Sérhagsmunamatið Ólafur Stephensen skrifar 27. febrúar 2014 07:58 Sjálfstæðisflokkurinn býr sig nú undir að stíga lokaskrefið í átt að markmiðinu um að festast í rúmlega fjórðungsfylgi. Með þeirri stefnu að neita þjóðinni um að greiða atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið - og nú með því að svíkja kosningaloforðið um að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna yrði haldin á kjörtímabilinu - hefur forysta flokksins fælt frá honum stóran hóp kjósenda. Það er fólk sem telur að Ísland eigi heima í ESB - eða hefur jafnvel ekki gert upp hug sinn, en vill fá að sjá aðildarsamninginn og kjósa um hann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstöðu meðal hófsamra hægriflokka í Evrópu, sem langflestir eru hlynntir ESB-aðild á forsendum frjálsra viðskipta og vestrænnar samvinnu. Flokkurinn vill ekki eiga heima í þeirra hópi; árið 2011 yfirgaf hann samtök þeirra, EPP, og þar með til dæmis norrænu íhaldsflokkana. Í staðinn gekk hann í AECR, samtök hægriflokka með efasemdir um Evrópusamstarfið, en þar eru brezki Íhaldsflokkurinn og ýmsir (aðallega smærri) flokkar sem sumir hafa heldur ógeðfellda stefnu, til dæmis í málum innflytjenda og samkynhneigðra. Forystu flokksins hefur orðið tíðrætt um að afstaða hans sé byggð á mati á hagsmunum Íslands. Það mat virðist bæði þröngt og mótsagnakennt. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar á hagsmunasamtök gömlu undirstöðuatvinnugreinanna, sjávarútvegs og landbúnaðar. Hún hlustar hins vegar ekki á heildarsamtök atvinnulífsins, SA eða Viðskiptaráð, og ekki heldur á ASÍ, en þessi þrenn samtök vilja öll ljúka aðildarviðræðunum við ESB. Flokksforystan hlustar alls ekki á fulltrúa nýrra atvinnugreina sem byggja á þekkingu og hugviti og kalla eftir stöðugum gjaldmiðli og fjárfestingarumhverfi, sem fengist með inngöngu í ESB. Þó eru þetta vaxtarbroddar atvinnulífsins, sem með réttu ættu að skapa þjóðinni mest verðmæti í framtíðinni af því að þeir eru ekki háðir takmörkuðum náttúruauðlindum. Forystan hlustar ekki einu sinni á þann part af landsfundarályktunum flokksins sem kveða á um að krónan geti ekki orðið framtíðargjaldmiðill Íslands og "kanna eigi til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar". Þess í stað rýkur hún til og útilokar eina raunhæfa kostinn á öðrum gjaldmiðli en krónunni. Matið virðist því fremur sérhagsmunamat en mat á heildarhagsmunum þjóðarinnar og hvernig Ísland haldi sem flestum möguleikum opnum. Það er breyting frá því sem einu sinni var. Og þrátt fyrir allt talið um fullveldi, sættir forysta Sjálfstæðisflokksins sig glöð við þá fullveldisskerðingu sem felst í að fá stóran hluta löggjafar landsins sendan beint frá Brussel, án þess að hafa nokkra möguleika á að hafa áhrif á hana. Sumir hafa spáð klofningi Sjálfstæðisflokksins vegna væntanlegra slita á viðræðunum við ESB. Sá klofningur hefur í rauninni átt sér stað. Evrópusinnarnir voru flestir farnir annað. Nú er ljóst að þeir hafa ekki ástæðu til að koma nokkurn tímann aftur. Einhverjir til viðbótar munu svo fara sömu leið. Það er heldur ekki líklegt að alveg á næstunni verði til nýr Evrópusinnaður mið-hægriflokkur eins og kjósendur eiga val um í flestum nágrannalöndum okkar. Til þess er of langt í næstu þingkosningar. Hitt er deginum ljósara að forysta Sjálfstæðisflokksins hefur búið til gott pláss fyrir slíkan flokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn býr sig nú undir að stíga lokaskrefið í átt að markmiðinu um að festast í rúmlega fjórðungsfylgi. Með þeirri stefnu að neita þjóðinni um að greiða atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið - og nú með því að svíkja kosningaloforðið um að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna yrði haldin á kjörtímabilinu - hefur forysta flokksins fælt frá honum stóran hóp kjósenda. Það er fólk sem telur að Ísland eigi heima í ESB - eða hefur jafnvel ekki gert upp hug sinn, en vill fá að sjá aðildarsamninginn og kjósa um hann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstöðu meðal hófsamra hægriflokka í Evrópu, sem langflestir eru hlynntir ESB-aðild á forsendum frjálsra viðskipta og vestrænnar samvinnu. Flokkurinn vill ekki eiga heima í þeirra hópi; árið 2011 yfirgaf hann samtök þeirra, EPP, og þar með til dæmis norrænu íhaldsflokkana. Í staðinn gekk hann í AECR, samtök hægriflokka með efasemdir um Evrópusamstarfið, en þar eru brezki Íhaldsflokkurinn og ýmsir (aðallega smærri) flokkar sem sumir hafa heldur ógeðfellda stefnu, til dæmis í málum innflytjenda og samkynhneigðra. Forystu flokksins hefur orðið tíðrætt um að afstaða hans sé byggð á mati á hagsmunum Íslands. Það mat virðist bæði þröngt og mótsagnakennt. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar á hagsmunasamtök gömlu undirstöðuatvinnugreinanna, sjávarútvegs og landbúnaðar. Hún hlustar hins vegar ekki á heildarsamtök atvinnulífsins, SA eða Viðskiptaráð, og ekki heldur á ASÍ, en þessi þrenn samtök vilja öll ljúka aðildarviðræðunum við ESB. Flokksforystan hlustar alls ekki á fulltrúa nýrra atvinnugreina sem byggja á þekkingu og hugviti og kalla eftir stöðugum gjaldmiðli og fjárfestingarumhverfi, sem fengist með inngöngu í ESB. Þó eru þetta vaxtarbroddar atvinnulífsins, sem með réttu ættu að skapa þjóðinni mest verðmæti í framtíðinni af því að þeir eru ekki háðir takmörkuðum náttúruauðlindum. Forystan hlustar ekki einu sinni á þann part af landsfundarályktunum flokksins sem kveða á um að krónan geti ekki orðið framtíðargjaldmiðill Íslands og "kanna eigi til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar". Þess í stað rýkur hún til og útilokar eina raunhæfa kostinn á öðrum gjaldmiðli en krónunni. Matið virðist því fremur sérhagsmunamat en mat á heildarhagsmunum þjóðarinnar og hvernig Ísland haldi sem flestum möguleikum opnum. Það er breyting frá því sem einu sinni var. Og þrátt fyrir allt talið um fullveldi, sættir forysta Sjálfstæðisflokksins sig glöð við þá fullveldisskerðingu sem felst í að fá stóran hluta löggjafar landsins sendan beint frá Brussel, án þess að hafa nokkra möguleika á að hafa áhrif á hana. Sumir hafa spáð klofningi Sjálfstæðisflokksins vegna væntanlegra slita á viðræðunum við ESB. Sá klofningur hefur í rauninni átt sér stað. Evrópusinnarnir voru flestir farnir annað. Nú er ljóst að þeir hafa ekki ástæðu til að koma nokkurn tímann aftur. Einhverjir til viðbótar munu svo fara sömu leið. Það er heldur ekki líklegt að alveg á næstunni verði til nýr Evrópusinnaður mið-hægriflokkur eins og kjósendur eiga val um í flestum nágrannalöndum okkar. Til þess er of langt í næstu þingkosningar. Hitt er deginum ljósara að forysta Sjálfstæðisflokksins hefur búið til gott pláss fyrir slíkan flokk.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar