auka fjármuni til skóla- og frístundasviðs um 750 milljónir og lækka gjaldskrár um 25% á hverju ári fram til ársins 2018. Upphæðin virðist vissulega vera há. En í hinu stóra samhengi er þetta tiltölulega lág upphæð, rétt um 0,9% af heildartekjum aðalsjóðs borgarinnar. Hærri upphæðum hefur sannarlega verið varið – án sýnilegs samfélagslegs ávinnings. Kostnaður vegna tengingar Hverahlíðarvirkjunar við Hellisheiðarvirkjun er áætlaður á fimmta milljarð króna á næstu árum. Kostnaður vegna fyrirhugaðra túrbínukaupa Orkuveitunnar sem svo ekki urðu að veruleika hefur þegar numið þremur milljörðum króna. Reykjavíkurborg greiddi KSÍ 550 milljónir, bara vegna umframkostnaðar við stúkubyggingu í Laugardal á sínum tíma, en í heild kostaði hún um 1.700 milljónir. Allt voru þetta skyndileg fjárútlát sem hægt var að fjármagna án þess að borgarsjóður færi á hliðina. Peningarnir eru til – forgangsröðum þeim í þágu barna.Óhefðbundið en nauðsynlegt Stefna Vinstri grænna um gjaldfrelsi tekur á raunverulegu vandamáli og hefur áþreifanleg áhrif á afkomu allra barnafjölskyldna. Hún snýst ekki um vatnsrennibrautagarða eða mislæg gatnamót. Hún snýst um að fjárfesta í eflingu grunnþjónustunnar, auknum jöfnuði og bættum aðstæðum fólks. Í borgarsjóði eru 82 milljarðar. Okkur kjörnum fulltrúum ber að forgangsraða þeim. Vinstri græn leggja aukna áherslu á þjónustu við börn og munu færa til fjármuni í þeirra þágu. Það er nauðsynlegt og sjálfsagt og alveg jafn einfalt og þegar fjármunirnir eru færðir eitthvað annað.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Sóley Tómasdóttir Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er algerlega óásættanlegt að misskipting og ójöfnuður skuli halda áfram að aukast í samfélaginu, nú þegar jákvæð teikn eru á lofti í efnahagsmálum. Það hlýtur því að verða algert forgangsmál allra flokka í borgarstjórn á næsta kjörtímabili að stöðva þessa þróun, auka jöfnuð frekar en ójöfnuð og tryggja sanngjarnara samfélag.Gjaldfrjáls grunnþjónusta Afnám gjaldskráa fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili er stórt og metnaðarfullt markmið í þessa veru. Þannig tryggjum við öllum börnum menntun og gott atlæti óháð efnahag á sama tíma og við bætum kjör barnafjölskyldna. Á meðfylgjandi mynd má sjá útgjöld ólíkra fjölskyldna vegna þessarar sjálfsögðu þjónustu. Ljóst er að afnám gjaldskráa mun hafa gríðarleg áhrif á ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna fyrir utan að skapa sanngjarnara samfélag án ósanngjarnra jaðarskatta.Stóra samhengið Áætlun okkar Vinstri grænna snýst um að auka fjármuni til skóla- og frístundasviðs um 750 milljónir og lækka gjaldskrár um 25% á hverju ári fram til ársins 2018. Upphæðin virðist vissulega vera há. En í hinu stóra samhengi er þetta tiltölulega lág upphæð, rétt um 0,9% af heildartekjum aðalsjóðs borgarinnar. Hærri upphæðum hefur sannarlega verið varið – án sýnilegs samfélagslegs ávinnings. Kostnaður vegna tengingar Hverahlíðarvirkjunar við Hellisheiðarvirkjun er áætlaður á fimmta milljarð króna á næstu árum. Kostnaður vegna fyrirhugaðra túrbínukaupa Orkuveitunnar sem svo ekki urðu að veruleika hefur þegar numið þremur milljörðum króna. Reykjavíkurborg greiddi KSÍ 550 milljónir, bara vegna umframkostnaðar við stúkubyggingu í Laugardal á sínum tíma, en í heild kostaði hún um 1.700 milljónir. Allt voru þetta skyndileg fjárútlát sem hægt var að fjármagna án þess að borgarsjóður færi á hliðina. Peningarnir eru til – forgangsröðum þeim í þágu barna.Óhefðbundið en nauðsynlegt Stefna Vinstri grænna um gjaldfrelsi tekur á raunverulegu vandamáli og hefur áþreifanleg áhrif á afkomu allra barnafjölskyldna. Hún snýst ekki um vatnsrennibrautagarða eða mislæg gatnamót. Hún snýst um að fjárfesta í eflingu grunnþjónustunnar, auknum jöfnuði og bættum aðstæðum fólks. Í borgarsjóði eru 82 milljarðar. Okkur kjörnum fulltrúum ber að forgangsraða þeim. Vinstri græn leggja aukna áherslu á þjónustu við börn og munu færa til fjármuni í þeirra þágu. Það er nauðsynlegt og sjálfsagt og alveg jafn einfalt og þegar fjármunirnir eru færðir eitthvað annað.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun