Körfubolti

NBA: Knicks tapaði enn einum leiknum | Love funheitur í Utah

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kevin Love
Kevin Love Vísir/AP
Ófarir New York Knicks á þessu tímabili halda áfram en liðið tapaði enn einum leiknum í nótt. Tapið í nótt var áttundi tapleikur liðsins í síðustu tíu leikjum og er liðið að falla úr myndinni í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Þrátt fyrir að Atlanta væri án síns besta leikmanns, Paul Millsap náði liðið að vinna upp nítján stiga forskot Knicks í seinni hálfleik og leiddi Mike Scott liðið til sigurs með þrjátíu stigum af bekknum. Atlanta Hawks hafði tapað átta leikjum í röð fyrir leik liðanna í nótt.

Kevin Love, stjörnuframherji Minnesota Timberwolves, leiddi lið sitt í öruggum sigri á Utah Jazz í Salt Lake City. Love átti frábæran leik í liði Timberwolves og náði fyrstu þreföldu tvennu sinni á ferlinum með 37 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar.

Jermaine O'Neil sýndi gamla góða takta í 93-86 sigri Golden State Warriors gegn Brooklyn Nets. O'Neal byrjaði leikinn í fjarveru David Lee og var atkvæðamestur í liði Golden State í leiknum með 23 stig ásamt því að taka 13 fráköst.



Úrslit:

Charlotte Bobcats 92-89 Memphis Grizzlies

Washington Wizards 94-93 New Orleans Pelicans

Atlanta Hawks 107-98 New York Knicks

Detroit Pistons 102-113 Dallas Mavericks

Milwaukee Bucks 100-110 Indiana Pacers

Utah Jazz 104-121 Minnesota Timberwolves

Sacramento Kings 105-98 Boston Celtics

Golden State Warriors 93-86 Brooklyn Nets

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×